Vikan


Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 15.02.1979, Blaðsíða 50
voru huldir mjög svo þröngum drapp- lituðum buxum og skrautlegar legghlif- arnar stungu í stúf við umhverfið. Háttvirtur Beverly Brandon var ekki ólikur systur sinni, Melissu, en svipur hans var fölari og munnurinn og hakan virtust bera vott um einhvern veikleika sem ekki var hjá Melissu. Hann heyrði fótatak nálgast og sneri sér við en brá þegar hann sá ekki þrekvaxinn kaftein Trimble, heldur velvaxinn herramann sem hann þekkti strax sem tilvonandi mágsinn. Hann missti stafinn úr höndum sér. Augu hans störðu á sir Richard. „Hv- hvað í fj-fjandanum ert þú aðgera hér?” Sir Richard gekk hratt yfir rjóðrið. „Góðan daginn, Beverly,” sagði hann þægilegri röddu. „Hv-hvað ert þú að g-gera hér?” spurði Beverly og grunsemdirnar flugu í gegnum huga hans. „Bara að njóta veðursins, Beverly, bara að njóta veðursins. Og þú?” „Ég dvelst hjá vini m-mínum. P-pilti sem að ég kynntist í Oxford." „Einmitt.” Einglyrni sir Richards leit yfir runnana til þess að koma auga á gestgjafa hr. Brandons. „Fallegur móts- staður! Maður gæti haldið að þú ætlaðir að hitta einhvern hérna.” „N-nei ekkert slíkt. Ég var b-bara að fá mér ferskt loft.” Einglyrninu var beint að honum. Stingandi augu sir Richards virtu Beverly fyrir sér. Ertu að hæðast að sveitinni, Beverly? Einkennilegt, eins og þú hugsar mikið um útlit þitt, hvað útkoman verður alltaf léleg. En Cedric hugsar ekkert um slika hluti, hann litur alltaf út eins og herramaður.” „Þú ert hræðilega kjaftfor, Richard, e- en þú skalt ekki halda að é-ég ætli að þola það, aðeins v-vegna þess að við höfum þekkst svo lengi." „Og hvernig,” spurði sir Richard, áhugalaus, „ætlar þú að fá mig til þess að halda kjafti?” Beverly leit á hann. Hann vissi það jafnvel og kafteinn Trimble að frábær klæðnaður og fjörlaust yfirbragð sir Richards voru blekkjandi; að hann háði reglulega hnefaleika við Gentleman Jackson og að hann var álitinn einn af beztu þungavigtaráhugamönnum í Englandi. „Hv-hvað ert þú að gera hérna?” spurði hann aulalega. „Ég kom til þess að halda stefnumót vinar þíns, kafteins Trimble, við þig,” sagði sir Richard og tók lirfu af erminni sinni. Hann lét sem hann heyrði ekki blótsyrði hr. Brandons og bætti við: „Kafteinn Trimble — Þú verður annars að segja mér einhverntíma hvemig hann fékk þennan titil — var tilneyddur að fara til Bristol í morgun. Mér virðist hann frekar skjótráður maður.” „Fj-fjandinn eigi þig, Richard, þú átt við að þú hafir sent hann burtu. Hvað veist þú um Trimble og hversvegna?” „Já, það getur verið að eitthvað í orðum minum hafi haft áhrif á hann. Það var maður i mittiskápu úr skinni — Guð minn góður það virðast vera einhver álög á mittiskápum! Þú ert náfölur, Beverly.” Hr. Brandon hafði svo sannarlega skipt litum. Hann hrópaði: „Hættu! Svo Yarde hljóp b-burtu ha? Jæja, hv-hvað kemur þér þ-það við, ha?” „Ósérplægni, Beverly, algjör ósér- plægni. Sjáðu til, vinur þinn Yarde — ekki get ég nú dáðst að vinavali þinu — fannst það best að koma Brandon demöntunum í mína vörslu.” Hr. Brandon var yfir sig undrandi. „Lét hann ÞIG fá þá? Gerði Yarde það? E-en hv-hvernig vissir þú að hann hefði þá? Hv-hvernig gastu vitað það?” „Ég vissi það ekki,” sagði sir Richard og fékk sér i nefið. „Ef ef að þú vissir það ekki, hv- hversvegna þ-þvingaðir þú hann — æ, hv-hvern an-andskotann á þetta allt að þ-þýða?” „Þú misskilur, kæri Beverly. Ég þvingaði hann ekki til neins. Ef satt skal segja, þá var ég ómeðvitað þátttakandi í glæpnum. Ég ætti kannski að láta þig vita það að hr. Yarde var eltur af lögreglumanni.” „Lögreglumanni,” hr. Brandon fölnaði. „Hver sigaði þeim á