Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 51
GLA UMGOSINN „H-hættu að t-tala um þjófa!” sagði Beverly og stappaði í jörðina. „Það er ljótt orð, er það ekki?” sagði sir Richard. Beverly gnísti tönnum, en sagði hárri röddu: „Allt í lagi, ég tók menið. Ef að þú þ-þarft endilega að vita það. Ég er b- búinn að vera, g-gjaldþrota! En þú þarft ekki að tala við mig í þessum umvöndunartón. Ef að ég sel ekki menið, þá gerir faðir minn það mjög fljótlega.” „Ég efast ekki um það, Beverly, en ég verð að benda þér á mikilvæga staðreynd sem að þú hefur alveg gleymt í rökfærslum þínum. Það er að faðir þinn á menið.” „Ég lít á það sem fjölskyldueign. Það er v-vitleysa að halda því þegar við erum öll á h-hausnum. Fjandinn, ég var t-til- neyddur að taka það. Þú v-veist ekki hv- hvernig það er að þ-þurfa að velta fyrir sér hv-hverri krónu. Ef að gamli maðurinn héfði skipt þvi á milli okkar. þá h-hefði þ-þurft að gera það. Ég sagði honum fyrir mánuði siðan að ég ætti ekki bót fyrir rassinn á mér, en gamli refurinn vildi ekki láta einn einasta eyri. Ég s-segi það satt að ég finn ekki til minnstu iðrunar. Hann þuldi yfir hausa- mótunum á mér, eins og hann sjálfur væri ekki búinn að vera, en það er hann. Hann hefur fallið á rúllettunni; ég vil heldur deyja með teningana í hend- inni. „Hann hló kæruleysislega, en settist svo niður á mosavaxinn trjábol og huldi andlitið í höndum sér. „Þú gleymir konum, víni og hestum,” sagði sir Richard ósnortinn. „Það hefur líka átt sinn þátt í þessari illu þróun þinni. Fyrir þrem árum síðan varstu líka orðinn gjaldþrota. Ég man ekki hvað það kostaði að koma þér hjá vandræðum, en ég minnist þess að þú hafir lofað því að þú myndir ekki fara út í eins miklareyðslur.” „Jæja, ég ætlast ekki til þess að þú komir mér á réttan kjöl í þetta sinn,” sagði Beverly ólundarlega. „Hver er upphæðin?” spurði sir Richard. „Hvernig ætti ég að v-vita það? Ég er engin árans banka-blók. Tólfþúsund eða þar um bil, býst ég við. Ef að þú hefðir ekki eyðilagt það allt saman, þá he-hefði ég getað borgað alla súpuna.” „Þú blekkir sjálfan þig. Þegar ég hitti vin þinn Yarde, var hann á leið til strandar með demantana í vasanum.” „Hvar eru þeir núna?” „í vasa mínum,” sagði sir Richard rólega. Beverly lyfti höfðinu. „Sj-sjáðu nú til, Richard. Þú ert ekki vondur maður. Hver þarf að vita það að þú hafir haft þá handa á milli? Þetta er ekki þitt mál. Láttu mig fá þá og gleymdu þessu svo. Ég sver að ég skal ekki segja neinum frá.” „Veistu það, Beverly, að mér klígjar við þér? Og hvað það varðar að láta þig fá demantana, þá kom ég hingað einmitt með það í huga.” Beverly rétti út höndina. „Mér er sama hvemig þú hugsar um mig. Láttu mig bara fá menið.” „Auðvitað,” sagði sir Richard og tók leðurpyngjuna úr vasanum. „En þú Beverly, átt að láta móður þina fá það.” Beverly starði á hann. „Ég væri asni ef að ég gerði það. Bjáninn þinn, hvernig gæti éggertþað?” „Þú getur spunnið upp einhverja trúanlega sögu. Ég skal jafnvel hjálpa þér til við það. En þú munt skila meninu.” Beverly hnussaði. „Ei-eins og þú vilt. L-láttumigfáþað.” Sir Richard kastaði pyngjunni til hans. „En Beverly! Kannski ég ætti að gera þér það ljóst, að ef menið verður ekki komið í vörslur lafði Saar þegar ég kem aftur til borgarinnar, þá neyðist ég til þess að koma upp um þig.” „Það gerir þú ekki,” sagði Beverly og stakk pyngjunni innan á sig. „Það v- væri lagleg hegðun af mági.” „En ég er ekki mágur þinn,” sagði sir Richard vinalega. „Oh, þú sk-skalt ekki h-halda að ég viti ekki að þú ætlir að kvænast Melissu. Okkar hneyksli v-verður þi-þitt hneyksli. Ég he-held að þú ættir bara að halda kjafti.” „Mér þykir alltaf leitt að valda von- þekki ég þig rétt. Reynum hana, ha? Undirheimakonungurinn set- ur Monu Lisu á fóninn, og eftir að hafa troðið klút upp í aumingja Alfie, laumast þeir félagarnir út úr herberginu. — Hlustaðu nú vel á, ef þú ætlar að læra textann. Þetta er nefnilega í síðasta skipti, sem þú heyrir þessa plötu, ískrar í Luigi um leið og hann skellir hurðinni. Alfie heyrir þegar þeir snúa lyklinum í skránni. Hann er aleinn. Steini og Stjörnurykið eru byrjaðir að syngja: — Mona Lisa, Mona Lisa, þú en yndiö okkar / Mona Lisa, Mona Lisa, þegar þú brosir og rokkar. Alfie horfir sem lamaður á plötuna snúast. Það er þegar helmingurinn af henni búinn. Hann er nær dauða en lífi af hræðslu. — Mona Lisa, Mona Lisa, þitt fallega bros / getur lœknað allt, ~jafnvel brjósklos / Mona Lisa, Mona Lisa, þittfallega bros... Alfie er að ganga af göflunum. Aðeins eitt vers eftir, og þá er hann fokinn. Fingur hans eru stífir, og augun standa á stilkum. Það fer um hann undarlegur skjálfti, þegar Steini og Stjörnurykið byrja á siðustu línunum: — Mona Lisa, Mona Lisa, þú ert engri lík / Mona Lisa, Mona Lisa, bara í einni flík, /Lisa.. na . .Lisa.. na.. Lisa. na.. Lisa.. .na.. .Lisa... na.. .Lisa.. na.. Lisa... na.. Lisa.. na.. Alfie hefði æpt af ánægju, ef hann bara hefði ekki verið með þennan klút uppí sér. Platan var rispuð. ne* 7. tbl. Vlkan S1 \\v/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.