Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 21
ÞjóðleikhúsH)! Á þessu leikári mun Þjóðleikhúsið aðeins taka upp eina sýningu frá fyrra leikári en það er hið vinsæla (sniðuga) verk Guðmundar Steinssonar, Stundarfriður. Upp úr miðjum september verða svo hafnar sýningar á nýjasta leikriti Tennessee Williams, Leiguhjallur, i þýðingu Indriða G. Þorsteinssonar. Leikstjóri verður Benedikt Árnason en leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson. Gamaldags kómedia heitir leikrit eftir Alexei Arbúzov sem frumsýnt verður 5. nóv. eða þar um bil. B‘ nedikt Árnason mun leikstýra og Jón Benediktsson gera leikmyndir. Önnur frumsýning verður væntan- lega í nóvember en þar verður á ferð nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur, rithöfund, deildarstjóra og borgarstjórnarkonu. Hefur það hlotið heitið Óvitar og verður undir leikstjórn Brynju Benediktsdóttur, en leikmynd gerir Gylfi Gíslason. Á jólunum býður svo Þjóðleikhúsið Islendingum upp á óperu því á annan dag jóla verður frumsýnd óperan Orfeus og Evridís eftir Gluck í þýðingu Þorsteins Valdimarssonar. Leikstjóri verður Kenneth Tilison og leikmynd eftir Alistair Powell. Eftir áramót verður frumsýndur gamanleikur, en nákvæmlega hvaða gamanleikur það verður hefur enn ekki verið ákveðið. I svartasta skammdeginu, i febrúar eða mars, verður sýnt leikrit eftir Maxim Gorki I þýðingu Árna Bergmann sem hlotið hefur nafnið Sumargestir. Leikstjóri verður Stefán Baldursson og leikmynd eftir Þórunni S. Þorgríms- dóttur. 1 apríl á næsta ári mun Þjóðleikhúsið halda upp á 30 ára afmæli sitt og í því tilefni sýna leikritið Smalastúlkan eftir Sigurð málara Guðmundsson i leikgerð Þorgeirs Þorgeirssonar. Leikstjóri verður Þórhildur Þorleifsdóttir. Að venju mun Þjóðleikhúsið leggja Listahátíð, sem haldin verður I júni á næsta ári, til efni m.a. með því að sýna nýjan ballett, Gilitrutt, við tónlist Jóns Ásgeirssonar. Einnig verður flutt dagskrá um Jóhann Sigurjónsson skáld í tilefni af aldarafmæli hans. Öll þau verk sem hér hafa verið upp talin verða sýnd á stóra sviðinu i Þjóðleikhúsinu. Litla sviðið í kjallara hússins mun þó ekki standa autt i vetur fremur en endranær. Fröken Margrét og Segðu mér söguna aftur sem sýnd voru sl. vetur verða tekin til sýningar aftur auk þess sem Leikfélag Norðfjarðar mun sýna leikrit eftir Kjartan Heiðberg. Ný verk- efni verða væntanlega þessi: Hvað sögðu englamir? eftir Nínu Björk Árnadóttur undir leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Leikmynd gerir Þórunn. S. Þorgrímsdóttir. Verkið verður væntanlega frumsýnt um miðjan október. Haukur J. Gunnarsson leikstýrir og gerir leikmynd að verki sem ber heitið Tveir japanskir leikir en þýðingin er eftir Helga Hálfdánarson. Kjartan Ragnarsson er með nýtt leikrit, Snjór, sem Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri leikstýrir. Leikmynd eftir Magnús Tómasson. Svo verður á Litla sviðinu sýnt leikrit eftir Jökul heitinn Jakobsson, l öruggri borg. Ekki má gleyma verki sem unnið er í hópvinnu af ýmsum leikurum Þjóðleik- hússins og ber heitið Flugleikur og fjallar um flug, flugmenn, flugfreyjur og fleira. Allar persónur í því verki eru tilbúningur höfunda og allri samlíkingu við lifendur og dauða er vísað til föður- húsanna. Farið verður með verk þetta I leikferðir en aðallega mun það þó verða sýnt á Kjarvalsstöðum I vetur. Góða skemmtun í Þjóðleikhúsinu! Skipulagsnafnd Alþýðulelkhússins að stttrfum, Kotbrún Halldórsdóttir, Arnar Jónsson, Helga Jónsdóttir, Anna Einarsdóttir og Guðný Helgadóttir. ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ: Barnaí Böðvai r m.m. Alþýðuleikhúsið mun halda starfsemi sinni áfram næsta vetur i Lindarbæ likt og áður þar sem annað hentugra húsnæði hefur enn ekki fundist. Mikið hafði verið rýnt niður á Austurvöll þar sem gamla Sigtún stendur enn með sviði og öllu tilheyrandi. En allt kom fyrir ekki, Póstur og sími notar staðinn sem mötuneyti fyrir starfsfólk sitt og vildi ekki gefa það eftir. (Eins og það skipti einhverju máli hvar póstþjónar borða?) Leikhúsið ætlar nú að ráða sér fram- kvæmdastjóra og taka skipulagsmál öll fastari tökum m.a. I því skyni að reyna að borga leikurum laun, en eins og kunnugt er hefur lítið farið fyrir slíku fram að þessu. Blómarósir eftir Olaf Hauk Símonar- son verða teknar upp að nýju, e.t.v. eilítið styttar og byrjað á því að fara í leikferð um landið. Að þvi loknu verður verkið tekið að nýju til sýninga á sviði Lindarbæjar. Við borgum ekki, við borgum ekki. . eftir Dario Fo verður sýnt aftur á þessu leikári líkt og á þvi síðasta, enda er það skemmtilegt verk sem hlæja má að nær endalaust. Nýtt íslenskt leikrit eftir Böðvar Guðmundsson sem enn hefur ekki hlotið nafn, verður sýnt og eru æfingar að hefjast um þessar mundir. Nokkrir höfundar eru að skrifa verk og útfæra hugmyndir fyrir Barnaleikhús sem verður I gangi i vetur. Ekki mun þó endanlega afráðið hvað það verður. Fleira mun í bígerð, en ekkert ákveðið. Þó er ekki að efa að Alþýðú- leikhúsið mun halda áfram að fjalla um samtímann á gagnrýninn og listrænan hátt nú sem endranær. Sjáumst I Alþýðuleikhúsinu! 37. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.