Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 4

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 4
Brynja með fararstjóranum Ann ð Akrópólisheeð. / þrettánda tölublaði þessa árs ræddi Vikan við Brynju Arthúrsdóttur, sem barist hefur við einstæðan bandvefssjúkdóm frá tólf ára aldri. í þeirri baráttu hefur hún fatlast nokkuð líkamlega, meðal annars misst sjón á báðum augum. Við rœddum um líf langdvalarsjúklinga í velmegunarþjóðfélagi nútímans, en á Reykjalundi í Mosfellssveit hefur Brynja átt heimili frá því hún var sautján ára gömul. Draumur hennar um að komast til Grikklands virtist harla vonlaus, því slíkir sjúklingar fá aðeins tólf þúsund krónur á mánuði til nauðþurfta, fæði og húsnæði fá þeir á sínu dvalarhæli. Ferðaskrifstofurnar geta ekki tekið að sér mikið af fötluðu fólki, það þarf sjálft að sjá sér fyrir fylgdarmanni og þætti mörgum dýrt að þurfa að tvíborga sólarlandaferðina. Vikufólk fór þó með Brynju á afgreiðslu (Jtsýnar á leið okkar um bæinn til þess að fræðast betur um þessi atriði og þar lofaði starfsfólk að taka málið til athugunar. Og ekki eru öll ævintýri úti enn — nokkru síðar hringdi Ingólfur Guðbrandsson og bauð henni ferð til Grikklands á kostnað Útsýnar, hún þurfti aðeins að finna sér ferðafélaga sjálf. Þar með er ekki öll sagan sögð, peningagjafir tóku að berast frá fólki sem vildi hjálpa henni með gjaldeyris- kaup, vel á annað hundrað þúsund, ferðafélaginn fannst og draumurinn um Grikklandsferð varð að veruleika. „Ég var að búa mig undir að fara á árshátíð hjá Blindrafélaginu, þegar síminn hringdi. Það var Ingólfur Guðbrandsson sem bauð mér ókeypis Grikklandsferð á vegum Útsýnar. Þetta rausnarlega boð Ingólfs hafði þau áhrif á mig að ég verð að viðurkenna að það var varla að ég trúði því að þetta gæti verið raunveruleiki. Það var ekki fyrr en ég gekk eftir marmaralögðu gólfinu á Aþenufugvelli að ég gerði mér grein fyrir því sem gerst hafði. Það var mikil breyting að koma úr nístingskulda í Reykjavík og finna þetta hlýja loftslag leika um sig um leið og ég steig út úr fugvélinni ásamt Jórunni Jónsdóttur, ferðafélaga mínum. Þetta var nokkuð sem mig hafði reyndar dreymt um, en varla gert ráð fyrir að rættist. ” 4 Vikan 37. tbl. t v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.