Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 34
Gististaður: Hotel Aurora, Mamia 1st. cl. Baðstrandarstaðurinn Mamaia við Svartahaf Verð frá kr: 218.000.— (tvær vikur) RÚMENÍA Rúmenía er um 237.500 ferkílómetrar að stærð. Austur og noróur landamærin liggja að Sovétríkjunum, suður að Búl- garíu, suðvestur að Júgóslavíu og vestur að Ungverjalandi. íbúafjöldi landsins er yfir 20 milljónir og eru Rúmenar í meirihluta eða um 87%. Meðal annarra þjóða sem búa í Rúmeníu má nefna Ungverja, Þjóðverja, Króata, Serba og Tyrki. Loftslag er mjög milt. Svartahafsströndin Austur hluti Rúmeníu liggur að mestu að Svartahafinu, sem er um 250 kílómetra löng strandlengja. Þar eru margir góðir baðstaðir með sandströndum án kletta og hættulegra dýra. En hreinan sjó. Helstu staðir eru Mamaia, Eforie, Neptun, Jupiter og Venus með borginá Constanta sem mikilvæga hafnarborg, en hún er gömul borg með mörg merkileg söfn, minnismerki og frægar byggingar. Mamaia Mamaia er viðkunnarlegur nútíma bað- staður. Mamaiatanginn teygir sig milli Siutghiol lónsins og Svartahafsins og er hann með um 8 km langa sandströnd. Þarna eru staðsett um 50 hótel við ströndina sem er 100—150 m breið. í flestum hótelum eru veitingastofur og vínstúkur, svo og skrifstofur sem skipta peningum og ferðatjekkum. Verslanir eru í nágrenninu og leikaðstaða fyrir börn er í flestum hótelum og víða á ströndinni. Hægt er að velja um marga veitingastaði, ýmist með léttri tónlist eða danshljóm- sveit og rúmenskar vínstúkur þar sem hægt er að fá ýmsa rúmenska rétti. Tveir næturklúbbar eru í Mamia svo og nokkur diskótek. Aðstaðatil íþrótta erágæt. í Mamaia eru m.a. tennisvellir, körfuknatt- leiksvellir, mini golf, keiluspil og sjóskíða- leiga svo nokkuð sé nefnt. Hótelið er staðsett sunnarlega á Mamaia- tanganum. Öll herbergi eru með baði og svölum. Auk allra venjulegra þæginda eins og matsala, vínstúku og setustofu eru í og við hótelið: Dansstaður opinn á hverju kvöldi, sport aðstaða, mini golf, barnaleikvöllur, verzlanir og fl. Hálft fæði er innifalið. Brottfarardagar: 27/5 — 3/6 — 19/8 — 26/8 2/9 — 9/9 — 16/9 Brottfarardagar eru þeir sömu í 2ja og 3ja vikna ferðum Áætlað verð: 2 vikur brottför maí og júni kr: 218.000,— 3 vikur brottför maí og júní kr: 249.000,— 2 vikur brottför ágúst og sept. kr: 230.000,— 3 vikur brottför ágúst og sept. kr: 265.000,— Innifalið: Flug frá Keflavík til Constanza og til baka. Flutningur til og frá flugvelli í Rúmeníu. Gisting í tveggja manna her- bergjum með baði og hálfu fæði. Farar- stjórn og ferðagögn. (Athugið brottfarar- skattur er ekki innifalinn) Suðurhluti Portúgal, Algarve er orðinn vinsæll ferðamannastaður hjá íslend- ingum. Eins og s.l. sumar mun Úrval hafa á boðstólum eins og þriggja vikna ferðir til hinnar vinsælu baðstrandar Playa de Oura við Albufera. Möguleiki er á viðdvöl í London á heim- leið. Sérstakur bæklingur um þessar ferðir er fyrirliggjandi á skrifstofunni. St. Petersburg Ákveöin hefur veriö 18 daga ferð til St. Petersburg 26. maí n.k. Þessi staður sem er á Floridaskaganum hefur í auknum mæli oröiö mjög vin- sæll hjá íslenskum feröamönnum. Þetta er fyrsta hópferó okkar til þessa vinsæla staöar. Gist veróur á Hotel Hilton Inn í St. Petersburg. Ýtarlegar upplýsingar um feró þessa eru fyrir- liggjandi á skrifstofunni. 10 dagar Úrval hefur skipulagt 10 daga ferö til Helsinki og Lapplands um miðjan ágúst n.k. Ferðaáætlun: Fyrstu tveir dagarnir í Helsinki, síðan flogiö norður í Lappland, ekið sem leiö liggur um helstu Lappa-héruö Finn- lands og suður um vatnahéruöin. Möguleiki aó framlengja feröina og fara til Leningrad. Auk þess er mögu- leiki aö hafa viödvöl í Kaupmanna- höfn í baka leiö. Áætlað verö er 305.000.— meö öllum ferðum, gistingu og hálfu fæöi. Nánari áætlun kemur út í sér- bæklingi. Úrval býöur Lundúnaferöir vikulega allan ársins hring. Brottför alla laugardaga. Dvalartími 7 nætur. Hægt er aö velja um marga gististaði bæði dýra og ódýra áætlað verð kr, 131.000.— meö gist- ingu og morgunverði en án baös. áætlað verö kr: 158.000.— meö gist- ingu og morgunverði ásamt baöi og sjónv. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Farseðlar þessir gilda ef feröast er í minnst 6 daga og hámark 30 daga. Húsbóndinn eöa fyrirsvarsmaður greiðir fullt fargjald en maki og öll börn frá 2ja ára til 21 árs hálft far- gjald. Dæmi: Kaupmannahöfn fyrirsvarsmaöur áætlaö kr. 102.000,— aðrir fjölskyldumeðlimir kr. 51.000.— Glasgow fyrirsvarsmaöur áætlaó kr. 69.700.— aðrir fjölskyldumeðlimir kr. 34.900.— Brottfararskattur er ekki innifalinn (nú kr. 5.500.—) Leitió nánari upplýsinga á skrifstof- unni og hjá umboðsmönnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.