Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 19
2. HLUTI sat allt í einu viö hlið hennar, þar sem hún !á í sandinum og sólaði sig. — Nei, ekki hreyfa þig, sagði hann þýðum rómi. — Veistu að þú ert eins og ekta Galléare? — Égskilekki, sagðiKlaraogbrosti. — GaHéare. endurók hann. — Hef- urðu ekki heyrt um Francois Galléare listmálara? — Nei, því miður, svaraði hún — Ætti ég að hafa það? Hann hló. — Nei, ég skal ekki taka það nærri mér, sagði hann. — Ég er Francois Galléare. Hann lét sandinn renna milli greip- anna og horfði á hana. — Þú hefur svo fallega húð, sagði hann. — Aðeins ein kona af þúsund endurkastar Ijósinu á sama hátt og þú. Klara fann að hún roðnaði. — Ég vissi ekki að húð mín væri neitt óvenjuleg, sagði hún. — Og andlitið, sagði hann. — Það er svo sjaldgæft nú til dags, að sjá andlit i fullkominni hvíld. Flest allt fólk er á stöðugri leit eftir einhverju, sem það veit ekki einu sinni hvað er — og það sést i andlitsdráttum þess. En þú ert í full- komnu jafnvægi. — Ég hefi aldrei keppt að neinu, sagði Klara hreinskilnislega. — Ég hefi verið hlutlaus, látið leiða mig. Hann þagði, en horfði áfram rannsak- andiáhana. — Ég heiti Klara, sagði hún ogsettist upp. — Ég er hér ein mins liðs, maður- inn minn hafði ekki tök á að taka sér frí. Ert þú hér til að mála? — Já. Vinir mínir voru svo góðir, að lána mér bústaðinn sinn. Hann stóð upp ákafur, tók i hönd hennar og dró hana upp. — Komdu, sagði hann, — húsið er hérskammtfrá. Þau gengu hlið við hlið eftir strönd- inni, að litlu húsi sem stóð i hvarfi við langan steinvegg. Síðar uppgötvaði Klara, að þau höfðu gengið hönd í hönd alla leið og að það hafði virst fullkom- lega eðlilegt. Hún var hjá honum allan mánuðinn, þau voru saman hverja stund sólar- hringsins. Klara gætti þess að vitja um póst á hótelinu og grennslast eftir hvort beðið væri um hana í síma. André skrifaði og sagðist því miður ekki koma, annríki væri mikið og hún yrði að sjá um sig sjálf. Klara sat iðulega fyrir hjá Francois og þau kynntust vel. Með Francois var hún hamingjusöm, glöð og áhyggjulaus. Hún hafði ekki þekkt þessar tilfinningar, sem vöknuðu nú með henni. 1 rauninni þekkti hún André ekki, það fann hún nú. Hún vissi lítið um hann og spurði ekki margs. Hún hafði tekið hann eins og hann var. Sætt sig við duttlungafullt skap hans. Þunglyndi og bráðlyndi var nokkuð sem hún hafði tekið sem sjálf- sagðan hlut. Hún kynntist nýjum við- horfum hjá Francois, uppgötvaði nýjan heim, sem hún hafði ekkert vitað um áður. Francois vildi að hún færi frá André. Hann sagði að þau tvö þörfnuðust hvors annars. André hafði aldrei þarfnast hennar. Hann hafði bara viljað eiga hana, það var munur á þvi. Klara hafði komist að niðurstöðu, þegar fríinu lauk og þau urðu að hverfa frá hamingjusamri tilverunni í litla hús- inu. Hún ætlaði að fara fram á skilnað. En ÞEGAR hún kom heim var André þreyttur og skapillur, hann hafði þrælað allt sumarið og var taugaspenntur og uppstökkur. Klara ákvað að fresta um- ræðum þar til síðar, þegar betur stæði á. Hún hitti Francois annað veifið og naut hamingjustunda með honum. Það voru einu stundirnar, sem voru henni einhvers virði. Allt annað var einskis vert. Hún lifði fyrir Francois. Svo leið haustið og hún fann ekki að André grunaði neitt. 