Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 15
brosti ástúðlega til hans. Hann svaraði í sömu mynt og þar með skellti hún upp úr, hann var búinn að mála allar tennurnar svartar. Deedee fylgdist með þeim frá gluggan- um þegar þau gengu hönd í hönd niður götuna. Þegar þau komu að horninu námu þau staðar og kysstust. Allt í einu gerði hún sér grein fyrir að síminn var að hringja og að það myndi enginn svara ef hún ekki gerði það. Þetta var Rosie. Gæti hún hitt hann eftir sýninguna í kvöld? Já auðvitað, þvi ekki það? Það var dásamlegt að vera i New York. 6.KAFLI Emma og herrann hennar dönsuðu eins og þau væru elskendur, enda voru þau það. Hún var í nýjum kjól sem glitr- aði á og hún var með demantshálsmenið og hringinn sem hann hafði lika gefið henni. Honum leið greinilega vel í smók- ingnum og áreiðanlega hefði hann ekki verið minna i essinu sinu í kjólfötum. Þau voru glæsilegasta parið á gólfinu. Hljómsveitin lék jazzlög sem gott var að dansa eftir en gólfið var afleitt fyrir dans. Þetta var steingólf i Metropolitan listasafninu en þar var verið að halda enn einn góðgerðardansleikinn. Hin trú- gjarna eiginkona dansherra Emmu tók virkan þátt í allskonar góðgerðarstarf- semi. Hún var einnig mjög hrifin af ballett og bauð því oft Emmu sem oftast tókst að fá Michael með sem fylgdar- svein. Síðastliðið ár höfðu þessar sam- kundur verið haldnar I stórverslunum en i ár voru þau á söfnum; fólkið var færra en ríkara; maturinn var betri en kostaði meira; en útkoman var samt nokkurn veginn eins: álíka litill ágóði og álíka litil skemmtun og áður, nema fyrir fáeinar hræður sem enn lifðu í voninni um að fá að upplifa eitthvaðstórmerkilegt. Emma kom með það fyrir augum að gera öllum ljóst að hún væri ekki einungis í vinfengi við Carter sjálfan heldur einnig við konu hans. Hann strauk léttilega eftir baki henn- ar og ræddi um börnin sín. Emma valdi orð sín af jafn mikilli natni og hún hafði valið klæðnað sinn fyrir kvöldið. „Og Linda er búin að fá inngöngu í Yale háskólann,” sagði Carter. „Það vill greinilega enginn fara til Princeton lengur.” „Að minnsta kosti ekki mín börn. Þau fara öll fimm i mismunandi háskóla en ekkert þeirra velur sér minn gamla skóla. Heldurðu að það sé vegna andúð- ar á mér?” „Nei Carter, ég mundi segja að það væri vegna andúðar á Princeton.” „Þú ert full af fordómum.” „Og hef alltaf verið.” „Ég get ekki kysst þig hér." „Það væri mér ekkert á móti skapi.” „Það gæti verið að Maggie líkaði það ekki.” „Það væri kannski nóg til þess að hún gæfi þér eftir skilnað?” Hún hætti að dansa og sagði við þjón sem gekk fram- hjá: „Fyrirgefðu, má ég?” Hún tók af bakkanum sitt hvort kampavínsglasið fyrir þau. „Ég þyrfti ekki annað en nefna skiln- að, Emma. Það veistu.” „Jæja þá?” spurði hún eins og hún væri gjörsamlega óviðbúin þessum sam- ræðum. „Myndir þú vilja hætta að dansa?” „Hvers vegna ekki?” Hún veifaði til einhvers sem var hinum megin í salnum. „Ég spurði þig fyrir fimmtán árum, fyrir fjórtán árum . . .” „Spurðu núna.” Hann veifaði einni þjónustustúlk- unni. „Ég ætla að fá svona ostapinna hjá þér. Þakka þér fyrir.” Hún vissi um leið að hún átti að láta þetta niður falla, hún gat eins gefist upp. „Emma veistu hver er ein af ástæðunum fyrir því að samband okkar hefur haldist svona lengi?” Hann var sá eini sem alltaf gat æst hana upp í