Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 42

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 42
Minkur hjá Stjórnarrádinu Mig dreymdi að ég varstödd niðri í bæ hjá Stjórnarráðshúsinu. Umhverjis húsið var há girðing, og fannst mér bletturinn þar vaxinn háu grasi. Á blettinum voru á beit sex kýr. Barna- vagn stóð á miðjum blettinum, að mér fannst. Allt í einu voru komnir tveir minkar inn á blettinn. Kýrnar ókyrrðust og fóru að reyna að forða sér. Þrjár þeirra stukku yfir girðinguna, en það furðulegasta var að þær sem sluppu beit minkurinn, en hinar þrjár festust á girðingunni. Fór nú barnið í vagninum að gráta. Mér fannst ég reyna að verja barnið fyrir minknum og tókst það. Fannst mér þetta vera barn kunningjakonu minnar, en hún á ekkert svona lítið barn. Amma barnsins gaf mér gullúr fyrir að verja barnið. Draumurinn varð ekki lengri. Mér þætti vænt um ef þú gætir birt svar við þessu. M.Á.S. Að einhverju leyti er þessi draumur bending til þín að fara gætilega í fjármálum og treysta ekki um of á annarra forsjá. Einnig eru þarna tákn um að sigrist þú á öllum erfiðleikum muni þér hlotnast mikil farsæld og lánsemi í framkvæmdum. Og Jesús horfði hvasst á mig Kæri draumráðandi! Mér finnst þessi draumur alveg frábær, og mig langar að biðja þig að ráða hann fyrir mig. Mér fannst ég vera í kirkju. Þar var fullt af fólki, margir, sem ég þekki, en líka margir, sem ég þekki ekki. Jæja, ég sat þarna og hlustaði á prestinn, og mér fannst enginn fylgjast með nema ég. Presturinn stóð uppi i ræðu- stólnum og messaði, og allt I einu fannst mér hann benda til vinstri og segja mér að líta þangað. Ég leit þangað, og þar var mynd af Maríu mey, og hún hélt á ungbarni (sem ég held, að hafi átt að vera Jesús). Hún brosti til mín og sagði mér að líta í hina áttina (hún talaði ekki, en mér fannst ég lesa það úr augunum á henni). Ég leit í hina áttina, en þar sá ég mynd af Jesú. Hann var með geisla- baug, og það Ijómaði allt í kringum Mig dreymdi hann. Hann horfði dálítið hvasst á mig, og fyrst varð ég dálítið hrædd, en svo sá ég, að hann hafði svo falleg augu (blá) og að hann brosti til mín, og mér fannst eins og hann segði mér að koma. Þá gekk ég upp að altarinu, og vinkona mín, sem hafði farið með mér í kirkju, kom á eftir mér. (Hann hafði ekki talað, heldur hafði mér fundist hann segja það með augunum). En er við gengum upp, fórum við inn í lítið herbergi, sem er til hliðar við altarið, náðum þar í rúllu af hvítum pappír og breiddum hann þvert yfir altarið, þannig að allir í kirkjunni sáu hann. Ég veit ekki, af hverju við vorum að sýna fólkinu hann, en það stóð ekkert á pappírnum, hann var alveg hvítur. Mér fannst þetta allt svo eðlilegt. Er við vorum búnar að halda þessu svona smá stund tók ég þetta saman og setti á sinn stað. Gekk ég þá aftur í sætið mitt, og fannst mér þá Jesús brosa til mín og kinka kolli. Þá tók ég eftir rúðuglerjunum í kirkjunni, sem voru sérstaklega falleg. Allur þessi draumur var í fallegum litum og allur mjög skýr. Ég tók vel eftir, að áklæðið á kirkjubekkjunum var úr rauðu, sléttu flaueli. En ég man ekki, um hvað presturinn talaði. Virðingarfyllst. Ein að norðan. í rauninni er þetta ekki slæmur draumur en góður getur hann þó varla talist. Líklega verður þú fyrir þvi að einhver eða einhverjir ásaka þig fyrir eitthvað og þá ekki með öllu að ósekju. Þér væri fyrir bestu að vanda breytni þína betur í ákveðnu efni, því annars gætir þú borið skaða af. Líklega hefur skapið verið býsna öfgakennt og því betra að reyna að stilla sig og þá sérstaklega í sambandi við nána vini og ættingja. Þó eru innan um mörg tákn, sem boða þér einungis gott og þú getur átt von á að allt fari að ganga betur en nú er. Umkringd ógeðslegum pöddum Kæri draumráðandi! Viltu ráða þennan draum fyrir mig, ef hann merkir eitthvað: Mig dreymdi fyrirstuttu, að ég var úti að ganga með vinum mínum, og við vorum stödd í grænum dal. Þar ákváðum við að setjast niður og hvíla okkur. En allt í einu var ég (bara ég) umkringd ógeðslegum pöddum. Þetta voru stórar, alls konar flugur og fleiri skordýr. Mér fannst ein stór, græn fluga ætla að setjast á handlegginn á mér, en þá fór ég að garga, og við það vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna, Gulla Erfiðleikar í einkalífi steðja að þér um tíma, en líklega eru það aðeins tíma- bundin vandræði og þú ættir ekki að hafa af þessu miklar áhyggjur. Hafðu þó í huga að ekki er alltaf allt gleymt, sem geymt er. Gullhjarta með rauðum steini Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem er á þessa leið: Ég var stödd í vinnunni, og ég var að opna skápinn minn, og í honum voru þrjár öskjur og einn kassi. í öskjunum voru þrír gullhringir með mismunandi stórum Ijósbláum steinum, mjög fallegum. En í kassanum var gullhjarta með rauðum steini. Síðan lokaði ég skápnum. En mamma labbaði framhjá mér og lét sem hún þekkti mig ekki. L.J. Nýir vinir munu skjóta upp kollinum og einhver rómantík gæti spilað þar inn í atburði. Farðu varlega í að treysta ókunnugum og gættu þess að vera ekki of auðtrúa. Nýir vinir geta verið ágætir en samt er engin ástæða til að gleyma þeim gömlu. Þú skalt sérstaklega varast að dæma fólk eingöngu eftir þjóðfélags- legum metorðum og ytri stöðutáknum. Hlustaðu líka á ráðleggingar, sem móðir þín gefur þér i því sambandi, því hún hefur aðeins gott í hyggju og getur á margan máta orðið þér að liði. 42 Vikan 14. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.