Vikan


Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 05.04.1979, Blaðsíða 23
 glápir ú( úr sporvagninum. kemur auga á stúlkuna og fer aö gera sig til fyrir. henni. Hún verður upp meö sér og svarar i sömu mynt. Heyrðu . . . ég held. að þú hljótir að hafa á réttu að standa i samhandi við bilinn . . . hún hlýtur að hafa verið í bíl. Hún hefur ekið á eftir sporvagninum bara til að trylla hann og svo stungið af skyndilega. En sú kvensa!” „Nú. gæti ekki verið. að hún hefði ekki komist framúr sporvagninum." sagði Gréta. „Það er mikil urnlerð á Brunngötu." „Brunngötu." endurtók hann. ,.ó. já. það stóð víst i auglýsingunni. Já. reyndar er oft þung umferð þar. ekki sist milli 4 og 5 siðdegis. Ekur þú ekki þá götu heim? „Stundum." „Ekur þú ekki alltaf sömu leið?" „Nei. það fer eftir þvi. hvort ég þarf að reka einhver erindi eða ekki." „Nú. já." Þau luku máltiðinni. án þess að talast meira við. Á eftir annaðist Jens upp þvottinn samkvæmt venju og Gréta kom Tinnu i svefn. Þegar hún kom inn i stofu til Jens. sat hann og fletti myndaal- búmi. sem geymdi myndir frá því að þau voru i tilhugalífinu. „Heyrðu Gréta." sagði hann. „ég held næstum þvi. að við höfum verið jafn rómantisk og ntaðurinn í sporvagninum. Littu á þessa mynd. Manstu. að ég tók hana i tunglsljósi. Þú situr á bekk og horfir út yfir vatnið. Þvilik rómantik." „Já. ég man vel eftir þessu." svaraði hún. Það var ekki laust við, að hún fyrt- ist. Var hann að gera grín? „Þctta var kvöldið. scm við vorum í veislu hjá Gunnari Manstu. að hann sat og las Ijóð fyrir þig. Ó, hvað við hlógum og skemmtum okkur.” „Ég hló ekki," svaraði Gréta. „Ég er hrifin af Ijóðum. og Gunnar las vel. Það voruð bara þið Anna. sem höguðuð ykkur kjánalega. af þvi að þið höfðuð drukkið of mikið.” „Höfðum við!" sagði Jens undrandi. „Jæja. var það kannski þess vegna. aðég myndaði þig i tunglsljósi? Reyndar var ég með myndadéllu á þessum árum." Ilann fletti áfram og dró fram liönar stundir með hjálp myndanna. Gréta óskaði með sjálfri sér. að hann hætti þcssu. Það var ekkert spcnnandi i sjónvarp- inu þetta kvöld. og þau fóru snemma i háttinn. Jens stakk að visu upp á því að la frú Hanscn til að lita eftir Tinnu og fara i bió. en Grcta var ekki i skapi til þess að fara út Um hádegisbil næsta dag var Gréta kölluð i simann. Hún átti von á að heyra rödd Jens. hann hringdi oft á þcssum tima. En þetta varekki hann. „Halló, Ciréta." sagði djúp karl mannsrödd. „Mér tókst þá að ná i þig. Ég var eiginlega búinn að gefa upp von- ina." „Hvern tala ég við?" spurði Ciréta. Maðurinn hló hjartanlega. „Er þér það ekki Ijóst?" sagði hann. „Þetta er Eirikur Poulsen." „Eiríkur Poulsen." endurtók hún hugsi „Ertu viss um. að þetta sé rctt númer. Hann hlóaftur. „Nei. heyrðu nú. Gréta." sagði hann. „Fyrst þarf ég að auglýsa eftir þér í blöð- unum. og svo þekkirðu ekki gantlan skólafélaga. Manstu ekki eftir mér? Þarf ég að kynna mig með uppnefni lil að þú áttir þig. Manstu ekki eftir feita strákn- um. sem var kallaður Kringla. af þvi að faðirhans varbakari." „Eirikur." hálf hrópaði hún. „nú man ég. Er það satt . . varst þetta virkilega þú. sern stóðst í sporvagninum?" „Jæja. það er gott. að þú skulir lá minnið. Scgðu ntér. þekktirðu mig ekki um dáginn?” „Nei. reyndar gerði ég það ekki." ansaði hún skömmustuleg. „Þú hefúr breyst mikið." „Já. liklega er það rétt. Við mcgum til með að hittast Ciréta. Við vinnum skammt hvort frá öðru. Cietur þú ekki borðað nteð mér núna?" „Ég hef aðeins hálftima í mat. en ég get kannski verið lengur. ef þú hefur rúman tíma." „Ágætt. við hittumst á veitingahús- inu á horninu klukkan tólf. Er það i lagi?” „Mér list vcl á það . . . hlakka til að sjá þig." Ása