Vikan - 01.03.1979, Síða 31
KVIKMYNDALEIKKONAN
OG
ÁTRÚNAÐAR-
GOÐIÐ
JODIE FOSTER
Nýlega lauk í Vikunni framhaldssögunni
„Litla stúlkan við endann á trjágöng-
unum”, en samnefnd kvikmynd verður
sýnd bráðlega í Tónabíói. Aðalhlutverkið í
þeirri mynd var í höndum Jodie nokkurrar
Foster, sem eflaust margir kannast við.
Hún er líklega einna frægust fyrir hlutverk
sín sem Tulalah í „Bugsy Malone”, gleði-
konan i „Taxi Driver” og Rynn í „Litlu
stúlkunni”. En í þeim tíu kvikmyndum,
sem hún hefur leikið í, hefur hún fengist
við nær allar tegundir hlutverka, sem hægt
er að fá.
Hún fæddist í Newport þann 19.
nóvember 1962 og var skírð Elisia Christia.
Hún ólst upp hjá móður sinni með þremur
systkinum, en faðir hennar yfirgaf fjöl-
skylduna, þegar móðir hennar, Evely,
kölluð Brady, var ófrísk að Jodie. Móðir
hennar var blaðafulltrúi fyrir margar
stjörnur, og það er hún, sem stendur á bak
við starf Jodie. Jodie var ekki nema sjö ára,
þegar hún fékk fyrsta hlutverk sitt í „The
wonderful world of Disney”, en síðan fékk
hún hlutverk í nokkrum sjónvarps-
kvikmyndum, þar á meðal í „Bob and
Carol and Ted and Alice”, sem sýnd var í
sjónvarpinu í vetur. Hún lék góðu stúlk-
una í „Tom Sawyer” og stuttu seinna, eða
1974, fékk hún hlutverk í „Alice doesnt
live here any more”. Þar lék hún vanrækta
smástelpu, Doris að nafni, sem kenndi
Tom, ungum syni Alice, að drekka áfengi,
reykja hass og stela.
Og nú eigum við von á að sjá hana í
nýrri kvikmynd, sem tekin var upp á
síðasta ári. Sú kvikmynd ber nafnið
„Foxes”, og því hefur verið fleygt, að það
sé besta mynd, sem Jodie hefur leikið í. En
þangað til við fáum að sjá hana á breið-
tjaldinu, verðum við að láta okkur nægja
að horfa á hana á plakat-myndinni, sem
fylgir þessari Viku.
HS
9-tbl. Vikan3l