Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 44

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 44
Kate lá lengi andvaka þessa nótt. Hún hafði oft hugsað sér eitthvað þessu líkt gerast sem endaði á orðunum: „Þú virðist á einhvern hátt breytt,” sögð með rámri röddu Pauls Fox. Meðan hún var að hugsa um þetta ók annar bíll upp að þeim. Karlmannshöf- uð leit út um gluggann og glaðleg rödd hrópaði: „Þurfið þið á hjálp að halda, stúlkur?" spurði Gary Browne og brosti til stúlkunnar. Kate sá björt brún augu, sem var frekar stutt á milli, undir þykku, vel greiddu og liðuðu hári þegar ungi maðurinn steig út úr bifreiðinni. Hann var i vel pressuðum fötum og hún tók eftir fallegu bindinu, hann virtist fullkomlega heiðarlegur. Hún hafði ekki minnstu ónotatilfinningu þegar hún ók á brott og skildi Söndru King eftir með manninum sem myrti hana síðar um kvöldið. Það hafði komið olía á hendur Kate þegar hún var að hjálpa stúlkunni en hún var með pappírsþurrkur I bilnum svo að hún gat hreinsað það mesta af áður en hún gekk inn á hótelið sem hin yfirvegaða frú Havant er starfsfólkið var vant að sjá nokkrum sinnum á ári. Gamli dyravörðurinn kom út til þess að taka töskuna hennar. „Gaman að sjá yður aftur, frú,” sagði hann og Kate elti hann upp i herbergið sem hún hafði haft áður. Það var stórt og með útsýni yfir garðana sem lágu niðuraðánni. Henni fannst indælt að hafa tima til að njóta þess að vera til, sérstaklega þó að fá sér langt bað I vatni sem ilmaði af dýrri baðolíu, gjöf frá sjúklingi og hafði enst margar slíkar helgar. Henni þótti gott að vefja sig inn i mjúkt hvítt hand- klæðið — það kom hreint á hverjum degi — og ganga berfætt um á þykku teppinu. Hún fór I svartan siðkjól, sem áður hafði verið í eigu eiginkonu eins af kaupmönnum Ferringham, hún hafði gefið vinnukonu sinni hann sem svo aftur seldi hann strax í Kjarakaup. Þegar hún hafði lokið við að bursta lakkið úr hárinu, setja skugga á augn- lokin, örlitinn kinnalit á kinnbeinin og mála varirnar með fölbleikum varalit var hún allt önnur manneskja en ósmekklega konan sem farið hafði frá Chestnut Avenue um morguninn. Það var þessi algera kúvending persónuleikans sem hafði heillað Richard Stearne. Hann varð furðu lostinn þegar hann kom eitt föstudags- kvöld á Svarta svaninn til þess að snæða kvöldverð eftir læknaráðstefnu og sá hana. Hún sat við hornborð, kertaljósið mildaði útlit hennar enn meira og það fyrsta sem honum datt í hug var að þetta væri heillandi kona. Þó fannst honum eitthvað kunnuglegt við hana og honum datt í hug að hún væri sjúklingur, sem Enn aukin þjónusta! Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunni: Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl. Dagblaðiðafgreiðsla Þverholti 11 sími 27022 | Lausafé: Kaupsamningar, víxlar. Húsnæði: Húsaleigusamningar. Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna Smáauglýsingaþjónustan. T iBIABlB Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022 44 Vikan 36. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.