var að springa úr forvitni. þegar hún heyrði að Ciréta ætti stefnumól. „Var þctta hann?" Gréta hallaði sér aftur i stólnum og hló svo hjartanlega. að tárnin runnu niður kinnarnar. „Já. þetta var hann." sagði hún milli hláturshviðanna. „Hann er gamall skólabróðir minn. hann þekkti mig aftur. en ég áttaði mig ekki á. hvcr hann var um daginn. Við ætlum að borða saman." „Nú." sagði Ása vonsvikin. „þá er þetta ekkert spennandi. bara gamall skólabróðir. Annars er aldrei að vita." Hún brosti dreymandi. „Ó. góða. vcrtu ekki með neinar holla- leggingar." sagði Círéta. Eiríkur var kominn á undan henni og stóð upp frá borðinu og gekk fram til móts við hana. „Dásamlegt að sjá þig aftur cftir öll þessi ár." sagði hann. „Hvernig hefur þú það?” „Jú. þakka þér lyrir. . . mjöggott." „Gift.. . börn?” Hún hrosti leyndardómsfull. „Þú fyrst, Eiríkur,” sagði hún, „ert þú giftur?” „Já.” svaraði hann og brosti ham ingjusamur á svip. yndislcgustu konu á jarðriki." Gréta reyndi að verjast hlátri. „En áttu börn?" spurði hún. „Ekki enn. en það stendur til bóta cftir þrjá rnánuði." svaraði hann. Hún var byrjuð að skilja. Eirikur hafði ekki verið að gera hosur sinar grænar fyrir henni um daginn. Ilann hafði þekkt hana aftur og orðið glaður við. Þetta var eins og að sjá fallcga sápu- kúlu springa. Hún óskaði þess. að hún hefði aldrei svarað auglýsingunni. Þá hefði hún ennþá átt drauminn. Nú var hann aðengu orðinn. „Heyrðu, Eirikur." sagði hún hikandi. „Þvi auglýstir þú eftir stúlkunni. scm veifaði. en ekki nafni niínu?" I lann brosti afsakandi. „Sjáðu til. Gréta." sagði hann. „Ég þekkti þig aftur, en korn nafninu þínu alls ekki fyrir mig. Ég lagði heilann i hleyti og reyndi að muna hvað þú hétir. ,en tókst ekki. Þá datt ntér þessi auglýs- ing i hug. Var þetta kjánalcgt?" Hún hristi höfuðið. „Nei. þetta var stórsnjallt." sagði hún og hló. „Alla vega bar þaðárangur." „Nú skulum við tala um þig, Gréta," sagði hann. „l:rt þú gift?" „Já. éger gift." svaraði hún. „Áttu börn?" Hún kinkaði kolli. „Já. litla stúlku. Hún heitir Tinna." Hann brosti glaðlcga. „Ég hcld að þú sért hamingjusöm eins og ég. Gréta." sagði hann. „Má ég fá' heimilisfangið þilt og símanúmcrið. Mig langar til. að við getum haft samhahd hvort við ahnað Þiö hjónin og dóttir ykkar ættuð að heimsækja okkur." „Það væri ánægjulegt." sagði hún hcils hugar. Hann fór að spjalla um skóladagana. lélaga þeirra og kennarana. Tíminn leið fljótt. og hún var fegin þegar matartím- anum lunk. Ekki vegna þess. að hún hefði neitt á móti Eiriki í sjállu sér. Hann hafði þó rænt hana draumnum. en það vissi hann ekkert um. Tinna sofnaði næstum um leið og luin lagði hana á koddann þctta kvöld. Hún stóð um stund við rúm hennar og horfði hamingjusöm á friðsælt andlit litlu stúlkunnar sinnar. Svo fór luin inn til .lens. Hann lcit upp frá blaðinu. þegar hún kom inn. „Auglýsingin cr ekki í blaðinu i dag." sagði hann. „ætli það þýði. að stúlkan hali svarað Itenni?" „Hvernig ætti ég að vita það." svaraöi luin og gekk að sjónvarpinu til að kvcikja á fréttunum. Hún kom sér vcl fyrir í sófanum. Allt í einu lcit hún til hans. „Jcns." sagði hún lágt, „myndir þú vcifa til min. ef þú sæir mig úr sporvagn inum?" Hann braut hlaðið saman og gekk til hcnnar. sctlist á arntinn á sófanum og tók blíðlega um herðar hennar. „Ég myndi stökkva út um gluggann á vagninum og inn i bílinn til þin. Gréta." sagði hann og kyssti hana á kinnina. „F.g cr fegin að heyra þig segja þetta. Jens.” sagði hún og hjúfraði sig að hon um. Eiríkur hafði á réttu að standa. Grétu var það Ijóst núna. Hún var hamingjusöm. eins og hann. og nú saknaði hún ekki draumsins leng- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.