Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 10
Jim Cucak, forstöðumaður Varitas VHIa ásamt konu skini, Sue Cucak, félagsráðgjafa.
í rauninni er auðvelt að fá fólk til að hætta
að drekka, vandinn er að halda sér þurrum
það sem eftir er ævinnar. Við leggjum
mikla áherslu á að þessi sjúkdómur er mjög
samantvinnaður, bæði andlegur og líkam-
legur.
— Það hefur verið okkur mikill heiður
og ánægja að starfa með íslendingunum og
árangurinn hjá þeim er alveg sérlega góður.
Ég mundi segja svona 75-80%. Þessi góði
árangur stafar líka mikið af því hversu
duglegir íslendingarnir eru við að halda
starfinu áfram, eftir að heim er komið, og
þeim hefur tekist að gjörbreyta
viðhorfunum til þessa sjúkdóms.
— Því það er eftirleikurinn sem mikil-
vægastur, við getum aðeins gefið fólki góð
ráð í veganesti.
Algengasta eiturlyfið
— Ef við lítum á bandarískar skýrslur,
hefur ofneysla áfengis aukist hér mjög
síðastliðin 15 ár. En þetta eru ekki
raunhæfar tölur. Áfengisvandamálið hefur
alltaf verið til staðar í miklum mæli, en það
er ekki fyrr en nú að fólk þorir að viður-
kenna það opinskátt, horfast í augu við það
og leita sér hjálpar. Ég mundi segja, að
áfengi hafi alltaf verið og sé enn mest
notaða eiturlyfið í heiminum.
— Mér finnst alvarlegasta vandamálið á
íslandi vera ofdrykkja unglinga. Eins er
áberandi ofnotkun íslendinga á tauga-
lyfjum (softdrugs).
— Hér látum við fólkið ræða saman um
vandamál sín og leysa þau með þvi að
kynnast sínum eigin tilfinningum betur, og
reynsla mín er sú, að íslendingar eigi við
minni almenn hegðunarvandamál að stríða
en Bandaríkjamenn. Vegna fólksfæðar-
innar eru mannleg tengs! á íslandi svo
miklu nánari, og mér finnst þeir ekki hafa
átt í neinum erfiðleikum með að tjá tilfinn-
ingar sínar. Ég held að þau bönd og tilfinn-
ingar sem tengja íslendingana saman hafi
átt mikinn þátt í þeim góða árangri sem
þeir hafa náð. Og slíkt verður ekki kennt.
— Við getum aðeins brýnt fyrir þeim að
fylgja því fast eftir sem þeir lærðu hérna,
starfa sem mest með AA og deila reynslu
sinni með öðru fólki. Áframhaldið er aðeins
á þeirra valdi, og þar hafa íslendingarnir
með öflugri starfsemi sinni heima fyrir
nánast unnið kraftaverk.
*
Sue Cucak.félagsráðgjafi:
Konur og ofneysla áfengis
— Ef við berum saman íslenskar og
amerískar konur, sem eiga við áfengis-
vandamál að stríða, er auðvitað margt sem
þær eiga sameiginlegt sem konur, en líka
margt sem skilur á milli vegna uppeldis og
umhverfisáhrifa.
— Mér finnst áberandi hve íslenskar
konur eru miklu sjálfstæðari og þess vegna
náum við yfirleitt betri árangri með þær.
íslenskar konur hafa greinilega aldrei verið
jafnverndaðar af karlmanninum og þær
amerísku og þær hafa lært betur að standa
saman.
— Það er einmitt þessi skortur á sam-
stöðu sem hefur háð okkur konunum á leið
til meiri þroska. Við eigum það til að
vantreysta kynsystrum okkar, neitum jafn-
vel að trúa á hæfni þeirra til að standa
karlmanninum jafnfætis. Við verðum að
læra að treysta hver annarri og það næst
ekki nema með góðri samstöðu. Og þessi
tilhneiging okkar til að leita á náðir
karlmannsins til að vernda okkur er ekki
annað en ein tegund lífsflótta.
— Hinar öru þjóðfélagsbreytingar hafa
gert enn meiri kröfur til konunnar en karl-
mannsins, kröfur sem erfitt er að mæta án
þess að missa fótfestuna. Þar hefur upp-
eldið líka mikið að segja, en frá örófi alda
hefur okkur verið kennt að við eigum að
vera góðar stúlkur, alltaf jafnþolinmóðar
og blíðar og að það sé „ókvenlegt” að láta
reiði sína í ljós. Við byrgjum þess vegna
alltof mikið með okkur neikvæðar
tilfinningar. Við verðum að læra að láta
þær í ljós á eðlilegan hátt.
Móðir, kona... manneskja
— Aukin útivinna hefur líka lagt
konunni þungar skyldur á herðar. Við
eigum nú að skila fullum vinnudegi út á við,
jafnframt því að sjá um rekstur heimilisins,
vera fullkomnar eiginkonur og mæður. Því
enn vantar mikið á að karlmennirnir sjái
um heimilisrekstur til jafns við konuna.
Þegar konan finnur svo að hún er ekki fær
um að valda þessu hlutverki sínu vekur það
hjá henni mikla sektartilfinningu og þá er
henni hættara við að leita á náðir lífs-
10 Vikan 9. tbl.