Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 31

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 31
Duncan Faure, nýr söngvari Bay City RoUers — Það gekk svo sannarlega mikið á síðustu sex mánuðina, sem Lesley starfaði með okkur, segir Eric Faulkner, einn af meðlimum hljómsveitarinnar BAY CITY ROLLERS. - Við vorum alveg ráðvilltir, vissum aldrei hvort hann ætlaði að hætta eða halda áfram. Og svo þessi eilífa sérviska hans og sér- kröfur. Hann vildi fá sinn eigin búnings- klefa, sína eigin lúxuskerru ... Og þetta áttum við allt að kosta af sameiginlegu fé okkar. Svo við erum fegnari en orð fá lýst, að hafa nú loksins fengið nýjan söngvara. Hinn nýi söngvari BAY CITY ROLLERS heitir Duncan Faure og kemur frá Jóhannesarborg í Suður- Afríku. — Það er ævintýri líkast, að ég skuli hafa hreppt hnossið, sem söngvari með BAY CH Y ROLLERS, segir hann. — Ég var í Los Angeles, þegar ég las í blöðunum um vandræði þeirra með söngvarann sinn. Ég hugsaði með mér, að það þýddi ekki annað en að ríða á vaðið og sendi þeim myndir af mér ásamt tónböndum. Svo beið ég bara eftir svari... Og sú bið borgaði sig svo sannarlega: — Skyndilega fékk ég bréf frá umboðsmanni þeirra, þar sem hann bað mig að koma til Dublin. Og eftir nokk- urra daga æfingar var ég ráðinn ... En ætli þessi ungi söngvari geri sér grein fyrir, hversu erfitt það getur orðið að taka við af Lesley? — Eftir nokkra mánuði verður fólk hætt að bera mig saman við fyrir- rennara minn, segir hann. — Ég held, að hæfileikar mínir sem söngvari og gítarleikari standi alveg fyrir sínu. Eric Faulkner og Derek Longmuir eru honum meira en sammála. — Hann er einmitt sá, sem við vorum að leita að, segja þeir. — Hann er jafnvígur sem gítarleikari og söngvari, og hvað útlit snertir verður ekki á betra kosið. Hvers meira getum við krafist? — Ég lærði 7 ára gamall að spila á gítar, segir Duncan. — Seinna lærði ég líka á píanó og stofnaði 12 ára mina eigin hljómsveit, The Orange Cash Boat. — Og við lékum inn á tveggja laga plötu. Duncan man ekki lengur, hvaða lög það voru, en platan seldist nákvæmlega í fjórum eintökum, ein á hvern meðlim hljómsveitarinnar. Tveimur árum seinna tók að birta til, og hljómsveitin lék í sex vikur í Margate Club, sem er við lítinn baðstað 500 milum utan við Jóhannesarborg. 17 ára gamall gaf hann út sína fyrstu sólóplötu og lauk námi sem gitarkennari. Og stofnaði nýja hljóm- sveit. — Við kölluðum hana Rabitt, segir hann. — Og við lékum inn á þrjár LP plötur, sem seldust ágætlega. 1978 ákvað hann að flytja frá Jóhannesarborg til Los Angeles, þar sem hann áleit, að betri tækifæri gæfust til frama. Og draumar hans rættust fyrr en varði, jafnvel betur en hann hafði nokkurn tíma þorað að vona. Hljómsveitin er betri en nokkru sinni áður, segja þeir félagar, Eric, Derek og Duncan. — Og það fá aðdáendur okkar sannað á fyrstu hljómleikaferðinni okkar saman, en hún verður í mars. Þá förum við til Þýskalands. Því verður ekki neitað, að þess verður beðið með eftirvæntingu að heyra til þessa nýja söngvara. Og hér fá svo aðdáendur Bay City Rollers hið lang- þráða plakat, sem mikið hefur verið beðið um. Nokkur æviatriði: Duncan Faure. Fœddur: 16. desember 1955 í Jóhannesarborg, Suður-Afriku. Hæð: 176sm. Háralitur: Skolhærður. Augnalitur: Hnetubrúnn. Þyngd: 65 kíló. Fyrri atvinna: Gítarkennari. Hljóðfæri: Gítar, píanó — og söngur. Fyrsta tveggja laga platan: 1968 með hljómsveitinni Orange Cash Boat. Fyrsta LPplatan: 1973 með Rabitt. Áhugamál: Framleiða tónlist, hlusta á tónlist.. Skrifar líka ljóð. Vinkona: Engin sérstök. Heimili: Los Angeles. 7. tbl. Vlkan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.