Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 48

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 48
GLA UMGOSINN „Úr skinni? ” greip kafteinn Trimble inn í, og starði á fyrirlitningarsvip sir Richards. „Sögðuð þér úr skinni?!” „Ó, talið ekki um það!” sagði sir Richard, „tilhugsunin cir....” „Sjáið þér nú til herra, ég hef á vissan hátt sjálfur mikinn áhuga á mittisúlpum úr skinni. Eruð þér vissir um að það var í Wroxham, sem að þér sáuð hana?” Mittisúlpa úr skinni á leið til Bristol,” sagði sir Richard, dreymandi. „Bristol. Fjárinn, það hefði mér aldrei dottið til. . . Ég þakka yður kærlega fyrir, sir Richard. Ég er yður innilega þakklátur,” sagði kafteinn Trimble og hljóp niður stíginn að útihúsunum bak við krána. Sir Richard brosti dauflega, meðan hann horfði á hann fara. „Hana nú,” tautaði hann. „Mjög bráðlátur maður, er ég hræddur um. Láttu þér þetta að kenningu verða um það að treysta ókunnugum ekki um of.” „Já, en ég gerði það ekki,” sagði Pen. „Ég bara.” „Já, en hann gerði það,” sagði sir Richard. „Ég lét aðeins nokkur orð falla og hinn grunlausi kunningi okkar er þegar farinn að sækja hestinn sinn. Ég vil fá morgunverð.” „En hversvegna sendir þú hann til Bristol," spurði Pen. „Nú, ég vildi losna við hann,” svaraði hann og gekk inn í stofuna. „Ég hélt að þú værir að reyna að espa hann uppá móti þér.” „Ég var að því, en þvi miður þá þekkti hann mig. Þvi miður. Ég hefði haft ánægju af því að svæfa hann örlítið. En hvað um það, allt fór þó vel. Ég hefði orðið að binda hann, sem hefði ekki verið mjög skemmtilegt og hefði kannski getað leitt til vandræða. Ég verð að skilja þig eftir eina smátíma í dag.” „Hættu að vera svona leiðinlegur,” bað Pen. „Sástu Jimmy Yarde í nótt og hvað gerðist?” „O, jú ég sá hann. Annars man ég ekki eftir því að neitt skemmtilegt hafi gerst.” „Hann hefur ekki reynt að myrða þig?” „Ekkert svo spennandi. Hann reyndi aðeins að endurheimta demantana. Þegar að honum tókst það ekki, áttum við stutt samtal saman og síðan fór hann úr kránni eins kurteislega og hann kom inn.” „Út um gluggann áttu við. Jæja, ég er ánægð því, ég gat ekki annað en látið mér líka vel við hann. En hvað gerum við núna?” „Við ætlum að grípa Beverly,” svaraði sir Richard, og byrjaði á skinkunni. „Þann sem stamar. Hvernig förum við að því. Hann virðist mjög óþýður, en ég held ekki að við ættum að ná honum á ruddalegan hátt, finnst þér það?” „Alls ekki. Láttu mig um það og ég skal sjá til þess að honum verði náð, án þess að það valdi nokkrum manni sársauka eða vandræðum.” „Já, en svo er það hálsmenið,” sagði Pen. „Mér finnst að áður en við gerum nokkuð annað, þá ættum við að Iosa okkur við það. Ég get ekki annað en hugsað um hvað verði, ef það fyndist i vasa þinum.” „Það er satt. En ég hef séð fyrir því. Menið tilheyrir móður Beverlys og hann skal skila því til hennar.” Pen lagði frá sér hnífapörin. „Það skýrir allt saman. Ég vissi að maðurinn sem stamar hafði meira með þetta að gera heldur en þú vildir segja mér. Ég býst við að hann hafi ráðið Jimmy Yarde og hinn manninn til þess að stela meninu?” Hún hnyklaði brýmar. „Ég vil ekki þurfa að segja neitt ljótt um vini þína, Richard, en mér finnst þetta vera rangt af honum — mjög illa gert." „Mjög svo,” samsinnti hann. „Meira að segja óþokkalegt.” „Við getum kallað það óþokkalegt." „Það finnst mér. Nú sé ég að það er mikið til í þvi, sem Almeria frænka segir. Hún segir að það séu alvarlegir lestir I þjóðfélaginu.” Sir Richard hristi höfuðið rauna- mæddur. „Því miður, það er satt.” „Og ódyggðimar,” sagði Pen hnuggin. „Siðleysi og óhóf, þú skilur?” „Ég skil.” Hún tók hnífapörin upp aftur. „Þetta hlýtur allt saman að vera mjög spenn- andi,” sagði hún með öfund. „Því fer fjarri að ég vilji eyða hugmyndum þínum, en mér finnst að ég ætti að láta þig vita það, að það er ekki almennur vani meðal fyrirfólks að stela demöntum frá mæðrum sínum.” „Auðvitað ekki. Ég veit það,” sagði Pen með virðingu. Siðan bætti hún við í löngunartón: „Má ég koma með þér, þegar þú ferð að hitta manninn sem stamar?” „Nei,” svaraði sir Richard án frekari umhugsunar. „Ég vissi að þú myndir segja þetta. Ég vildi að ég væri karlmaður.” „Ég