Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 46
áður, „il n’y a que le premier pas qui co&te”. Fundir Richards voru mánaðar- lega; helgarnar hjá Kate annan til þriðja hvern mánuð. Eftir þetta skipti kom Richard oft seint frá Birmingham svo að það virtist ekkert dularfullt þó hann kæmi ekki heim um nóttina. Richard hafði aldrei áður verið Cynthiu ótrúr. Fyrir það fyrsta var ekki mikill tími til slíks hjá starfandi lækni, og svo var auðvelt að standast þær fáu freistingar sem buðust, hann hafði of miklu að tapa. Hver hefði látið sér detta i hug eftir öll þessi ár að Kate myndi breyta því? En hún var örugg. Cynthia myndi aldrei fá að vita neitt. Hún hafði eitt sinn sagt, og var þá ekki að grínast, að ef hún kæmist nokkurn tíma að því að hann héldi fram hjá sér myndi hún tafarlaust fara frá honum og taka Philip með sér. Hún var aðeins þrjátiu og tveggja ára þegar hún sagði þetta; hann gretti sig og velti því fyrir sér hvort hún myndi núna, tíu árum síðar, hugsa eins. Ástæður Kate fyrir því að halda áfram því sem byrjað hafði á svo tilviljana- kenndan hátt voru blátt áfram. Hún hafði aldrei látið sig dreyma um að þvílík líkamleg alsæla væri til og hún vildi njóta hennar aftur. Hún myndi jafnvel verða enn betri með æfingunni. Hún tilheyrði nú þeim kynlifshópi sem meirihluti þjóðfélagsins var í, hóp sem hún hélt að hún myndi aldrei verða hluti af. Hún vissi það núna að hún myndi aldrei giftast en þetta var þægilegt í meðförum og öruggt. Það var furðulegt, að Richard, svo venjulegur, sköllóttur, frekar fjörlaus að sjá og mun eldri en hún sjálf, gæti breyst í svo ákafan og blíðan elskhuga. „Elskhugi minn,” sagði hún upphátt á leið til Risely. „Ég er að fara að hitta elskhuga minn,” og hún myndi gæla við tilhugsunina.Hún leit gift fólk nýju ljósi; ólíklegustu sambönd, sem virtust bless- ast, var hægt að skýra út frá töfrum kynlífsins. Það hafði ekkert með það að gera að vera fallegur. Kate hafði engar áhyggjur af. siðferðislegum þáttum þessa sambands,' utan þess smáatriðis að hún var að vissu leyti sjúklingur Richards þó að húr. -■ væri réyndar á lista dr. Wetherbecs. • Richard hafði sagt að þegar dr,/ Wetherbee hætti áðstarfa,sem yrði fljót- lega, yrði hún að fara á skrá hjá Paul en ekki honum sjálfum. Stundum þegar hún hvildi í faðmi Richards reyndi hún að láta sem hann væri Paul en það gekk ekki. Hvorki Kate né Richard hefðu getað stofnað til sterkara leynilegs sambands, vegna þess hve einkalíf þeirra krafðist mikils af þeim. Kate vissi að tryggð Richards væri fyrst og fremst við fjöl- skyldu hans en hún skildi að núna gæti hann verið orðinn þreyttur á Cynthiu, aðaláhugamál hennar voru elda- mennska og bridge og í hvoru tveggja Á EIIUUM STAÐ Hjá okkur færð þú skólatöskuna, penna, blýanta, stílabækur, pennaveski og öll önnur ritföng sem þig vantar. Allar íslenskar námsbækur og einnig mikið af erlendum kennslubókum. BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR Laugavegi 18. var hún mjög fær. Við hana talaði hann oft um starfið og saman höfðu þau áhyggjur af deyjandi sjúklingum, vanda- málum annarra og sorgum. Með Kate kynntist Richard dekkri hliðum lifsins, heima hjá sér gerði hann það reyndar aldrei. Smátt og smátt efldist sjálfstæði Kate og hún fór að sinna sínum eigin áhugamálum. Hún lét móður sína vera eina eftir heima, þegar hún fór i kvik- myndahús, á tónleika í Hljómleika- höllinni eða út að borða. Þegar svo var krafðist hún þess að frú Wilson borðaði kvöldmatinn í rúminu og i súpuskálinni voru þá tvær muldar mogadontöflur. Dr. Wetherbee og kona hans buðu henni oft í mat og stundum voru Richard og Cynthia þar einnig; þá sat Kate alvörugefin á sínum stað og velti þvi fyrir sér hvernig Richard þætti að sjá þær báðar saman. Hún fór sjaldnar heim til þeirra. Cynthia, sem sagði stundum við Richard, „það er tími til kominn að við bjóðum vesalings Kate heim,” bauð