Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 13
KEFTEÐÖ, ARNI JUVETSI og ARNI
FRIKASSE, grískt sveitasalat og ágætis
rauðvin, Port Karras 1976, melónu og
kirsuber á eftir.
Allt var þetta mjðg gott, einkum þrir
fyrstu réttirnir, sem voru forréttir.
Mússakan var hin besta, sem ég fékk f
Grikklandi. Þegar ég heimsæki Xinú
næst, ætla ég að sleppa aðalréttum og fá
mér þeim mun fleiri forrétti. Það gera
heimamenn.
Mússaka er kjöthakk i eins konar lag-
kökuformi. Neðst er venjulega eggaldin.
Siðan kemur hakkið, blandað tómötum,
papriku, olífuolíu og ýmsu kryddi. Efst
trónir svo lag úr osti, eggjum og brauð-
mylsnu. Þetta er bakaö í ofni í stórum
skúffum og síðan sneitt í rétthyrndar
kökur.
Ðolmaðes eru hrísgrjón og kjöthakk
vafið í vinblöð. Kjöthakk, laukur og
margvíslegt krydd er steikt í olífuolíu á
pönnu. Þessu er síðan rúllað ásamt hrís-
grjónum inn í vinviðarblöð. Næst er
botn grunnrar pönnu þakinn vínviðar-
blöðum og rúllurnar lagðar ofan á. A
þetta er úðað sítrónusafa, olifuolíu og
heitu vatni. Allt er svo látið sjóða í
klukkustund undir léttu fargi (diski).
Kefteðes er þriðja útgáfan af kjöt-
hakki, framreidd eins og kjötbollur.
Blandað er saman vættu brauði, soðnum
lauk, hakki og ýmsu kryddi. Ur þessu
eru gerðar bollur, sem velt er lauslega
upp úr hveiti og síðan olíusteiktar.
Arni Juvetsi er lambakjöt, skoriö í
bita, bakað í kastarhoiu i ofni í klukku-
QrainarMfundur og rft*tjóri Vikunnar aru hér afl araaflingi á Xinú, akta tavamu, aam einkum ar mótt af
Aþeningum og takur akki inn stóra hópa farflamanna.
stund ásamt smjöri, lauk, tómötum og
kryddi. Síðan er vatni hellt á og látið
sjóða áfram í hálftíma. Síðast má rífa ost
ofan á.
Arni Frikasse er einnig lambakjöt, en
smjörsteikt með lauk. Síðan er hellt á
vatni, hveiti og kryddi og látið sjóða í
klukkustund. Algengt er að hafa eggja-
og sitrónusósu með þessu.
Öll ættín hjálpast að
Xinú er ættarstaður. Þar hjálpast öll
fjölskyldan að, afar og ömmur, foreldrar
og börn, frænkur og frændur. Þjónustan
var einkar góð og snör, enda stóðu
jafnan einn eða tveir með árvökul augu
og fylgdust með bendingum gestanna.
Veisla sú, sem hér hefur verið lýst,
kostaði 3.000 krónur á mann eða aðeins
einn þriðja hluta tavernu, sem túristar
eru dregnir á.
Einföld leiðsögn um Plaka
Nú kann sumum að finnast þetta of
friðsæit næturlíf í Aþenu. Okkur hafði
verið bent á hávaðatavernu, sem talin
var hafa betri söng og dans og minna
svindlbrask en aðrar tavernur af þvi
tagi.
Þetta var Taverna Kalokerinu við
Kekropos 10, einnig i Plaka-hverfinu.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum, þvi
svindlið var hið sama og annars staðar.
Þeim, sem vilja hringiðu næturlífsins,
ráðlegg ég því annað. Farið þangað, sem
lætin eru mest, gangið upp götuna
Flessa, siðan Lissíu (Lissiou), uns þið
komið að Mnisikleús (Mnisikleous), sem
er brött göngugata upp af Lissíú.
Setjist þar niður við borð á gangstétt,
pantið vínflösku eða ouzo á tiltölulega
vægu verði, horfið á iðandi mann-
fjöldann í kring og hlustið á rafvæddan
hávaðann úr húsunum í kring.
Kannski hittið þið þar á ungan og
myndarlegan vert, sem gaf okkur
ókeypis i glös, af því að hann sagðist
vera vinur Valdísar. Hann er hægra
megin við götuna ofanverða.
Jónas Kristjánsson
t útsýni af AkrópóRs nlflur f Plaka, skammtanahvarfl Aþanu.
MArg veitingahúsin aru á húsþökum og clœla kilówöttum af rafmagns-
tónlst út i húmið.
1 næstu Viku: Aþena nútímans er
best á kaffihúsum