Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 40
Og svona
getur þú orðið
enn fallegri
Nokkur orð, til þín, mín kæra unga stúlka, sem ert á leið inn i eitt
skemmtilegasta tímabil ævi þinnar, þ.e.a.s. ef þú vilt sjálf, að það
verði skemmtilegt. Flest getum við nokkuð sjálf ráðið um það,
hvernig ævi okkar verður, þó ekki ráðum við við alla hluti.
Auðvelt er að eyðileggja þetta aldurstímabil með slæmum
lifnaðarháttum, svo sem drykkjuskap og alls kyns ólifnaði, sem
alls staðar blasir við unglingnum i nútimaþjóðfélagi. Kannski
finnst þér þú vera alveg fullorðin og þurfir ekki að fara eftir
ráðum pabba og mömmu, sem þér finnst kannski oft vera of
ströng, en mundu það, að enginn vill þér eins vel og einmitt þau,
því þeim þykir allra manna vænst um þig. Hlýddu því á þeirra
ráð til þín, það verður þér ávallt til góðs.
Oft er talað um, að stelpan hangi bara alltaf fyrir framan
spegilinn á þessum árum og jafnvel oft gert grín að henni fyrir.
Mér finnst það ekkert grín, heldur góð viðleitni, Það sýnir, að
stúlkan hefur áhuga á að líta vel út og sýnir sjálfri sér virðingu
með því að hugsa um útlit sitt, og ætti því enginn að gera grín að
henni fyrir það spor í rétta átt.
Hér eru nokkur létt ráð til að halda útlitinu í lagi, þó auðvitað sé
mér ljóst, að margar ykkar vita þetta allt saman nú þegar.
Á næstunni mun Blái fuglinn eiga viðtal við snyrtifræðing, þar
sem fjallað verður sérstaklega um hirðingu húðarinnar á
unglingsárunum og kynntar þær snyrtivörur, sem henta vel
viðkvæmri húð, svo fylgstu með!
kólna hægt og hægt. Notaðu milda
sápu, helst barnasápu, og það er alls ekki
nauðsynlegt aö sápuþvo allan likamann
daglega, því sápan þurrkar húðina um
of, sé hún notuð mikið. Þurrkaðu
líkamann vel og hressilega. Áður en þú
klæðir þig — mundu eftir, þ.e.a.s. ef þú
þarft, svitalyktareyðinum. Fátt er eins
óaðlaðandi og ungar stúlkur, sem anga
af svitalykt, og þvi miður er það mjög
algengt. Oft er það vegna þess, að
stúlkurnar eru hirðulausar um líkama
sinn, en það þarf þó ekki alltaf að vera
svo. Stafi svitalyktin ekki af hirðuleysi,
skaltu drífa þig til læknis og fá hjá
honum góð ráð. Einnig eru snyrti-
fræðingar fúsir til ráða í þessum efnum.
4« Vlk«« 7. tbl.