Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 23
það að hafa verið sýnt í London oftar en öll önnur leikrit. Þó munu fáir Islendingar hafa séð það og ættu því að fjölmenna á Selfoss eftir að skyggja tekur. Um svipað leyti tekur Skagaleik- flokkurinn á Akranesi til við sýningar á Límu Langsokk, rauðhærða æringj- anum. Sigurveig Scheving leikstýrir. Nýtt leikrit eftir Hilmar Jónsson bóka- vörð verður frumsýnt í Keflavík af leik- félaginu þar, en nafnið var ekki tilbúið þegar þetta er skrifað. Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. Leikfélag Hornafjarðar ræðst i að sýna leikritið Dagbók önnu Frank og verður Ingunn Jensdóttir leikstjóri. Leikfélag Húsavíkur mun halda áfram að sýna Fiðlarann á þakinu eins og sl. vetur. Á Húsavík er búsett mikið af hæfileikafólki í leiklist þar á meðal þrír leiklistarmenntaðir einstaklingar: Man'a Kristjánsdóttir, Sigurður Hallmarsson og Einar Þorbergsson. Auk þess var einn af leikurunumí leikfélaginu þar, Ingimundur Jónsson, tckinn inn í leikarafélagið án prófs. Ekki ætti Hús- víkingum að verða skotaskuld úr því að koma upp nokkrum leikritum árlega með allt þetta lið, enda mun það vera stærsta og fjölmennasta leikfélagið innan „Bandalagsins”. Minnsta leik- félagið er aftur á móti staðsett í Borgar- firði eystra, og þar er sýnt á hverjum vetri eða svo til. Leikbrúðuland er meðlimur í „Bandalaginu” en það mun halda áfram sýningum frá fyrra ári auk þess sem það nú undirbýr viðamikla sýningu undir stjórn Bríetar Héðinsdóttur sem ætlunin er að frumsýna í apríl á næsta ári. Leiklist um landið, hún lifi! IÐNÓ: Ofvitinn og konur við Tjörnina Leikfélag Reykjavíkur hefur leikárið 16. september með frumsýningu á leikritinu Sambýli eftir Pam Gems. Leik- stjóri verður Guðrún Ásmundsdóttir en með aðalhlutverkin fara fjórar ungar leikkonur, þær Ragnheiður Steindórs- dóttir, Guðrún Álfreðsdóttir, Hanna María Kristjánsdóttir og Sigrún Valbergsdóttir. Guðrún Svava Svavars- dóttir sér um leikmyndir og Gunnar Reynir Sveinsson um tónlist. Athyglisvert verður að sjá leikgerð Kjartans Ragnarssonar á Ofvitanum eftir meistara Þórberg Þórðarson en ætlunin mun að sýna það í vetur. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Kirsuberjagarðurinn eftir Anton Tschekov verður á dagskrá þegar líður á vetur, undir leikstjórn og í þýðingu Eyvindar Erlendssonar. Þegar þetta er skrifað var ekki hægt að fá nánari upplýsingar um verkefni Leikfélagsins á þessu leikári, en ýmislegt fleira verður að sjálfsögðu á fjölum gamla leikhússins við Tjörnina, þar á meðal nýtt íslenskt leikrit. Hvað það verður mun tíminn leiða í ljós. Þangað til er hægt að gefa öndunum — góða skemmtun! 37. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.