Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 58

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 58
SONUR SÓLAR Maður getur imyndað sér hann fölan, veiklulegan ungling. Höfuðið virðist of stórt fyrir líkamann, augnalokin eru þung og úr augum hans lýsir birta draumhugans. Andlitsdrættir eru fíngerðir. Hann virðist hafa verið kyrrlátur drengur og námfús, hugsanir hafa reikað til bjartra staða í leit að hamingju þeirri, sem sjúkur líkami hans neitaði honum um. Hann var Ijúflyndur og viðkvæmur að eðlisfari, hið unga hjarta hans var barmafullt af kærleik. Hann virðist hafa haft unun af gönguferðum um hallargarðana, af að hlýða á söng fuglanna, horfa á fiskana i tjörnunum, anda að sér ilmi blómanna, fylgjast með flökti fiðrildanna og verma grannvaxinn likama sinn í sólskininu. Það var þegar stundum farið að kalla hann „Lávarð hins ljúfa anda”. Þannig lýsir Egyptalandsfræðingurinn Arthur Weigall manninum, sem ég ætla að segja ykkur dálítið frá í þessum þætti. Hann var uppi fyrir 3300 árum og erfði tólf ára gamall faraóstignina eftir föður sinn, Amenhótep III. Sjálfur bar hann faraósheitið Amenhótep IV. Þegar mannlýsingin hér að framan er höfð í huga, er ekki furða þó maður verði undrandi, þegar maður kemst að raun um það, að þessi Ijúfi unglingur átti eftir að verða einn furðulegasti byltingamaður saman- lagðrar mannkynssögunnar. Flestar byltingar koma að neðan úr þjóðfélaginu, en hér var byltingamaðurinn þjóðhöfðinginn, sjálfur faraó, sem ekki var einungis einvaldur og æðsti höfðingi í veraldlegum efnum, heldur einnig trúar- leiðtogi þjóðar sinnar, í senn konungur og æðsti prestur. Amenhótep IV. ríkti í 17 ár i Egyptalandi. En fyrstu fjögur árin hafði hann litil völd, því móðir hans, konungsekkjan Tiy, var hinn raunverulegi stjórnandi. Hið sérkennilega hugarfar sonar hennar hafði djúp áhrif á hana, og þóttist hún þar kenna öfl, sem fremur væru guðlegs eðlis en mannlegs. Ungi konungurinn var bráðþroska, og um átján ára var hann orðinn raunverulegur stjórnandi þjóðar sinnar. Þegar Amenhótep var tólf ára varð heilsuleysi hans almennt áhyggjuefni. Ekki einungis fjölskyldu hans, heldur allri þjóðinni. Konungsættin yrði aldauða, ef hann eignaðist ekki afkvæmi. Eftir langa eftir- grennslan um drottningarefni varð egypsk stúlka, Neferliti að nafni, af göfugu foreldri, fyrir valinu. Hann var þá um tólf ára gamall, en brúðurin níu eða tíu ára. Og skömmu eftir brúðkaupið lést faraó, Amenhótep III. rúmlega fimmtugur, og arfleiddi að völdunum þennan þrettán ára veikbyggöa ungling, sem þegar var farinn að sýna rika tilhneigingu til að sjá sýnir og dreyma undarlega drauma. Um ástandið í rikinu er það að segja, að sigrar Thútmóse III. og landvinningar og dugandi stjórn Amenhóteps III. höfðu fyllt musterin ómetanlegum verðmætum í gulli, gimsteinum og öðrum dýrgripum. Telja sagnfræðingar, að þessi auðæfi hafi haft spillandi áhrif á prestastéttina, sem smám saman hafi tekið að vanrækja heilagar skyldur sínar og spillast siöferðilega. En hér ber þess að gæta, að ekki var slikt eingöngu prestunum að kenna, því faraó Egyptalands var i senn konungur og æðsti prestur. En herskár konungur sem fór ránshendi um önnur lönd, hefur sem æðsti prestur verið prestastéttinni léleg fyrirmynd í góðum siðum. Það má því segja að trúarbrögð Egypta hafi spillst að ofan og niðurúr. Þegar andlegir kostir bregðast hjá þjóðhöfðingjanum, hverfur andi dyggðar einnig úr musterunum. En nú má spyrja, hvort af svo miklu hafi verið að taka í þessum fornu trúarbrögðum Egypta. Um það segir hinn merki dulspekingur og rithöfundur Manly Palmer Hall, að guðir hinna ýmsu rikishluta hafi verið tákn mikilvægra lifssanninda; að launhelgar Egyptalands hafi haft að geyma hin dýpstu trúarlegu sannindi, og þær hafi verið meðal merkustu trúar- stofnana heimsins á þessu timabili. UNDARLEG ATVIK XXIII ÆVAR R. KVARAN Amenhótep IV. varð fljótt ljóst, að rikistrúin hafði ýmsa galla og leiddi i sumum tilfellum til spillingar. Hann gerði því fyrst tilraunir til leiðréttinga í þessum efnum með nýrri túlkun á staðreyndum lífsins. Hann hafði sem sagt meiri áhuga á heimspeki og trúmálum en landvinningum og öðrum rikis- málefnum. Hann hafði fyrst og fremst áhuga á þvi að binda endi á fjölgyðisdýrkun Egypta, sem voru leifar frá fornri tíð, þegar ríkið skiptist í fjölda smáríkja, sem hvert fyrir sig hafði sérstakt