henni einu sinni eða tvisvar á ári þegar þar var einhver annar einstæðingur sem vantaði félaga, eins og til dæmis einhleypi sóknarpresturinn sem var ástríðufullur keðjusöngvari. Kate vissi fullvel að Cynthia leit á hana sem ölmusþurfandi. Hún sat þá við gljá- andi mahóníborðið, horfði á Richard skera kjötið og hugsaði um mjúku, fíngerðu hárin á handleggjum hans sem nú voru hulin látlausum jakkanum og um þykka hármottuna á bringu hans og maga. Ef þú aðeins vissir, hugsaði hún þá og veitti því athygli að Cynthia var þó nokkrum kílóum of þung. Hún varð stöðugt sjálfsöruggari. „Ef ég vissi ekki að það væri ómögulegt, þá myndi ég halda að Kate hafi loksins fundið sér mann,” sagði dr. Wetherbee eitt sinn við konu sína. „Hún er að minnsta kosti hætt að eltast við Paul.” En þvi var hún ekki alveg hætt. Þegar þau höfðu átt helgi saman og Richard var farinn ók Kate vanalega inn í Wattleton, í tuttugu kílómetra fjarlægð, og leit í verslanir sem voru betri en þær heima. Hún var nú ofðin þeim vel kunnug og átti sér uppáhalds kaffihús, þar sem hún fékk sér oft kaffibolla og annan stað þar sem hún fékk sér að borða. Stundum fór hún í kvikmynda- hús og skoðaði sögufræga staði á laugar- dagseftirmiðdögum. Henni þótti aldrei leitt þegar Richard fór. Eitt sinn þegar Cynthia og Philip voru bæði að heiman hafði hann verið aðra nótt. Þau höfðu gengið um hæðirnar og stansað á sveita- krá til þess að fá sér bjór og samloku. Frú Havant hafði fengið lánaða gönguskó, buxur og úlpu hjá Kate Wilson þann daginn. Þegar þessum tveim manngerðum Kate sló saman hafði samband hennar og Richards orðið innilegra og þau höfðu skilið með miklum söknuði í það sinn; hvorugt HVERS VEGNA MORÐ? þeirra hafði áhuga á að blanda tilfinningum sínum saman. við þetta samband aftur, því hvorugt var reiðubúið til þess að binda sig sterkari böndum. Richard hafði hvatt Kate til að senda móður sína á elliheimili í útjaðri Ferringham; margir af eldri sjúklingum þeirra höfðu hafnað þar. En Kate vildi halda húsinu. Hún þráði frelsið sem sala þess myndi færa henni einhvern daginn og fátæklegt fé móður hennar; það myndi bæta upp alla þá auðmýkt sem hún hafði orðið að þola. Hún gat ekki útskýrt þetta, ekki einu sinni fyrir Richard, hún var ekki stolt af slíkum tilfinningum. „Það er of seint,” hafði hún svarað. „Ég get ekki yfirgefið hana núna.” Hún hefði átt að fara meðan hún var nógu ung til þess að vinna sig upp, það var ekki enn orðið of seint, en hún yrði þá að hafa mjög einbeittan vilja til þess að sigra og Richard vissi að Kate skorti slíkan metnað. „Ég myndi sakna þín,” hafði hann sagt. „En ég er ekki að fara,” sagði hún þá. Richard hefði ekki getað fundið sér frillu ólíkari, sjálfsöruggri, þrifalegri og fallegri konu sinni; hin beinabera Kate var áskorun og hann var stoltur af hæfileika sínum til jtess aðgeta fullnægt henni. Þegar hann gisti í Risely fór hann strax eftir morgunverð og kom heim nógu snemma í morgunkaffið. Þá þaut hann inn í húsið, heilsaði Cynthiu ástúðlega, bjó sig undir að mæta hverju því sem dagurinn bauð upp á og elska heitt um nóttina. Cynthia stríddi honum þá og sagði að hann hefði gott af því að fara frá henni, hann væri svo ákafur, þegar hann kæmi aftur. Fjölskyldulíf hans var hamingjusamt. Frú Wilson var aftur á móti alltaf ergileg þegar Kate kom heim úr stuttum fríum sínum að því er virtist úthvíld. Tilvera stúlkunnar var henni stöðug á- sökum; hvers vegna átti Lawrence, sem hefði orðið svo fullkominn, að deyja og þessi fölleita vera að koma löngu síðar og taka hans stað? Hún var stöðug áminning um eitthvað sem frú Wilson hefði frekar viljað gleyma; samkvæmt hennar skilningi komu syndir föðursins fram á barninu. Þessi helgi var ekki að neinu leyti frá- brugðin. Þegar Kate kom heim á sunnu- dagskvöldið, sendi móðir hennar hana 4* Vlkan 37* tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.