Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 18
A KROSSGOTUM Elskendumir ungu, Emilía (Leslie Browne) og Yurí IMikhail Baryshnikov). Hún snerti hann varlega með einum fingri; kyssti léttilega á hár hans; fór úr fötunum og hjúfraði sig í örmum hans. Deedee hafði 'sett eina reglu. Þau urðu öll að borða kvöldmat saman hjá Dahk- arovu. Emilía og Ethan gátu boðið til sín hverjum sem þau vildu (ef þau létu vita með nægum fyrirvaral en þau urðu að mæta í mat. Þau borðuðu snemma svo Emilia gæti verið kornin tímanlega i leik- húsið. Það var líka þægilegt fyrir Rosie því hann vildi gjarnan vera mættur snemma I Broadway leikhúsið þar sem hann var hljómsveitarstjóri. Hann var að verða einum of heimavanur svo Deedee bauð líka Michael og Peter. Dahkarovu til mikillar ánægju. Hún vildi gjarnan að borðið væri þéttsetið svo lengi sem hún þurfti hvorki að sjá um matseld eða uppþvott. „Lagðirðu ballettinn á hilluna til þess eins að verða hljómsveitarstjóri á Broad- way?" sagði Dahkarova við Rosie og það var vorkunnsemi i rödd hennar. „Þú ert gjörsamlega tilfinningalaus.” „Og þú ert gjörsamlega vinlaus.” Hann fyllti aftur glas hennar. „Kom hann með þetta vín?” spurði Dahkarova. „Já,”sagði Deedee stolt. „Jæja, hann hefur í það minnsta góðan smekk.” Hún sneri sér síðan að Michael og beindi spjótuni sinum að honum. „Þú minn kæri hefur rikulegar tilfinningar. . .” „En fremur lélegan smekk.” bætti Michael hlæjandi við. „Einmitt.” sagði Dahkarova. „Þið þurfið bæði að biðja mig afsök- unar,” sagði Peter og um leið hringdi síniinn. „Ég skal svara!” sögðu Emilia og Ethan bæði samtímis, hann var greini- lega að striða henni. Hún hljóp fram án þess að roðna. Allir hlógu nema Dahkar- ova. „Ethan.” Hún veifaði ógnvekjandi fingrinum. „Þetta er mikill heiður fyrir Emiliu „Heiður?" sagði Deedee hneyksluð. „Já. Yuri er sá besti dansari sem ég hef séð árum saman.” „Auðvitað min elskul^g,” sagði Michael. „Hann er rússneksur.” „Einmitt. Þegar ég var ung stúlka „Heyrðu mig nú Dahkarova. svo langt aftur geturðu ekki munað." „Michael, elskan, sá tími stendur mér Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum. Eins lifandi og það hefði gerst i dag. Það sem er þarna á milli er ekki eins Ijóslifandi. Ja, þarna á milli á ég — ja ákaflega ann- ríkt.” Hún brosti feimnislega. „Eins og Deedee.” Hvorki Deedee né Ethan hlógu. „Ég skil ekki þennan brandara." sagði Ethan. „Hvað er svona fyndið, Rosie?" Rosie hermdi eftir rússneska hreimn- um hennar Dahkarovu. „Það er ekki hægt að útskýra það drengur minn." Hann leit kviðafullu augnaráði á Deedee. Hún stökk á fætur og fór að bera fram af borðinu eins og sannri húsmóður sæmir. Dahkarova hafði aldrei verið með slíka meinfyndni áður enda aldrei verið neitt tilefni til slíks. En núna hafði hún ástæðu og einhvern veginn vissi hún það. En hvernig? Hvemig stóð á þvi að fólk gat alltaf vitað eða fundið á sér þegar samband tveggja einstaklinga var orðið kynferðislegt. Það var alltof einfalt að halda því fram að fólk hegðaði sér öðruvisi fyrir og eftir enda var það engan veginn svo. Deedee hafði vitað að Michael og Peter væru kynferðislega eins strax og hún sá þá en það var löngu áður en hún vissi að þeir voru elskendur. Hún hafði engar áhyggjur þó Dahkar- ova, Peter eða Michael vissu um sam- band þeirra. Eða Emma. Kvöldið sem Emma hafði borðað með henni og Rosie hafði hún greinilega skilið hvað um var að vera og það var allt I lagi. Hún hafði eiginlega bara verið fegin. Sennilega hafði hún sjálf verið svona laus við að hafa áhyggjur af þessu vegna þess að hún hafði alist upp í heimi ballettsins þar sem kynlíf var frjálslegt og auðvelt i meðförum, kannski einum of frjálslegt. Ja. Rosie var að minnsta kosti góður maður og góður rekkjunautur. Eitt af því sem hana hafði dreymt um i sam- bandi við förina til New York, var að lenda i ástarævintýri með manni eins og Rosie. Draumur fertugrar konu sem búin er að sofa hjá sama manninum i tuttugu ár. í Oklahoma City. En samt hafði hún farið mjög varlega. Hún vildi ekki að Wayne vissi þetta eða börnin. Þetta samband hennar við Rosie hafði einungis þýðingu fyrir hana sjálfa. Það gaf henni fullvissu um að hún væri enn í fullu fjöri og eftirsóknarverð; það