Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 30

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 30
Orkahaugur, aitt merkilegasta grafhýai i Vestur-Evrópu. Höfnin f Kirkjuvogi. Takið eftir humargildrunum. — Margar sagna þinna eiga rót sína að rekja til fyrri tíma. Þú hlýtur að vera víðlesinn í fornbókmenntum og þá kannski íslendingasögum? — Já, ég hef lesið talsvert af slíku. Sérstaklega hef ég auðvitað haft gagn af Orkneyinga sögu, sem ég geri ráð fyrir að hafi haft sterk áhrif á mig. En ég hef því miður ekki lesið margar íslendingasögur. í svipinn man ég þó eftir Brennu- Njáls sögu, Grettis sögu og Laxdælu. — Hvert er álit þitt á þróuninni hér á eyjunum, olíu- vinnslunni og þvi um líku? — Ég veit nú varla hvað segja skal. Oliuvinnslan held ég að sé mjög vel skipulögð, enda er hún takmörkuð við þessa einu eyju, Flatey, svo við verðum lítið vör við hana. Að því leyti erum við mun betur sett heldur en Hjaltlendingar. En það er auðvitað ekki hægt að segja til um hvernig þetta verður eftir tiu ár eða svo. Hins vegar yrði það mikill skaði, ef úraníumvinnsla hæfist hér. Það er talsvert af úraníum hér í jörðu, svo mögu- legt væri að hefja námuvinnslu, en það væri ákaflega bagalegt fyrir landslagið, að mínu áliti. — Hvað með ferðamanna- strauminn? — Ég held að það sé allt í lagi með hann og hef ánægju af því að sjá alla þessa ferðalanga. En ef ferðamannastraumurinn eykst mikið, er ef til vill hætta á ferðum. — Geta Orkneyjar státað af mörgum rithöfundum og skáldum? — Það voru mjög fáir rithöf- undar hér, þar til á þessari öld. Það má nefna ljóðskáldið Edwin Muir, skáldsagnahöfundinn Eric Linklater og Robert Rendall, sem skrifaði á mállýsku Orkneyinga. Þessir þrír menn komu fram um sama leyti og hlýtur það að teljast nokkuð gott miðað við fólksfjölda. Fyrir þeirra tíð voru aðallega ritaðar hér fræðilegar bækur og sögu- legar, en eitthvað af þjóðsögum líka. — Að hverju vinnur þú sjálfur um þessar mundir? — Ég skrifaði nýlega texta með ljósmyndabók, sem kemur út mjög bráðlega, og einnig er ég langt kominn með safn af smá- sögum fyrir börn. Annars vinn ég jöfnum höndum að smásögum og ljóðum. — Hver bóka þinna er þér kærust? — Ég er ekki viss. Sennilega þó skáldsagan Magnus, því ég hafði mikla ánægju af því að skrifa hana. Ég er samt ekki viss um, að hún sé það besta, sem ég hef skrifað. Ég er ekki dómbær á það. Þannig lýkur þessu skrafi okkar Browns, en áður en ég kveð, sýnir hann mér bréf frá íslenskum manni, Ágústi Guðmundssyni kvikmynda- gerðarmanni, sem hefur hug á að skrifa kvikmyndarhandrit eftir skáldsögunni Magnus. Skáldið Brown er því ekki með öllu óþekkt íslendingum. Orkneyingar ekki Skotar Þótt Orkneyjar séu hluti af Skotlandi og þar með breska ríkinu, eru þær dálítið sér á báti. íbúarnir eru nú tæplega tuttugu þúsund og fólksfjöldinn stendur í stað, því unga fólkið fer á brott í atvinnuleit, þar sem eyjarnar eru takmörkunum háðar. En margir koma aftur seinna, og enginn gleymir því að hann er Orkneyingur, svo ef einhverjum verður það á að kalla Orkneying Skota er það illa séð. Land- búnaður er aðalatvinnuvegur- inn og þá helst nautgriparækt. Eyjarnar eru flestar láglendar og fremur grösugar, en hvergi sjást nein tré. Athyglisverðir eru hinir gömlu, hlöðnu grjótgarðar, sem skipta landareignum bændanna, og yfirleitt eru býlin fremur forneskjuleg. Búskaparhættir eru og að mörgu leyti gamal- dags. Margir halda eflaust, að Orkneyingarsæki sjó í svipuðum mæli og íslendingar, en svo er ekki. Aðallega veiða þeir fisk til eigin nota og svo humar, sem mikið er af. í Hafnarvogi má t.d. alltaf sjá hrúgur af humar- gildrum á bryggjunum. Kirkjuvogur heitir höfuð- staður eyjanna og þar býr um fjórðungur íbúanna. Bærinn er miðstöð viðskipta og iðnaðar og dregur nafn sitt af hinni forkunnarfögru dómkirkju Sánkti Magnúsar, sem ber höfuð og herðar yfir aðrar byggingar. Þar eru geymdar jarðneskar leifar Sánkti Magnúsar og Rögnvalds jarls, þess er lét byggja kirkjuna. Skammt frá eru rústir Biskupshallarinnar frá tólftu öld og Jarlshallarinnar frá sextándu öld, sem báðar eru athyglisverðar. Minjasafnið í Kirkjuvogi heitir Tankerness- hús og er í gamalli byggingu frá sextándu öld. Þar er margt gamalla orkneyskra muna. 30 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.