Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 6
fólk um að merkja alla verðmæta muni með nafnnúmeri sínu. Þá muni má auðveldlega rekja til eigenda, og það vita þeir, sem versla með stolna muni. Þeir vilja helst ekki líta við þeim. Einnig hvetjum við fólk til að koma upp þjófabjöllukerfi við glugga og dyr, sem líklegt er að innbrots- þjófur finni vænlegar til inngöngu. — Hér er mikið um bílaþjófnað. Stundum skutla þeir bílunum í heilu lagi upp á annan bíl og selja þá síðan í pörtum. í þessu hverfi eru ekki margir liklegir til að tilkynna slíkan þjófnað, jafnvel þó þeir verði vitni að honum. Þessir atvinnubíla- þjófar eru harðir í horn að taka. í eina skiptið, sem ég hef orðið fyrir skoti í starfi, var þegar ég var að elta uppi stolinn bíl í Harlem. Grátt gaman Nú er komið að annarri eftirlitsferð. Við veitum því athygli, að hér sést hvergi leigu- bíll, og segjum vinum okkar frá erfiðleik- unum, sem við áttum í að fá einn slikan til að aka okkur. — Það er ekkert undarlegt, segja þeir. — Leigubilstjórar fást ekki lengur til að aka til Bronx. í stað þess hefur risið hér upp öflugt kerfi svokallaðra tatarabíla. Þetta er algjört einkaframtak, menn, sem stunda leigubíla- akstur án leyfis. — Við látum þá í friði, þar sem þessi starfsemi er nauðsynlegt samgöngukerfi, og yfirleitt eru þeir ekki til vandræða. Samt mundum við hika við að taka einn slíkan, ef þeir væru í sérlega slæmu ástandi, t.d. hurðir dottnar af og þess háttar. — En það fylgir líka mikil hætta starfi þessara „leigubílstjóra”, og þeir standa afar vel saman. Um daginn var tilkynnt um árás á einn slíkan, en er við komum á vettvang var þar fyrir á annan tug tatarabílstjóra, sem drifið hafði að til hjálpar bágstöddum félaga. — Þetta er freistandi atvinnurekstur, því honum fylgir enginn stofnkostnaður nema bíllinn. Skyndilega stígur Ray bensínið í botn og setur sírenurnar á fullt, því konan í talstöðinni tilkynnir skotárás á lögreglu- þjón. Er við komum að hinu tiltekna húsi, eru þar fyrir einir 7-8 lögreglubílar, hópur lögreglumanna hefur umkringt það og ræðst til inngöngu með byssur á lofti. Það er ekki laust við að það fari að fara um blaðamann. En þetta reynist bara gabb. Heldur grátt gaman, því fáu bregðast lögreglumenn jafn- harkalega við og árás á eigin félaga. — Það eru einmitt þessi snöru viðbrögð félaga okkar, sem veita okkur öryggis- tilfinningu í starfi, segir William. — Sérstaklega i hverfi eins og þessu, þar sem aðalvandamálin eru eiturlyf og vopnaðir menn. Við vitum, að félagarnir eru, á 6 Vtkan 7. tbl. Bókaðar 6 aðfangadagskvöldi. Átta i ksflju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.