gaf henni stolt og ánægju; gerði hana að betri manneskju, betri fyrir Wayne og börnin. Þetta var hennar sannfæring en samt vildi hún ekki sofa hjá Rosie um kvöldið. Og við morgunverðarborðið næsta morgun og seinna um daginn í skólanum fylgdist hún með F.than til að komast að þvi hvort hann hagaði sér eitthvað öðruvisi en vant var gagnvart henni, hvort hann grunaði eitthvað, hvort hann vissi eitthvað. Hún var með hugann fullan af þessum þönkum meðan hún var að kenna og henni eiginlega hálf brá þegar hún áttaði sig á að hún var ekki laus við sektarkennd. Var það vegna þess sem beið hennar í Oklahoma City? Eða var sektarkennd eitthvað sem var óhjákvæmilegt, eitthvað sem tilheyrði? Það var ekkert óeðlilegt við samband hennar og Rosie. Áðan þegar hún hafði verið að horfa á Ethan hafði hún heyrt hann blóta þegar hann hrasaði. Það var eðlilegt. En svo hafði annar eldri dreng- ur — fimmtán ára! — hjálpað honum á fætur og þrýst honum að sér. Var það eðlilegt? Átti hún að leyfa Ethan að halda áfram i ballett og ef hún gerði það hvernig myndi hann þá þroskast kyn- ferðislega, yrði hægt að kalla hann eðli- legan að þessu leyti? Ethan mátti ekki komast að þessu. Það var alveg augljóst og ákaflega mikil- vægt. Emilía var alltof upptekin af Yuri til að taka eftir þessu. Jafnvel þó hún gerði það gæti Deedee útskýrt málið fyrir henni og hún myndi skilja þetta. Sérstaklega núna þegar þessu alltof nána sambandi hennar við föður sinn var lokið. Og Wayne, ja hvernig ætli henni liði ef Wayne héldi fram hjá henni í Oklahoma City? Ekki þó með Ken Fern- bacher, það myndi hann aldrei gera. Hann myndi sennilega ekki heldur falla fyrir neinni af þessum hungruðu mæðr- um þó hún vonaði það nú samt. Var það vegna þess að hún var með Rosie? Wayne mundi vita hvers vegna, Wayne mundi skilja hana. Allt í einu skalf hún af ákafri þrá eftir honum. Hún var kvíðin, henni fannst hún óörugg. Þetta samband hennar við Rosie, þetta ævin- týri — því þetta var ævintýri — orsak- aði tóm vandræði. Að þurfa að vera með þetta laumuspil var henni ekki að skapi. Þetta samband þeirra var rotið, það varð að taka enda. Hún varð að losa sig við elskuna hann Rosie. Yuri hefði skilið Deedee og Rosie til fulls. En hann hefði aftur á móti ekki getað skilið Deedee og Wayne. Tuttugu ára tryggð. Hvers vegna? Slíkt var bæði þrautleiðinlegt, ómögulegt og alveg ótrúlegt. Hann sat á gólfinu í búningsherbergi Carolyn og nuddaði á henni ökklann. Hún hafði dottið á æfingu. Einn af sviðsmönnunum hraðaði sér fram hjá opnum dyrunum en nam svo staðar og spurði hvernig Carolyn liði. Ef hún gæti ekki dansað á sýningunni í kvöld þá vildi hann helst fá að vita það núna. Þegar leið á sýningartímabilið vildi það alltaf bera við að nokkuð margir dansarar heltust úr lestinni vegna ýmiss konar meiðsla. „Henni líður betur,” sagði Yuri. „Miklu betur,” sagði Carolyn. „Láttu vita að ég muni dansa í kvöld.” „Þakka þér fyrir.” Hann flýtti sér í burtu. Yuri hélt áfram að nudda ökkla Carolyn. „Þetta er dásamlegt,” sagði hún. „Þetta var allt sjálfri mér að kenna.” „Nei.” „Jú, ég var svo taugaóstyrk.” Hún hækkaði róminn eins og krakki. „Af hverju?” „Þú ert svo stórkostlegur og ég er svo hávaxin.” „Ég er hrifinn af hávöxnum stúlkum.” Yuri færði hendurnar ofar og nuddaði kálfann. „Þú ert hrifinn af kvenfólki í heild.” Hann hló. „Mjög mikið. Er nokkuð að því?” „Nei, nei! Ég held persónulega að allir ættu að fá leyfi til þess að velja og hafna að eigin vild,” sagði Carolyn hin örlát- asta. Hún hallaði sér fram á við. „Ég virði val þitt.” „Mitt hvað?” „Val þitt.” Hann vissi greinilega ekkert hvað hún var að meina. „Ég tala svo vitlaust ensku.” „Nei, það er ég sem geri það. Ég á svo erfitt með.„.” „Carolyn.” Hendur hans voru á hraðri leið upp fótlegg hennar. „Stundum er betra að sleppa þvi að tala.” „Ó, ég er alveg sammála,” sagði hún áköf. „Fólk blaðrar bara endalaust og enginnskilur...” „Carolyn.” Hann kyssti hné hennar og leit upp. Hún hallaði sér aftur á bak. Augn- svipur hennar breyttist og þegar hún svaraði var rödd hennar orðin hás. „Já.” Hann opnaði sloppinn hennar og kyssti hana á lærið um leið og hann 18 Vikan 14. tbl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.