okkur? Fj- fjandinn hafi það, é-ég”. „Ég hef ekki hugmynd um það. Lik- lega faðir þinn eða kannski Cedric. Á hinu einkennilega en litríka máli hr. Yardes, þá — héma — lét hann mig um flutninginn. Er það ekki rétt með farið hjá mér?” „Hvernig i sk-skollanum ætti ég að vita það?” „Þú verður að fyrirgefa. Þú virðist vera svo kunnugur hinum og þessum þjófum og stigamönnum, að ég bjóst við að þú þekktir eitthvað inn á mál þeirra.” Fitnm mínútur með ^ WILLY BREINHOLST RISPUMORÐIÐ Það er eins gott, að þið haldið ykkur fast, lesendur góðir, því nú kemur frásögn úr Soho, því alræmda glæpamannahverfi í London, þar sem heimsins mestu skúrkar halda til. — Blessaður Alfie, gamli félagi! Hvernig hefurðu það? heyrist sagt á grunsamlega vinalegan hátt utan úr myrkrinu þegar Alfie opnar dyrnar á hótelherbergi sínu og er í þann mund að fara að kveikja ljósið. — Ég hef það ágætt, umlar Alfie, og hann finnur, hvernig svitaperlurnar spretta út á enninu. Hann veit líka upp á hár, hver hann er þessi kaldi, harði hlutur, sem þrýst er upp að mjóhryggnum á honum, og hann veit líka upp á hár, hvernig þessi harði, kaldi hlutur bregst við, reyni hann einhver undan- brögð. Alfie réttir hendurnar ósjálf- rátt upp, og um leið finnur hann nokkrar fimar hendur þreifa sig hátt og lágt í leit að leyndu skotvopni. Svo er ljósið kveikt. Á bak við hann stendur Luigi, en gegnt honum yfirmaður hans og foringi, Robin Baby Face Cameron, sá hinn sami og vekur skelfingu hvar sem hann fer í Soho, óumdeildur, en ókrýndur konungur undirheimanna. — Svo þú hélst, að þú gætir stungið af með alla aurana, skítaormurinn þinn, urrar Robin Baby Face Cameron um leið og hann smyr nokkrum kinnhest- um á vesalings Alfie, en þú komst ekki upp með það. Þú komst ekki upp með það, litla lúsin þín. Það ætti enginn að reyna að leika á Robin Baby Face Cameron. Ég hef látið Luigi gefa þér gætur í allan dag. Geturðu ímyndað þér, hvað við gerum nú? — Já, sjéffi, líklega förum við í smá ökuferð, stamar aumingja Alfie út úr sér, og angistin skín út úr hverjum einasta andlitsdrætti hans. Robin Baby Face Cameron hristir bara höfuðið. — Nei, svo létt sleppur þú ekki, kæri vin. Við ætlum að koma þér á óvart með því að leika tónlist, — eingöngu fyrir þig. Bittu hann, Luigi! Alfie er reyrður við stólbak þannig að hann getur ekki einu sinni hreyft sig um eina enska tommu. — Þið getið ekki sallað mig niður hér, stynur hann í örvæntingu, það getið þið ekki gert. Það myndi bergmála um allt hótelið, og þið mynduð aldrei sleppa lifandi héðan sjálfir. Ykkur getur ekki verið alvara, þið ætlið ekki að drepa mig, er það? Ég lofa því að fara aldrei á bak við ykkur aftur. Krimmarnir tveir segja ekki orð. Þegjandi koma þeir plötu- spilara fyrir á borðinu gegnt Alfie og festa við hann byssu, þannig að um leið og síðasti tónninn deyr út, þá mun skot hlaupa úr henni . . . og smjúga inn í titrandi glæpamannshjarta Alfies. — Það tapar enginn á því að taka tæknina í þjónustu sína, segir Robin Baby Face Cameron og glottir illyrmislega. Síðan snýr hann sér að Alfie og spyr ísmeygilegri röddu: — Jæja, hvað langar þig til að hlusta á, kunningi? Eitthvað •'Sígilt kannski, eins og Chopin. T.d. fyrri hliðina á fiðlukonsert hans í F-moll? Eða kannski kantötu eftir ‘ Jóhannes Sebastian? Það væri ekkert drasl. Hvernig heldurðu, að sé að rjúka inn í eilífðina með heilan kirkjukór, trompet og englasöng í eyrunum. Ekkert drasl, ha? Robin Baby Face Cameron velur eina plötu úr bunka, sem hann hefur komið með með sér. — Eða hvað með þessa hérna? Mona Lisa með engum öðrum en Steina og Stjörnu- rykinu. Það er eitthvað fyrir þig, 50 Vikan7>tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.