Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 21
— Gekk ferðin að óskum? sagði hún
og reyndi að vera eðlileg .. .
— Já, stórvel. Og líklega hefi ég
slegið eigið met á leiðinni frá París og
hingað ... Ég ók viðstöðulaust eins og
ég var búinn að lofa þér.
— Þú hefðir ekki þurft að aka svona
hratt, sagði hún og hló óvænt stuttum,
hvellum hlátri. Hún var á mörkunum að
fá móðursýkiskast.
— Af hverju hlærðu? spurði hann
tortrygginn.
— Ó, ekki að neinu sérstöku. Þú
sagðir bara . ..
NN sagði ekkert og horfði rann-
sakandi á hana, þar til hún leit undan.
Hann tók upp vindla og kveikti i. Klara
vissi ekki hvernig hún átti að koma í veg
fyrir að hann sæi bréfið. Hún hugsaði til
þess með skelfingu, ef hann tæki það
upp. Svo datt henni ráð í hug, lyfti ferða-
töskunni hans upp og setti á borðið yfir
bréfið.
— Hvað ætlarðu að gera?
— Taka upp úr töskunni þinni.
— Það er óþarfi strax, við höfum
nægan tima.
— Já, enégerengastundaðþví.
— Komdu og sestu hjá mér frekar,
sagði hann og rétti út höndina til
hennar. — Hefur þú engan áhuga á að
heyra hvernig gekk með samningana?
Klara settist við hlið hans og reyndi
að láta sem ekkert væri.
— Auðvitað er ég áhugasöm, sagði
hún. — Hvernig gekk? Undirritaðirðu
samninginn?
— Já.já. Allterklappaðogklárt. Við
gerðum mjög hagstæðan samning og
munum þéna mikið á honum. En af
hverju ertu svona annars hugar, mér
finnst þú ekki vera að hlusta á mig?
Klara hrökk við og sagði afsakandi:
— Fyrirgefðu, André, ég er eitthvað
utan við mig. Það hefir verið svo
óhugnanlegt hérna þessa daga meðan þú
varst i burtu, og kötturinn ... Of seint
datt henni i hug, að kannski ætti hún
ekki að segja frá kettinum.
— Hvaða köttur?
Og nú losnaði ærlega um málbeinið,
orðin hrutu hvert um annað.
— Kötturinn sem hangir dauður
frammi á baði, og mjólkurskálin og
ermahnappurinn, barsmíðamar á hurð-
ina og ... Ég hélt að húsið væri í trölla-
höndum. Nei, nei, André, ekki horfa
svona á mig, þetta er heilagur sannleik-
ur, allt saman... Þú getur sjálfur
séð...
HaNN lyfti hendinni og sló hana fast
í andlitið. Klara þagnaði og starði ang-
istarfull á hann. Svo brast hún í grát.
— Já, mér þykir það leitt, en ég
neyddist til að slá þig, þú hegðar þér eins
og vitfirrt, sagði André hörkulega. —
Þú kennir vonandi ekki mikið til?
— Þú hefur aldrei slegið mig áður?
— Nei, veit ég vel, en læknirinn sagði
að það væri ekki gott fyrir þig að verða
æst, þú átt að reyna að vera í góðu jafn-
A HENGI-
FLUGSINS
BRÚN
vægi. Hann lagði handlegginn um axlir
hennar. — Nú er ég hjá þér og ekkert illt
getur hent þig. Reyndu nú að taka það
rólega og segja mér allt saman. Hvað var
svona hryllilegt?
Klara dró andann djúpt. — Kötturinn
hangir i leiðslunni frá loftljósinu á
baðinu. Hann er dauður, André. Það er
það sem ég er að reyna að segja þér.
— Dauður köttur á baðinu, já það er
einmitt! Ég skal trúa þér, við lítum á
hann seinna. En var það eitthvað annað
en kötturinn, sem skelfdi þig?
