Vikan - 01.03.1979, Side 53
GLA UMGOSINN
fylgja þjófnaði og óumflýjanlegum eftir-
málum."
..Herra," sagði hr. Philips. „eigið þér
við að þessi vesalings óheppni ungi
maður hafi verið myrtur vegna háls-
mensins?"
„Það." sagði sir Richard. „er ég
hræddur um."
„En þetta er hræðilegt! Svo sannar-
lega. ég er alveg orðlaus. Hver getur
hafa vitað að hann hafði menið?"
„Ég myndi hafa sagt enginn. En eftir
nánari umhugsun, þá dettur mér i hug
maðurinn sem ég hitti nærri Wroxham,
sá sem faldi menið i vasa minum gæti
hafa elt mig hingað og beðið eftir tæki-
færi til þess að ná því aftur.”
„Það er satt. Það hefur verið njósnað
um yður. En hafið þér séð þennan mann
hér i Queen Charlton?"
„Haldið þér að hann myndi láta mig
sjá sig?" spurði sir Richard og leiddi hjá
sérspuminguna.
„Nei. nei alls ekki. En við verðum að
iíta á allar aðstæður."
„Já." samsinnti sir Richard og sveifl-
aði einglyrninu i snúrunni. „Og ég held
að þér mættuð, með varúð, veita athygli
skyndilegri brottför bráðláts manns
héðan. manns sem kallar sig kaftein
Trimble."
„Nú. já. herra. Þetta verður æ —
Segið ntér hvaða ástæðu hafið þér til að
ætla að sá maður sé bendlaður við
morðið?"
„Nú.” sagði sir Richard hægt. „orð
sem ég lét falla af tilviljun um mittis-
kápur fengu kaftein Trimble á spreng-
reið til Bristol."
Yfirvaldið blikkaði augunum og sendi
ásökunaraugnaráð til hálftóms glass
síns. Hræðilegum grunsemdum um
rommpúnsið og áhrifum þess á skiln-
ingarvit hans var þó eytt með næstu
orðum sir Richards.
„Náunginn sem ég hitti nærri Wrox-
ham var i mittiskápu úr skinni. Þegar ég
af tilviljun minntist á þetta hafði það
stórfengleg áhrif á kaftein Trimble.
Hann spurði mig í hvaða átt maðurinn
hefði farið. Þegar ég sagðist halda að
hann hefði farið til Bristol. rauk hann
héðan án frekari tafar.”
„Égskil. Félagi."
„Ég held svikinn félagi." sagði sir
Richard.
Þetta virtist koma yfirvaldinu úr jafn-
vægi. „Já. Nú skil ég. Guð minn góður
þetta er hræðilegt! Ég hef aldrei þurft að
— en þér segið að þessi kafteinn Trimble
hafi haldið til Bristol, herra?"
„Hann gerði það. En eftir það frétti ég
að hann var kominn aftur hingað á
krána klukkan sex i kvöld. Eða ég ætti
kannski að segja í gærkvöldi," bætti
hann við um leið og hann leit á klukk-
una á arinhillunni.
Hr. Philips dró djúpt andann. „Frá-
sögn yðar. sir Richard. varpar Ijósi á —
svo sannarlega — ég segi það satt. þetta
hefði mig aldrei grunað. En morðið!
Komust þérað þvi. herra?"
„Ég fann lik herra Brandons." leið-
rétti sir Richard.
„Hvernig komust þér að þessu. herra?
Grunaði yður eitthvað? Voruð ..."
„Alls ekki. Það var heitt um kvöldið.
svo ég fékk mér göngutúr í tunglskininu.
Af tilviljun gekk ég inn í kjarrskóginn
þar sem ég fann lik veslings vinar niins.
Það var ekki fyrr en eftir þann sorglega
atburð sem ég setti saman tvo og tvo."
Hr. Philips skildist það að tilviljun
hefði átt furðanlega mikinn þátt i ævin-
týri sir Richards, en hann vissi að púnsið
sem hann hafði drukkið skerpti ekki at-
hygli hans. Hann sagði varfæmislega:
„Herra. sagan sem þér hafið nú Ijóstrað
upp er slík að hana þarf vandlega að at-
huga. Já. svo sannarlega þarf að athuga
hana. Ég verð að æskja þess að þér
hverfið ekki héðan fyrr en ég hef haft
tíma til... þér megið ekki misskilja mig!
Miggrunarallsekkiað ..."
„Kæri herra. ég misskil yður alls ekki
og ég hef alls ekki í huga að fara héðan."
sagði sir Richard sefandi. „Ég er þess
fyllilega meðvitandi að þér hafið aðeins
orð min fyrir þvi að ég sé Richard
Wyndham.”
„Hvað það varðar efast ég alls ekki.
En skyldu minni verð ég að hlýða. Ég
vona að þér skiljið aðstöðu mina. ég er
tilneyddur."
„Fullkomlega." sagði sir Richard. „Ég
skal hlýða yður i öllu. Ég er viss um að
þér. sem heimsmaður, skiljið hvc mikill-
ar gætni er þörf i svo viðkvæmu máli."
Hr. Philips sem hafði eitt sinn verið
þrjár vikur i London. var upp með sér af
þeirri tilhugsun að áhrif þeirrar stuttu
dvalar væru nóg til þess að vera augljós
slíkum manni sem spjátrungnum
Wyndham og nú ólgaði hann af monti.
Eðlislæg varkárni varaði hann samt við
því að það væri betra að fresta frekari
rannsókn þar til hann væri minna
kenndur. Hann stóð upp með virðuleika
og lét tómt glas sitt á borðið. „Ég er yður
þakklátur." sagði hann. „Ég mun biða
yðar á morgun — nei i dag! Ég verð að
hugsa þetta mál. Ljótl mál, mjög Ijótt
mál."
Sir Richard samsinnti þvi og er þeir
höfðu skipst á kurteisiskveðjum fór hr.
Philips. Sir Richard slökkti á kertunum
og fór i rúniið. ánægður með vinnu næt-
urinnar.
Pen varð fyrst á fætur daginn eftir.
Veður var gott. bindið var vel hnýtt og
hún hrósaði sjálfri sér fyrir það. Hún
dansaði áfram þegar hún fór út til þess
að líta til veðurs. Sir Richard. sem var
ekki mikið fyrir það að fara snemma á
fætur. hafði beðið um að morgunverður
yrði tilbúinn klukkan níu og hún var
ekki enn orðin átta. Þjónustustúlka var
að sópa gólfið i einkastofunni og fýlu-
legur þjónn var að breiða dúka á borð i
aðalmatstofunni. Þegar Pen gekk i
gegnurn forstofuna var gestgjafinn i lág-
værum samræðum við herramann sem
hún þekkti ekki. Gestgjafinn sneri sér
við og hrópaði: „Hérna er hann sjálfur.
herra. ungi herramaðurinn."
Hr. Philips. sem átti nú við þann
mesta glæp sem hann hafði komist i kast
við alla sina dómaratið. hafði ef til vill
innbyrl heldur mikið romm kvöldið
áður. En hann var kappsamur maður og
þótt hann hefði vaknað með mikinn
höfuðvcrk hafði hann ekki sóað
limanum, heldur farið fram úr þægilegu
rúmi sínu og riðið til Queen Charlton til
þess að halda áfram rannsóknum sinum.
Þegar Pen stansaði gekk hann fram og
bauð henni vingjarnlega góðan dag.
Framhald í næsta blaði.
BINNI & PINNI
*. tbl. Vlkan II