Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 29

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 29
Skammt frá Orkahaugi eru hinir frægu Steinar á Steinnesi, steinsúlur, er reistar hafa verið af mannahöndum og þykja all- merkilegar. Steinarnir eru flestir u.þ.b. 4,6 m á hæð og vega nokkur tonn. Stutt frá Steinnesi er Brodgar-hringurinn, mjög áþekkt fyrirbæri. Þar standa 27 steinar, sem eru hluti af stórum hring. Margt þykir benda til þess, að þessi mannvirki hafi á einhvern hátt tengst trúar- athöfnum frumbyggjanna, en það veit þó enginn með vissu. Við Skálavík (Bay of Skaill) á vesturströnd Meginlandsins er Skarabrún (Scara Brae), hið forna þorp, sem er hin besta sönnun fyrir menningu frum- byggjanna. Skarabrún er stein- aldarþorp, er ætla má að sé u.þ.b. 4500 ára gamalt. Ein- hvern tíma í fyrndinni gróf Ægir það í sand, en árið 1850 kom það aftur í ljós, eftir aftaka- veður. Þótti fljótlega sýnt, að þama væri um að ræða hinar merkilegustu minjar og var þorpið grafið upp árið 1932. í Skarabrún hafa fundist leifar frá fleiri tímabilum í sögu frum- byggjanna, og telst þorpið til gullkorna fornleifa á Bretlands- eyjum. Skrafað við skáldið Brown Hafnarvogur er með eindæmum rólegur bær. Verslanirnar eru gamaldags og öll viðskipti persónuleg. í bænum er lítið minjasafn, þar sem m.a. eru margir hlutir úr eigu hins fræga sjóræningja Johns Gow, sem fæddist og ólst upp í Hafnarvogi. íbúar Hafnar- vogs geta og státað af öðrum frægum mönnum en Gow, hér býr frægasta skáld Orkneyja, George Mackay Brown, sem getið hefur sér góðan orðstír á undanförnum árum. Ég nota tækifærið og les verk hans, á meðan ég dvel á Orkneyjum. Lífið og tilveran á eyjunum er ótæmandi uppspretta skáldsins. Ég ákveð að fara í heimsókn: George Mackay Brown er fæddur árið 1921 í Hafnarvogi og hefur átt þar heima nær allt sitt líf. Hann segir mér, að hann hafi fyrst samið ljóð, þegar hann var átta eða níu ára, en byrjað fyrir alvöru að skrifa um tvítugt. Enskar bókmenntir nam hann \ Skarabrún, hífl foma steinaldarþorp vifl Skálavík. við háskólann í Edinborg, en lagði siðan ritstörf fyrir sig og hefur orðið vel ágengt á þeim vettvangi. Eftir hann liggja nú fimm ljóðabækur, fjögur smásagnasöfn, tvær skáldsögur og eitt leikrit, auk barnabóka og annarra rita. Brown er meðal virtustu skálda Skotlands og hefur hlotið margar viður- kenningar fyrir verk sín. Ég spyr hann, hvort hann hafi ferðast mikið. — Nei, ég er afskaplega lélegur ferðalangur og get varla sagt, að ég hafi komið út fyrir landsteinana. Ég hef einu sinni farið til írlands og það er allt og sumt. Ég hef aldrei komið tU Englands. Séð yfir grösugar innsvertir ó Meginlandinu. — En hafa bækur þínar verið þýddar á erlend tungumál? — Já, skáldsögurnar hafa verið þýddar á sænsku og nú er verið að þýða aðra þeirra á norsku. Einhverjar smásögur hafa líka verið þýddar á finnsku og tékknesku. — Þú hefur hlotið margar viðurkenningar og verðlaun fyrir verk þín. Hefur það verið uppörvandi? — Ein eða tvenn peninga- verðlaun hafa komið sér ákaflega vel. Það er lika ánægju- legt að hljóta viðurkenningar, þótt ég sé nú ekki að skrifa til þess. Steinamir á Steinnesi. 14. tbl. Vlkan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.