Klara reyndi að vera róleg. Hún varð
að segja André frá öllu sem skeði. Siðan
ætlaði hún að biðja hann að aka með sig
til þorpsins. Hún vildi ekki dvelja stund-
inni lengur í þessu húsi og aldrei koma
hingað aftur.
— Allt hér virðist ógnandi, hóf hún
máls hikandi röddu.
— Allt? Hvað meinarðu með, allt?
Góða reyndu að tjá þig svolítið skiljan-
legar.
— Já, ég veit að þú átt erfitt með að
skilja mig, sagði Klara, — en nú skal ég
segja frá í þeirri röð, sem það skeði.
Fyrst var það mjólkurskálin.
— Mjólkurskálin? Hvaða mjólkur-
skál?
— Það byrjaði þannig, að ég lagði
mig og sofnaði. Svo vaknaði ég við það,
að barið var dyra. Ég varð hrædd,
kveikti Ijósið og fór til dyra. En þar var
enginn. Ég svipaðist um úti. Þegar ég
kom inn aftur lá svartur köttur ofan á
rúminu.
— Stóð hurðin ekki opin meðan þú
skimaðir í kringum þig utan dyra?
— Það man ég ekki. Kannski var op-
ið.
— Þá er ekkert skrítið við þetta.
Kötturinn hefur smogið inn í hlýjuna.
Ekkert yfirnáttúrulegt, eða hvað? Það
eru alls staðar flækingskettir.
— Já, en það er nokkuð langt héðan
niður í þorpið. Hvaðan kom þessi
köttur?
Andréypptiöxlum.
— Kettir eru á flækingi langt frá
heimilum sinum. Láttu ekki ímyndunar-
aflið hlaupa með þig í gönur. Þú verður
að ná góðri heilsu aftur.
— Þá hefðir þú ekki átt að skilja mig
hér eina eftir, ef þú vilt að ég verði frisk
á ný.
— Góða besta, hvað hefur það með
þetta að gera? Ég taldi þig satt að segja
það fríska, að þér væri óhætt einni í tvo
daga...
— Ég er ekki vitfirrt, André.
— Við skulum vona ekki, sagði hann
þreytulega. — En viltu ekki halda frá-
sögninni áfram. Kötturinn var á rúminu
þínu, sagðirðu.
— Já, og svo stökk hann ofan af rúm-
inu og fór rakleitt fram i eldhús. Og
hvað heldurðu að ég hafi fundið í eld-
húsinu? Skál á gólfinu, reglulega ljóta
skál, sem ég hafði ekki áður séð. Og hún
var full af mjólk. Og það var raunveru-
leg mjólk. Kötturinn lapti hana.
— Nú, sem sannar að kötturinn var
ósköp venjulegur, ekki satt? Hvað er
eiginlega merkilegt við þetta?
Klara stóð á fætur og gekk fram og
aftur um gólfið.
— Reyndu að skilja mig, sagði hún
æst. — Ég setti ekki mjólkina í skálina.
André starði á hana skilningsvana á
svip.
— Nú, ekki það, sagði hann loks. —
Hver hefði þá átt að gera það?
— Það er einmitt spurningin. Ég get
skilið að kötturinn komst inn, en hver
setti mjólkurskálina á gólfið?
DRÉ andvarpaði.
— Við skulum byrja á byrjuninni,
sagði hann. — Þú heyrðir að barið var
að dyrum. Það gat verið hvað sem er,
bíll sem fór um með hávaðadrunum, eða
flugvélagnýr. Þú vaknaðir við hljóðið,
raukst upp úr rúminu og opnaðir
dyrnar. Þú þýtur út í myrkrið, bara til að
sannfærast um að þarna sé enginn.
Þegar þú kemur aftur inn er svartur
köttur í rúminu þínu og þú ímyndar þér
strax, að þetta sé einhvers konar óvætt-
ur...
— Það sagði ég ekki...
Hann strauk þreytulega yfir augun og
hélt áfram:
Morgcm
m Kane
Lög f rumskógarins
7. tbl. Vlkan tl