Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 37
aldagömul alþýðulist
7. tbl. Vlkan 37
rósum, og margs konar vara,
annaðhvort útskorin eða máluð,
var notuð bæði til gagns og
skrauts. Rósamálun á sléttan
flöt varð i mörgum löndum
heimalist hins óbreytta
alþýðumanns. Ríkir borgarbúar
og landeigendur til sveita fengu
listamenn til að skreyta á
heimilum sínum með
rósamynstri og útskurði. í
Noregi þróaðist síðan rósamálun
sem sérstakt listform. Þar má sjá
á mynsturgerðinni hvaðan
hluturinn er, þvi hvert hérað
hefur sitt mynstur, svo sem
Þelamörk, Hallingdal og
Rogaland. Svíar létu ekki sinn
hlut eftir liggja á þessu sviði og
flestir kannast við mynstruðu
tréhestana, sem í huga margra
eru tákn sænsku Dalanna.
Á íslandi varð rósamálun á
sléttan flöt aldrei jafnvinsæl og
útbreidd og i nágrannalöndun-
um. Virðast þar ýmsar orsakir,
svo sem fátækt landsmanna og
sú húsagerð, sem hér var
algengust á þeim árum. Fæstir
íslendingar áttu yfirleitt nokkur
húsgögn. Málaður útskurður
nær þó talsverðri útbreiðslu en
var þó aðallega gerður fyrir
nema síðar var sums staðar of-
inn teppisbútur á veggnum,
gerður af húsmóður þeirra tíma.
Seint á sextándu öld tóku
menn síðan að færa eldstæðið í
horn herbergisins, gera þar arin-
stæði og reykháf. Gluggar voru
gerðir úr gleri eða olíubornu
skinni og veggirnir hreinþvegnir.
Þessi breyting varð grundvöllur
þess að menn tóku að skreyta
hús sin. Veggirnir voru málaðir