Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 29

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 29
því valdið einskonar kreppuástandi fyrir móðurina. Hún á erfitt með að finna sér nýtt lífsgildi og atvinnulífið er oft lokað fyrir henni. Að gagnrýna f oreldrana Það er bannað í mörgum fjölskyldum að unglingar gagnrýni foreldra sína. Sú stað- reynd að unglingar gagnrýna allt og alla er ekki viðurkennd sem réttmæt. Miklir árekstrar og rifrildi geta spunnist út af því að unglingar leyfi sér t.d. að gagnrýna hvernig lífi foreldrar þeirra lifa. Sumir ung- lingar hafa t.d. aðra afstöðu til jafnréttis- 1 mála en foreldrar þeirra. Þeim getur fundist óeðlilegt að faðirinn sé sá sem öllu ræður, taki ekki til hendinni og láti þjóna sér. Margir foreldrar þola ekki að slíkt sé rætt fyrir opnum tjöldum. Gagnrýni er þá tekin sem eitthvað neikvætt í stað þess að líta hana jákvæðum augum og sem grundvöll fyrir umræður. Árekstra og gagnrýni er ekki hægt að flýja með því að neita að ræða um hlutina. Ef unglingar finna að foreldrar þola ekki gagnrýni, eykur það líkurnar á því að máiin séu rædd með hávaða og látum. Á hinn bóginn geta unglingar lært að það sé hægt að ræða um hlutina í rólegheitum ef for- eldrar eru opnir fyrir gagnrýni. Árekstrar koma ekki af sjálfu sér, það er alltaf einhver ástæða fyrir þeim. Að vera háður foreldrunum Það tilheyrir unglingsárunum að verða sífellt óháðari fjölskyldunni. Hvernig tekst til, er að miklu leyti háð því hvernig samband foreldra og barna hefur þróast áður en barnið varð unglingur. Of mikil tengsl foreldra og barna geta verið óæskileg fyrir báða aðila. Þetta getur komið niður á því sambandi sem á eftir að verða milli þeirra seinna meir, þegar unglingurinn stofnar sjálfur til sambúðar. Hann umgengst þá ekki fjölskyldu sína vegna gagnkvæms trausts og áhuga, heldur vegna þess hve ósjálfstæður og háður hann er fjölskyldunni. Oft vill unglingurinn ekki særa for- eldrana með því að slíta sambandi við þá, hann kemur í skylduheimsóknir og hefur samband til að halda friðinn, enda þótt hann hafi enga löngun til þess. Margir hafa valið þann kostinn að þegja yfir öllu til þess að halda friðinn eins og það er kallað. Það er alltaf hægt að ergja sig þegar heim sr komið. Afstaðan sem lýst hefur verið mótast oft af þvi að foreldramir vildu ekki leyfa ung- lingnum að verða óháður sjálfstæður einstaklingur. Þeir bundu hann við sig óeðlilegum böndum um ófyrirsjáanlega framtíð. Vonbrigði og sektarkennd for- eldra Margar ástæður geta valdið því að for- eldrar vilja ekki „sleppa” unglingnum frá sér. í sumum tilvikum finnst foreldrum að þeim hafi mistekist það hlutverk að vera foreldri. í öðrum tilvikum uppfylltu börn- in ekki vonir foreldranna, þau urðu ekki það sem foreldrunum sjálfum mistókst. Þess vegna þurfa þeir stöðugt að fá stað- festingu á því að bömunum þyki að minnsta kosti vænt um þá. Ef það yrði líka tekið frá þeim yrðu vonbrigðin alger. Þetta mynstur — fjölskyldubönd — er ekki óalgengt. Það er hægt að varna því, en það krefst þess að foreldrar og unglingar geti talað saman og viðurkenni rétt hver annars til að lifa lífinu. 37.tbl. Vikan 29 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.