Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 15
foreldrarnir — móðirin og barnið verða áfram alltof háð hvort öðru, líka eftir að barnið stækkar. Að skynja sjálfan sig öðruvísi í flestum bókum sem fjalla um félags- sálfræði má lesa, að minnihlutahópar tileinki sér skoðanir meirihlutans um sig. Það merkir t.d. að þeir sem eru afbrigðilegir skynja sjálfa sig og tala um sjálfa sig samkvæmt þeim skoðunum sem meirihlutahópurinn, „hinir eðlilegu” hafa um þá. Það er þessvegna ekki svo undarlegt að t.d. þroskaheft börn skynji sig öðruvísi, mjög afbrigðileg o.s.frv. Það er einnig vandamál fyrir þetta fólk hvemig það á að vekja athygli umheimsins á því, að það þarf ekki að fá neina sérstaka meðhöndlun, enda þótt það sé frábrugðið að ýmsu leyti. Ef þroskaheftir eiga að fá einhverja veru- lega bót á þeim vandamálum sem þeim sjálfum finnst sér erfið, er ekki nægjanlegt að vinna með fötlun þeirra. Það þarf lika að vinna að afstöðubreytingum hjá þeim sem kalla sig eðilega. Dœmi um börn sem skynja sjálf sig á neikvæðan hátt Eftirfarandi dæmi eru tengd bókinni „Svona eru hinir” eftir Jacques Blum og Marianne Melchior. Þau endurspegla hvemig þroskaheftir tileinka sér neikvæða afstöðu umhverfisins gagnvart þeim. „Ég er fæddur gallaður" Þannig svaraði lítill 10 ára flogaveikur drengur þegar hann var spurður að því af hverju hann væri fatlaður. Margir gætu álitið að drengurinn hefði meint, að hann hefði fæðingargalla. En vísindamennir'nir tveir þóttust hafa komist að því að drengn- um hafi sjálfum fundist að hann væri fæddur gallaður og væri þessvegna „vitlaus”. Hann skynjar sig með öðrum orðum ekki sem „réttan” heldur sem undar- legan. Þessi afstaða kom reyndar líka fram seinna i athuguninni þegar drengurinn segir að allir séu „réttir” sem hafa vald á útlimunum en hinir séu „vitlausir”. „Það er enginn munur" í viðræðum við blindan 13 ára dreng segir hann að það sé enginn munur á þeim sem sjái og þeim sem séu blindir. Ennfremur að það megi ekki gera meira úr fötlun sinni en efni standa til og það eigi að gera eins lítið úr henni eins og mögulegt er. Það kom greinilega í ljós að drengurinn reyndi á örvæntingarfullan hátt að komast hjá því að fá sérstaka meðhöndlun með þvi að reyna að vera eins og aðrir. Blum og Melchior benda á, að slík upplifun geti verið mjög erfið fyrir börn, þar sem þau geta ekki leyft sér að viðurkenna það á eðlilegan hátt, að það séu til hlutir sem þau geta ekki. Óréttlát stimplun umheimsins á drengnum sem öðruvísi veldur því að hann reynir að breyta því hvernig hann skynjar sjálfan sig með því að neita því að það sé munur á honum og öðrum. „Það er mér að kenna" Börn með hegðunarvandkvæði eru yfirleitt ekki öðruvísi en önnur börn, nema að þvi leyti að mörg þeirra eru flokkuð sem afbrigðileg, af því að þau eru órólegri, árásargjarnari eða rólegri eða innhverfari en önnur börn. Einn drengur sem talað var við í rannsókninni var ekki í nokkrum vafa um hver ætti sök á vandræðum hans. Það var hann sjálfur. Hann hefur lært það af viðbrögðum umheimsins, að hegðun hans er ekki viðurkennd. Það breytir engu að honum finnist það óréttlátt, því hegning- arnar sem hann fær frá umhverfinu styrkja hann sifellt í þeirri trú að hann sé sá seki. Þrátt fyrir óréttlætið sem honum er sýnt, þá verður hann að læra að óréttlætis- tilfinning hans sé „röng” og það sé hann sem sé öðruvísi, hann sem eigi sökina en ekki ómannúðlegt árásargjarnt umhverfi. Fólk þarf að breyta um afstöðu Niðurstaða bókar Jacques Blum og Marianne Melchior er að fötluð börn tileinki sér stimplanir umheimsins og geri þær að sínum eigin. Það valdi því að miklu leyti að þau skynji sig afbrigðileg, öðruvísi. Þau benda á að þetta þurfi í sjálfu sér ekki að vera vandamál, þar sem allir séu meira og minna öðruvísi og þar með afbrigðilegir. En að vandamálið liggi miklu fremur í því, að meirihluti samfélagsins neyði fatlaða til að skynja sig öðruvísi, til þess að uppfylla þær kröfur sem samfélagið hefur um hvernig „normalt” fólk eigi að vera. Það á að hafa ákveðið útlit, hegða sér á ákveðinn hátt, hugsa á ákveðinn hátt. Heildarniðurstaða bókarinnar er sú, að mikið af vandamálum fatlaðra myndu minnka ef afstaða samfélagsins til meðbræðranna breyttist og yrði sveigjan- legri og leyfði frávik frá því almenna. 7. tbl. Vlkan X5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.