Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 43

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 43
„Þetta var guðs vttji" Flugvólin nauðlenti í snæ viþöktum fjöllum Norður-Ameríku. Eftir þríggja daga árangurs- lausa bið varð 18 ára stúlka að taka örvæntingarfulla ákvörðun: Hún lagði sér lík föður síns til munns. Kanadamaðurinn Donald Johnson ætíaði bara rétt að bregða sér yfir landa- mærin til að heimsækja vini sina í Idaho. Hann leigði sér litla flugvél af gerðinni Chessna 172 og bauð 18 ára dóttur sinni, Donnu, og tengdasyni sinum, Brent Dyer, með. Flugmaður var Norman Pischke. Þegar þau lögðu af stað frá þorpinu Estevan í Saskatchewan var veðrið eins gott og á varð kosið. Einhvers staðar yfir White Cloud Mountains, snæviþakinni eyðimörk i fylkinu Idaho í Bandaríkjunum, byrjaði vélin að hósta. Flugmaðurinn nauðlenti svo listilega að enginn farþega meiddist. Flugvélin staðnæmdist við risastóran snjó- skafl. Flugmaðurinn lagði af stað til að sækja hjálp. Farþegamir sáu hann aldrei framar. Þremur dögum síðar fraus Donald Johnson í hel í flakinu. Og það var ekki fyrr en 18 dögum eftir það að björgunarleið- angur fann þau Donnu og Brent Dyer. Stúlkan var kalin á báðum fótum og komið á hana rugl. Lík flugmannsins fannst nokkra kílómetra frá flakinu. Hann hafði lika frosið i hel. Vinir ungu hjónanna héldu þeim veislu þegar þau komu aftur til Estevan í tilefni hinnar giftusamlegu björg- unar. Þar kom Brent Dyer með hræðilega tilkynningu sem skelfdi alla viðstadda: — Við hefðum aldrei lifað slysið af ef við hefðum ekki lagt okkur lík tengdaföður míns til munns. Mannát vekur mikla skelfingu og viðbjóð hjá íbúum hins siðmenntaða heims. Samt kemur aftur og aftur fyrir að manneskjur leggja sér mannakjöt til munns þegar engir aðrir möguleikar eru fyrir hendi til að bjarga lífinu. I október 1972 hrapaði flugvél í Andesfjöllunum. Eftir 69 daga var þeim 16, sem þá voru enn á lífi, bjargað. ^ctta voru meðlimir fótboltaliðs frá Uruguay og höfðu þeir dregið fram lífið með því að snæða lík látinna félaga sinna. Þeir reyndu að útskýra mannátið á eftir- farandi hátt: — Kristur fórnaði holdi sinu og blóði til bjargar mannkyninu. Það má líta á gerðir okkar á svipaðan hátt og síðustu kvöld- máltíðina. Brent Dyer reyndi líka að útskýra gerðir sinar og konu sinnar á trúarlegan hátt: — Við báðumst fyrir og töluðum við Guð. Hann ráðlagði okkur að gera þetta. Hann sagði að Johnson hefði látið dóttur sína hafa leðurfrakkann sinn skömmu eftir að flugvélin hrapaði. Dyer álítur að með þvi hafi hann viljað sýna að dóttirin yrði að lifa hvað sem það kostaði. Sjálfur fraus hann skömmu síðar í hel. — Við iðrumst ekki gerða okkar, segir Brent Dyer. — Þetta var Guðs vilji og við vitum líka að faðir Donnu hefði viljað leggja allt í söluínar henni til bjargar. Sýslumaðurinn í Estevan ákvað að ekki yrði höfðað mál á hendur ungu hjónunum vegna mannátsins. — Engir mannlegir dómstólar eru þess umkomnir að dæma það sem gerðist í þessari hræðilegu eyðimörk snjós og ísa, segir hann. 37. tbl. Vikan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.