Vikan


Vikan - 01.03.1979, Page 36

Vikan - 01.03.1979, Page 36
Þessi fallegi samkvæmiskjóll er úr rayon og meó hvitum bómullarkraga, en það er einmitl mikið i tísku núna. Hann er franskur, frá Réne Derhy og kostar 28.900 krónur Tískan í dag Þessi fallegi klæðnaður sem við sjáum hér á myndunum, er mjög einkennandi fyrir tískuna í dag. Hlýlegir jakkar, sem jafnvel er hægt að snúa við, þykkar ullarkápur, sem ná niður fyrir hné, gamaldags rómantískir kjólar með blúndu- kraga, blúndu á ermum, og oft er litlum blúnduklút stungið í brjóstvasann og mynstruð herravesti við flauelsbuxur. — Nú miðast allt við að hafa fötin sem þægilegust, enda er tískan í dag eins og sniðin fyrir íslenska veðráttu. — Að venju er það ein tískuverslun, sem hjálpar okkur að kynna fatnaðinn, og að þessu sinni varð fyrir valinu verslunin „Sautján”, sem er til húsa að Laugavegi 33. Þau sem sitja fyrir heita Kristjana Þráinsdóttir og Sveinbjörn Bjarkason, en ljósmyndari er Jim Smart. T TO

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.