rúminu. „Seg þú mér ein- hverja.” „Þér hefur alltaf hentað vel þetta fyrirkomulag,” sagði Carter. Alveg frá byrjun hafði henni komið á óvart hve hreinskilinn hann var. „Þú vildir gjarn- an hafa þessar hömlur.” „En ég held ég geri það ekki lengur.” Henni tókst að halda rödd sinni stöð- ugri. „En það geri ég,” sagði hann blíðlega og jafnframt fullur trega þvi hann mundi hvað hann hafði elskað hana Framhaldssaga Sjöttí hluti heitt og hverju hann hafði verið tilbúinn að fórna. Og honum þótti enn vænt um hana. „Fyrirgefðu, ég vildi að þetta hefði ekki farið svona.” Hann var alltaf jafn góður og elskulegur. „Sama segi ég.” Orðin hljómuðu eins og kveðjukoss. Þau stóðu og supu á kampavíninu og vissu ekki hvað þau áttu af sér að gera. Loks sagði Carter: „Þú vilt kannski síður aðég líti inn hjá þér á eftir?” Hann myndi kannski skipta um skoðun þegar í rúmið væri komið. Nei, hún þekkti hann það vel að hún vissi að slíkt var fjarstæðukennt. Henni varð hugsað til litlu íbúðarinnar hennar þar sem allt var í röð og reglu; til litlu hund- anna þriggja; til stóra rúmsins. „Nei, komdu við." Hún hló. Hann leiddi hana aftur til sætis við hlið Michael. „Þú ert alveg sérstaklega falleg i kvöld,” sagði hann. „Þannig átti það nú líka að vera.” Hún rétti fram glasið til að fá meira kampavín og velti þvi fyrir sér hvernig líf þeirra saman hefði verið, hvort það hefði breytt einhverju varðandi feril þeirra. „Hvarer Peter?” Michael yppti öxlum. „Skiptir það máli?” Michael hristi höfuðið. „Nei. Hvað sem hann er að gera breytir engu okkar i milli.” „Það er gott,” sagði Emma og meinti það. Allir í dansflokknum, og þar á meðal Emma, vissu að Emilía átti vingott við Yuri. Emma hafði horft á Yuri krækja í og síðan kasta frá sér hverri stúlkunni á fætur annarri frá því augnabliki að hann byrjaði með flokknum. Hana langaði til að vara Emilíu við en þó treysti hún sér varla til þess. Væri hún i sporum Emilíu myndi hún ekki bara reiðast slíkum ráð- leggingum heldur væri þeirra ekki þörf. Því hér var um að ræða einn mikilvæg- asta þáttinn í lífi Emilíu: Ballettinn — og Emilia hafði aldrei dansað betur. Ef það var einhver þörf á að aðvara Emilíu þá var það Deedee sem það átti að gera. En það var erfitt fyrir Emmu að ná í Deedee. Hún var að kenna mestallan daginn, á kvöldin var Emma að dansa á sýningum og eftir sýningarnar var Eíeedee einum of oft með Rosie. Emma hafði fengið sér snarl með þeim eftir eina sýninguna og þá farið að gruna að þau væru i einhverju ástarmakki. Að minnsta kosti var það ekki Rosie að kenna efsvo varekki. Deedee ræddi ekki samband sitt við Rosie við nokkurn mann þó hún á hinn bóginn gerði ekkert til þess að dylja það. Þýð.: Halldóra Viktorsdóttir Kvikmyndin „The Turning Point" hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna frábærs leiks tveggja mikilhæfra leikara í aðalhlutverkunum, þeirra Shirley MacLaine og Anne Bancroft, sem leika Deedee og Emmu. Leslie Browne og Mikhail Baryshnikov leika einnig stór hlutverk í myndinni, en stjórnin er í höndum Herberts Ross. Hann er einnig framleiðandi myndarinnar ásamt Arthur Laurents, höfundi sögunnar, sem hér birtist undir nafninu „Á krossgötum". Kvikmyndin verður væntanlega sýnd í Nýja Bíói síðar á árinu. A KROSSGOTUM eftir Arthur Laurents 14. tbl. Vikan lf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.