Vikan


Vikan - 01.03.1979, Side 39

Vikan - 01.03.1979, Side 39
herbergja íbúð og alltof stór fyrir þig. Ég er hér með tveggja herbergja i Heimun- um, sem myndi henta þér.” Hvernig í allsþerum andskotanum getur Gvendur Gísla á stól úti i bæ, sem man ekki einu sinni hvað ég heiti, vitað hvað hentar mér? „Nei takk, ég vil ekki kjallaraibúð og ég vil ekki tveggja herbergja. Ég er að fara úr einni slikri og vil fá fimm herbergi.” „Nú? Hvað ætlarðu að gera við fimm herbergi?” Hvað skyldi ég . . „Ég ætla að búa í henni.” „Þetta er alltof stórt fyrir þig, af hverju líturðu ekki á þessa í Heimunum, hún er nærri ekkert niðurgrafin, glugg- arnir standa upp úr jörðunni öðrum megin.” „Heyrðu, er hin til sölu eða ekki?" Húnvar þaðog kostaði 24 milljónir. „Afsakið.” Ég átti engar 24 milljónir. ' Næsti. „Háhýsi og lághýsi.” „Góðan dag, ég heiti ...” „Já og hvað heitir maðurinn þinn?” Þetta var einstrengingslegt. Ég hafði ekki séð auglýst „þriggja vikna námskeið fyrir fasteignasala: Hvernig yfirheyra skuli kvenraddir í síma.” „Égáengan mann.” „Nú, þetta er nú svo stór íþúð, sem þú ert að spyrja um, ég er með miklu hagkvæmari fyrir þig í Breiðholtinu.” „Ég vil ekki búa í Breiðholtinu og mig vantar stóra íbúð.” „Til hvers?” „Gæti ég fengið að vita eitthvað um þessa íbúð?” Ibúðin reyndist vera uppi í risi og sameiginlegt kló i kjallaranum. Ég hafði ekki merkt við fleira og fálmaði nú blint út í óvissuna. „Þök og þakskegg.” „Góðan dag . . . fimm herbergja i timburhúsi i miðbænum?” „Flóvent Friðgæfs hérna megin, hver er maðurinn yðar?” „Hvað nú ef ég á engan?” „Hö? Ha?” „Ég á engan mann, en er þrátt fyrir þetta undarlega ástand mitt að leita að íbúð.” „Já, ég skil, ég hef hérna tveggja herbergja.. ” „Ég sagði fimm herbergja.” „Nei, ekki i þessum bæjarhluta, en í Fossvogi...” „Sleppum þvi." „Býli og bústaðir.” ... leita að fimm herbergja í timbri í miðbænum.” „Ha, ertu svona Grjótaþorpsídíót?" „Ja, það má segja það, annars er ég nú meira Þingholtaídíót, ef þú ættir eitthvað þar. Ef ekki, þá gæti ég breytt mér í Vesturbæjaridíót, Ólsen.” „Nei, en i Hafnarfirði...” „Gleðilegtár.” Þetta var hressandi tilbreyting. Full bjartsýni og vígamóðs hélt ég áfram. „Eignarlóðir og ábati.” „Góðan dag...” „Jahumm, mætti ég taka niður nafn mannsins yðar?” „Gjarna. Ég skal láta yður vita, ef mér skyldi áskotnast slikt viðhengi.” ,?" „Þangað til verður mitt nafn að nægja.” Þrúgandi þögn. Siðan: „Hafið þér þá nokkuð að gera við fimm herbergja íbúð?” „Já. Ég á nefnilega þrjú brjáluð börn, sem ég ætla að stía niður. Það er liður i baráttu minni við hávaðamengunina. Síðan vantar mig vinnuherbergi. Og sér svefnherbergi. Og borðstofu. Og stáss- stofu. Og sjónvarpsherbergi. Og borðtennisherbergi. Og vinnukonu- herbergi. Svo þér sjáið, að mig vantar í rauninni tíu herbergja íbúð. en er bara svona hógvær.” Rafmögnuð þögn, en svo kom i Ijós að hann átti hvorki tíu né fimm herbergi. Hér gafst ég upp og ákvað að leggja afganginn af hinum 32 virku fasteigna- sölum bæjarins undir mig daginn eftir. Hann rann upp. Hávaðamengunar- valdarnir fóru út til að reyna að ná sambandi við andfætlinga sína, ég nestaði mig og settist við simann. „Hallir og kofar.” „Já, góðandag.. ” Lénharður hér, mætti ég rétt taka niður nafnið á manninum þinum?" Eldur, brennisteinn, eimyrja og andfýla. „Sæll Lénharður, ég hélt þú værir dáinn. Ég á engan mann, en þrátt fyrir það vantar mig íbúð undir mig og börnin mín.” „Nú, áttu mikið af þeim?” „Þrjú.” 9. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.