1 hvert sinn, sem hún reyndi að leiða talið að skilnaði, tókst honum að leiða talið að öðru. Dag nokkurn töluðu þau um ótrygg- lyndi og André sagði: — Ef þú héldir fram hjá mér t.d., myndi ég drepa bæði þig og elskhugann. Svo einfalt er það! Hann brosti þegar hann sagði þetta, en Klara vissi að hann var ekki að gera grín. Henni varð skyndilega ljóst, að hann var reiðubúinn, að fremja morð, ef hann taldi sig hafa ástæðu til þess. Vissan um þetta var reiðarslag. Hvernig átti hún nú að segja André frá Francois? Hún þorði ekki að hætta á neitt, hún gat ekki teflt lifi hans í voða. Henni var ljóst, að hún varð að slíta sambandi sinu við Francois, um annað varekkiað velja. Þetta tók aðeins eina mínútu, að skilja hættuna og taka ákvörðun um að segja skilið við Francois. Á sextiu sekúndum tók hún örlagaríkustu og erfiðustu ákvörðun lífs sins. En hvernig átti hún að bera sig að? Hún vissi að hann myndi ekki taka góða og gilda hina raunverulegu ástæðu. Hann þekkti ekki André, hann myndi ekki trúa á hótanir hans. Hann myndi vilja berjast fyrir framtið þeirra saman. HúN valdi öruggustu, en erfiðustu leiðina. Hún skrifaði Francois og sagði honum, að hún elskaði hann ekki lengur, henni hefðu orðið á mistök. Þetta hefði aðeins verið sumarást, hún kysi að vera áfram hjá manninum sín- um. Og Francois trúði henni og hvarf úr lífi hennar. Og líf hennar varð tilbreyt- ingarlaust á ný, tilgangslaust og grátt. Klara varð þunglynd og óskaði þess heit- ast aðfáaðdeyja. Það var liðið eitt ár, hún var útskrifuð frá sjúkrahúsinu og átti að sögn að vera frísk. Nógu frísk til að hefja á ný til- breytingarlausa tilveruna, sem hún varð að eyða án Francois. En nú ætlaði hún ekki að sætta sig lengur við þessi hroðalegu örlög. Þessir dagar í húsinu á hengifluginu höfðu breytt henni. Hún ætlaði ekki að dvelja stundinni lengur í húsinu, hún ætlaði að fara og finna Francois og eyða ævinni með honum. Þessi ákvörðun fyllti hana takmarka- lausri gleði. Hún ætlaði að snúa aftur til lífsins, njóta þess með þeim sem hún unni. Hún ætlaði að flýja, án þess að út- skýra nokkuð. Hún myndi bara skrifa nokkur orð á blað og skilja eftir. Hún ætlaði að ganga til þorpsins og þaðan ætlaði hún að komast á næstu járn- brautarstöð. Þegar hún hafði loks tekið þessa ákvörðun, greip hana hræðsla um að André yrði kominn áður en henni tækist að hverfa. Hún hafði hraðan á og bjó ofan í töskuna. Hún fann blaðsnepil og skrifaði: „Ég verð að fara, og ég kem ekki aftur. Ég vona að þú fyrirgefir mér — en ég getekki annað.” Hún skrifaði nafnið sitt undir og lagði bréfið á mitt borðið. Svo gekk hún að skápnum og tók út kápuna. tr I SÖMU andrá opnaðist hurðin og André stóð í dyrunum. — Halló, sagði hann og brosti breitt. — Ertu á leiðinni út? Klara opnaði munninn og ætlaði að svara, en kom ekki upp nokkru hljóði. — Hvað er nú? sagði hann. — Þú virðist ekkert sérlega ánægð að sjá mig? — Ég ... stamaði Klara. — Ég hélt ekki... ég var hrædd ... — Ekki ætlaði ég að hræða þig, sagði hann og gekk inn, setti frá sér töskuna ogfórúrfrakkanum. — Fæ ég ekki koss, þegar ég kem loksins heim? — Jú, sagði Klara treglega og gekk til hans. Meðan hann faðmaði hana að sér og kyssti, kom hún auga á töskuna sína, sem stóð upp við rúmið. Já, kveðjubréfið lá á borðinu, hún mátti ekki láta hann ná því. 7. tbj. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.