Vikan


Vikan - 13.09.1979, Side 44

Vikan - 13.09.1979, Side 44
Gary yfirgaf íbúðina klukkustund siðar. Það varð enginn á vegi hans er hann gekk út úr húsinu. Hann settist inn i bílinn, ók burtu og stansaði ekki fyrr en hann hafði ekið beint í gegnum borgina og upp í sveit. Þá sveigði hann inn á hliðarveg og lét sig falla fram á stýrið. Hann fór að kjökra, á eftir fylgdi hræðslugrátur. Honum varð óglatt og staulaðist út á grasið við vegarbrúnina. Sérríið kom upp úr honum og síðan súrt gallið. Hann hékk yfir skurðinn og skalf og nötraði. 1 fyrstu trúði hann því ekki að hún væri dáin: hún hlaut að hafa verið að látast, því hún hafði gefið eftir að lokum. Hann sló hana á kinnina, laus- lega í fyrstu en síðan fastar og talaði við hana í hænarrómi en síðan með vaxandi hræðslutón. Augu hennar störðu á hann en hann vissi að hún sæi hann ekki; andlit hennar var helblátt. Hann hafði aldrei séð dána manneskju fyrr. „En ég ætlaði ekki að meiða þig,” endurtók hann bjánalega í sífellu. Hann safnaði kjarki smá stund. Hann skildi við Söndru alveg eins og hún lá, dró ekki einu sinni niður pilsið, því þessa stundina gat hann ekki hugsað sér að snerta hana. Hann fór um íbúðina og fjarlægði allt sem komið gæti upp um hann, þvoði og þurrkaði sérrríglösin, með gúmmíhanska sem hann fann í eldhúsinu á höndunum. Hann þurrkaði allt það sem hann hafði snert við, vand- virkur eins og smámunasöm húsmóðir. Hann mundi jafnvel eftir að greiða sér áður en hann fór ef vera kynni að einhver sæi hann, þó þau hefðu ekki mætt neinum þegar þau komu inn. Hann var með nokkur ör á andlitinu sem hann þvoði og bar á áburð er hann fann í baðherbergisskápnum. Hann tók gúmmíhanskana með sér og lét þá í farangursgeymslu bílsins þar til hann gæti losað sig við þá. Áður en hann fór rótaði hann til í snoturri stofunni, dró út skúffur og fleygði innihaldinu út um allt til þess að láta líta svo út sem brotist hefði verið inn. Lögreglan myndi halda að stúlkan hefði komið þjófnum að óvörum. Einhver gæti hafa tekið eftir bílnum hans fyrir utan. Það væri best að losna við hann og halda áfram vinnu sinni eins og ekkert hefði í skorist. Það fyrsta sem hann myndi gera á morgun væri að selja hann og þá eins langt héðan og mögulegt væri. Þá myndi ekkert tengja hann við dánu stúlkuna. Enginn hafði séð þau saman. Þetta yrði bara óleyst morðgáta. Honum fór að líða betur og stóð nú beinn og andaði að sér loftinu. Það var hreint og ferskt. Þá varð hann var við öll hljóðin í kringum hann; lágan þyt í grasinu, ýlfur í einhverju villidýri. Hann fór aftur inn í bílinn. Það var engin ástæða til þess að verða gripinn hræðslu. Hún myndi ekki finnast fyrr en eiginmaður hennar kæmi heim ntesta fimmtudag. Hann hafði nógan tíma til

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.