verndargoð, er venjulega var dýrkað í einhvers konar dýrslíki. En Egyptar byrjuðu tiltölulega snemma einnig að dýrka sólina sem guð, og smám saman tóku þeir líka að dýrka hin ýmsu smágoð sín sem sólargoð, í likingu við sólarguðinn Ra. Rökrétt þróun hefði átt að vera sú, að smágoðin rynnu saman í einn guð. En þar var þrándur í götu, þ.e. prestastéttin. Hver guð hafði sín musteri og sinn prestahóp, sem átti mikilvægra stjórn- málalegra og fjárhagslegra hagsmuna að gæta í því sambandi. Þvi stærri sem flokkur prestanna var, þeim mun sterkari var mótstaðan gegn öllu því, sem gæti svipt þá sérréttindum sínum. Voldugasta prestaveldið var i Þebu. Þegar borg þessi varð aðsetur faraós, varð verndarguð hennar Amon um leið æðstur egypskra guða. Honum var ekki einungis jafnað við sólguðinn, heldur rann að lokum saman við hann í eitt goð, Amon Ra. Prestar hans voru svarnir andstæðingar eingyðishugmyndar, sem ekki hafði í för með sér aukin völd fyrir þá sjálfa. En tilgangur Amenhóteps IV. með því að útrýma fjölgyðishugmyndinni var ekki sá að gera Amon að einasta guðinum. Sá guð sem Amenhótep vildi að Egyptar dýrkuðu var táknaður með sólinni „hinum mikla Aton”, uppsprettu alls lifs. Og Aton til heiðurs breytti hann nafni sínu, Amenhótep í Ekn-Aton, þ.e. „sá sem Aton elskar”. Þegar unga siöbótamanninum i Þebu varð litið yfir öll hin stórkostlegu musteri og minnismerki, sem faðir hans og forfeður höfðu látið reisa Amon til heiðurs, setti hann hljóðan. Hann tók þá ákvörðun að reisa nýja borg fyrir Aton, og hún skyldi einnig véra aðsetur faraós. Hann valdi borgarstæði á stað einum 200 km fyrir norðan Þebu, þar sem nú heitir El Amarna. Þar reisti hann sólguðinum musteri og sjálfum sér höll. Talið er að þetta hafi verið dýrðlegar byggingar, sem hafi verið skreyttar með svo stórkostlegum hætti, að erfitt sé að gera sér grein fyrir því. Ekn-Aton tilbað guð sinn ekki með sama hætti og prestar Amons, sem báru fram fórnir sinar i helgidómi musterisins, þar sem enginn sólargeisli gat smogið inn. Hann færði fórnir á altari sem stóð undir berum himni í Ijósi sjálfrar sólarinnar, sem var tákn guðdóms hans. Ekn-Aton gerði aldrei neina inynd af guðdómi þeim sem hann dýrkaði. Aton var einungis táknaður með sólkringlunni, en endumærandi og lífgefandi geislar hennar enduðu í opinni hendi. Þangað til höfðu mennirnir aidrei hugsað sér guð öðruvisi en i mynd manns eða dýrs. Aton var sjálfur góðleikurinn, „hinn kærleiksríki faðir alls þess sem hann hafði skapað.” Kærleikur hans umvafði hina minnstu veru. Aldrei var þess getið að Aton gæti skipt skapi og talað til mannanna með raust þrumunnar eins og Jahve. Aton var hinn mildi guð friðarins. Ekn-Aton er fyrsti maðurinn i veraldarsögunni sem predikar mannúð gagnvart öðrum mönnum, og predikunarstóll hans var hásætið. 1 þessari nýju borg, Khut-en-Aton, stofnaði faraó í raun og veru þessi trúarbrögð sín.Hér i skugga hinna miklu mustera sá kenningin um hinn sanna Aton, alföður, fyrst dagsins ljós. Kenning hans býr yfir slíkri dýpt i hugsun, að merkirfrœðimenn hafa jafnvel talið Ekn-A ton fyrsta upplýsta manninn sem sögur fara af. Ekn-Aton aflaði hinni nýju trú sinni fljótt lærisveina. 1 gröfum í E1 Amarna á Egyptalandi hafa fundist margar áletranir sem skýra frá þvi, hvernig konungurinn ræddi við vini sina um trúmál. 1 vali þeirra sem leyfðist að umgangast hann, var þessi mikli byltingamaður sérlega frjálslyndur. Hann kærði sig kollóttan um erfðavenjur aðalsins og valdi marga vini sína úr lægri stéttunum. Um Ekn-Aton var sagt: „Hann gjörði hina lágu að höfðingjum.” Það sem skipti hann aðalmáli var það, að þeir hefðu áhuga á Kenningunni, eins og sólartrúarbrögðin voru kölluð i áletrununum í E1 Amarna. En þessi konunglegi siðbótamaður í trúarbrögðum lét sér þetta ekki nægja. Hann leysti einnig listina úr þeim viðjum sem ævafornar hefðir og eldgamlir siðir höfðu hlekkjað hana i öldum saman. Hin egypska list hafði alla tíð í óbreytileik sínum borið vott um upphaf sitt. Hún var nefnilega allt frá upphafi grafar- og musteralist. Af því stafa hin fastmótuðu og hátiðlegu einkenni hennar. Tilgangur listarinnar var fyrst og fremst sá, að skreyta hinsta hvíldarstað hins látna með myndum, sem höfðu þann tilgang að skapa kringum hann nýjan heim. Egypska höggmyndalistin átti því upphaflega ekki rætur sínar 58 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.