myndi samt ekki taka þig með mér.” „Þá værir þú sjálfselskur, leiðinlegur og á allan hátt hræðilegur,” sagði Pen áköf. „Ég held að ég sé það,” sagði sir Richard og varð hugsað til systur sinnar. Ákefðin dvínaði fljótt úr svip hennar og þegar hún virti sir Richard fyrir sér, þá roðnaði hún lítillega. Hún beygði sig yfir diskinn og sagði eilitið hvössum rómi: „Nei, þú ert það ekki. Þú ert mjög góður og vænn, mér þykir leitt að ég skyldi stríða þér.” Sir Richard leit á hana. Hann ætlaði að segja eitthvað, en gat það ekki. því hún sagði: „Og þegar ég segi Piers hve vel þú hefur litið eftir mér, þá verður hann þér mjög þakklátur.” „Er það?” sagði sir Richard þurrlega. „Ég er hræddur um að ég hafi verið búinn að gleyma honum.” 7.KAFLI Það var ekki erfitt að finna kjarrið við veginn, sem að Beverly hafði minnst á í samtali sínu við kaftein Trimble. Með kæruleysislegri spurningu, sem beint var til eins af hestasveinunum, fengust þær upplýsingar að það var hluti af landi Crome Hall. Sir Richard lagði af stað rétt fyrir ellefu, til þess að halda stefnu- mót kafteins Trimble og skildi Pen eftir til þess að líta eftir árás frá ættingjum sínum. Hinn ofsafengni kafteinn hafði náð í hest sinn og lagt af stað i átt til Bristol, með föggur sínar bundnar við hnakkinn. Hann hafði borgað fyrir sig, svo að það virtust ekki miklar líkur til þess að hann hefði hug á að koma aftur til Queen Charlton. Eftir tíu minútna gang komst sir Richard að jaðri kjarrþykknisins. Op í þykkninu sýndi glögglega stíg sem troð- inn var i gegnum skóginn. Hann gekk eftir honum og var ánægður með að vera kominn út úr sterkri sólinni. Stigur- inn lá inn í dálitið rjóður, þar sem að lítill lækur rann milli pílviðarrunna I fullum blóma. Grannur herramaður stóð þarna, klæddur eftir nýjustu tízku og sló geðvonskulega með staf sínum í blárauð blóm pílviðarins. Oddarnir á flibbanum hans voru svo rosalegir að honum var næstum ómögulegt að snúa höfðinu og frakkinn hans féll svo þétt að honum að allt benti til þess að þurft hefði þrjá sterka menn til þess að koma honum utan um hann. Mjóir leggirnir kT 4 VTMV *»vn* V M4VVT NANCI HELGASON Og þá er að slétta þvottinn SKARPAR FELLINGAR Ef þk) satlifl afl strauja skarpar fellingar i flfk, efla ef þið œtlifl afl nó skörpum hrukkum úr flfk, þá skulufl þifl nota klút, sem vættur er i vatni og ediki, blönduðu til helminga. BUXNAPRESSUN Prassifl efsta hluta buxnanna ó röngunni, þafl gafur betri svip ó haldifl og i kringum vasana. Snúifl sfflan buxunum vifl og pressið skólmamar ó réttunni. SlPRESSAÐUR FATNAÐUR (permanont press) Sfpressaður fatnaflur getur þarfnast hressingar. Úflið yfir hann blöndu af vatni og ediki til holminga, óflur en þifl pressið hann, og „andlitslyftingin" endist marga þvotta. Notifl einnig slfka blöndu, þegar þifl þurfifl afl pressa burtu fellinga- rönd eftir gamlan fald. FESTIÐ MEÐ PRJÓNUM Ýmis stykki getur verifl erfitt afl strauja, vagna þess afl þau vilja renna efla ýtast til ó strau- brettinu, og þafl getur borgafl sig afl festa þau mefl prjónum til afl hindra þafl. Þetta gildir til dæmis um stykki mefl mörgum felling- um og földum, svo og stór stykki, eins og boðdúka og fleira. sem em svo þung, afl þau vilja dragast til ó borðinu. GLÆRT LÍMBAND Glært limband næst af veggfóðri mefl þvf afl bregfla ó þafl volgu straujómi. AÐ HREINSA JÁRNID Straujóm úr ryflfriu stóli mó hreinsa ó eftirfarandi hótt: Hitið þafl upp f lægsta hita. Takifl þafl úr sambandi og úflið þafl mefl hreinsunarefni, sem notafl er ó hofta bökunarofna. Bfflifl f fimm mfnútur, þurrkifl jómið sfðan vel og vandlega mefl rökum svampi. HOLUR Í BRETTINU Gerflu vifl göt f straubrettinu mefl bótum, sem straujaðar em ó efnifl. DEILID „ÞJÁNINGUNNI" Ef þór finnst óskaplega leiflinlegt afl strauja, þó er hór skemmtilegt ráfl gegn leiflindunum: Deildu þeim mefl góflri vinkonu. Komifl ykkur saman um einhvem ókveðinn tima einu sinni f viku (efla sjaldnar) og strauið saman til skiptis heima hjó hvor annarri. Til tilbreytingar getifl þifl straujafl hvor annarrar föt efla dembt þeim öllum f eina körfu og straujafl eftir hendinni. 48 Vlkan 7. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.