Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 63

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 63
Vikan og tísku- teiknun Kæri Póstur! Viltu segja mér hvert ég á að snúa mér. Mig langar til að lcera tískuteikningu. Ég hef ekki heyrt um svoleiðis skóla. Mig langar líka að vita ýmis- legt um innanhússarkitektúr. Hvort það er kennt hér og þá hvar. Mér finnst Vikan góð stundum. Poppþátturinn, Blái fvglinn og framhaldssögurnar eru best ogsvo auðvitað Pósturinn. Það mcetti vera meira af því nýjasta í tískunni og mérfundustflottar myndirnarí Bláa fuglinum um daginn. Vertu bless, Póstur minn. Tískuteiknarinn. Tískuteiknun sem slík er ekki kennd hér á landi, en þú getur tekið fyrstu tvö árin í Mynd- lista- og handíðaskólanum og síðan farið utan til náms. Sömu sögu er að segja um innanhúss- arkitektúr, það er einungis kennt erlendis, en forskólinn í Myndlista og handíðaskólanum ætti að vera þér gott veganesti. Þakka umsögn um efni Vik- unnar, það er alltaf jákvætt að fá að vita skoðanir lesenda á því. Höfuðverkur Kæri Póstur! Hvað er hægt að gera við stöðugum höfuðverk? Ég er þrettán ára strákur og hef haft höfuðverk í tvo mánuði og er alveg að verða vitlaus. Er ekki til eitthvert meðal við því annað en magnyl. Ég held að magnylið sé hætt að hafa áhrif á mig. Svaraðu sem fyrst. pa//j Farðu strax til læknis, því Pósturinn læknar lítið með svarinu einu saman. Þetta getur verið af ýmsum orsökum svo sem blóðleysí, streitu og mörgu öðru sem Pósturinn kann ekki einu sinni að nefna. Hættu þessu magnyláti undir eins því það gerir þér ekkert gagn, ógagn ef eitthvað er. Heimilisfang Kœri Póstur! Viltu gjöra svo vel að birta heimilisfangið hennar Rutar Reginalds og símanúmerið. Aðdáandi Nei, kæri aðdáandi, það gerir Pósturinn örugglega ekki. Reyndu bara að ímynda þér hvernig það er að vera þessi stúlka sem á allan þennan ijölda af aðdáendum. Það eiga allir rétt á að hafa einkalif sitt í friði og sá réttur er ekkert þýðingarminni hjá poppstjörnum. Hin sérkennilega Tóta tannlausa Kæri Póstur! Hvað á ég að gera? Þannig er mál með vexti að ég er a/veg ferlega skotin í einum æðislega sætum strák og skemmtilegum og mig langar til þess að biðja þig að leysa eitt ástarvandamál, svona þér til tilbreytingar, hm! En það versta við allt saman er að hann vill ekki sjá mig og það eina sem hægt er að finna að mér er að ég er bara: Rangeygð, sköllótt, hjólbeinótt, hundleiðinleg, forljót, tannlaus. bólugrafin og með kryppu. Og ég bara spyr: Hvað er að því?! Ha! Hvað á ég að gera? Með fyrirfram þökk. Tóta tannlausa. Þetta er alveg rétt hjá þér með ástarvandamálin, Pósturinn hefur bara gaman af einu, svona til tilbreytingar! Þitt virðist svona við fyrstu sýn nokkuð snúið, en það þarf nú alls ekki að vera með öllu vonlaust. Þú gætir fengið þér fínar postulínstennur hjá tannlækninum, látið augnlækni skera upp á þér augun, farið með fæturna á þér til beinasérfræðings, látið snyrti- stofu um bólurnar, dregið inn kryppuna og sagt brandara allan sólarhringinn. Takir þú þennan kost er bara að vita hvort elskhuginn æskilegi verður enn sá eini rétti í þínum augum eftir allt bramboltið. íhugaðu málið vel og rækilega, því þinn heitt- elskaði gæti til dæmis verið með ólæknandi áhuga á öllu sérkennilegu í tilverunni og þá hefur þú óneitanlega talsvert forskot á flest annað kvenfólk. Sporrekjandinn William Jon Watkins skráði eftir frásögn Tom Brown ÞVERMÖÐSKU- FULLI BJÖRNINN FEBRUAR o ÁRÁSIN Á FORSETA- HÖLLINA Tiltölulega nýr vímugjafi, PCP, er ódýr og auðfenginn — og um leið einhver allra hættulegasti vímugjafinn, sem fram hefur komið. , ,ENGLARYK’ ’ - ÓÚTREIKNANLEGI MORÐINGI BÓK Í BLAÐFORMI 7- tbl. Vikan 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.