Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 8

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 8
„Svona er hægtað hverfa spor- laust" Guðmundur Víglundsson, vélstjóri, segir frá ferð sem hann og félagi hans tóku sér fyrir hendur eina haustnótt fyrir nokkrum árum og fóru alla leið til New York þar sem þeir dvöldu í hálfan annan sólarhring. Ferðalag þeirra er merkilegt fyrir það að þeir fóru alla þessa leið án þess að vera með farseðla, vegabréf né nokkuð annað það sem talið er sjálfsagt í vasa ferðalangs. Að sjálfsögðu var þetta allt saman ólöglegt og upp um athæfið komst fyrir tilviljun — en hér er sagan: — Þetta var nú þannig að við vorum þrír að skemmta okkur i bandarísku klúbb- unum á Keflavíkurflugvelli og drukkum stíft eins og gerist og gengur. Kom þar, að okkur var vísað út úr einum þeirra, svo- kölluðum „offisera-klúbbi”. Undum við því illa og þó sérstaklega einn okkar sem hefndi sín með því að brjóta stórt neonljósaskilti sem var á framhlið klúbbsins og varð það til þess að hann var handtekinn. Þá vorum við eftir tveir og héldum uppteknum hætti, fluttum okkur á milli klúbbanna og drukk- um. Svo kom að því að búið var að loka öllum klúbbunum og allt næturlíf búið og þá sjáum við hvar glampar á skrokk stórrar Rolls Royce Loftleiðaþotu einhvers staðar í myrkrinu. Þarna var eitthvað fyrir okkur enda tókum við umsvifalaust stefnuna á flugvélina. Óafvitandi vorum við þar með að stíga okkar fyrstu spor á leiðinni til heimsborgarinnar í vestri, New York. Þangað höfðum við aldrei komið. 10$ var allt og sumt Guðmundur og félagi hans voru ekkert að tvínóna við þetta og undu sér inn i toll- varðarherbergi á flugvellinum og spurðu tollvörð sem þar var fyrir hvert og hvenær þessi flugvél færi því þeir ætluðu að taka sér far með henni. Tollvörðurinn bara hló' en gaf þeim þó upp brottfarartima flug- vélarinnar. Það var fyrsta skrefið. — Nú var okkur ekkert að vanbúnaði nema hvað við áttum enga dollara. Við hringdum i leigubílstjóra, kunningja okkar, en hann átti ekki nema 10 dollara sem hann góðfúslega lánaði okkur með þeim orðum að ef við kæmumst alla leið til Ameríku svona fyrirvaralítið og -á ' þann hátt sem við ætluðum okkur þá mættum við eiga þessa 10 dollara og þyrftum aldrei að borga þá seinna. Við tókumst i hendur og hann óskaði okkur góðrar ferðar. En hvað með allt eftirlitið? Vegabréfs- skoðunina, tollverðina og hvað þetta fólk nú heitir allt saman sem vinnur á flug- völlum? í stuttu máli sagt þá gengu Guðmundur Víglundsson og vinur hans með 10 dollara í vasanum til hliðar við flug- stöðvarbygginguna og tóku sér stöðu utan- vert við síðustu dyrnar sem farþegar ganga í gegnum á leið til vélarinnar. Þegar far-, þegar á leið til New York birtust í dyrunum blönduðu þeir félagar sér í hópinn og gengu um borð i flugvélina, fengu sér sæti á besta Naw York er haMandi og akki amalaBt að komast þangað ókeypis .... stað, hurðinni var lokað og vélin tókst á loft. — Okkur leið ágætlega þegar við vorum komnir í sætin, þarna fengum við nóg að drekka og éta og undum glaðir við hlut- skipti okkar. Okkur hafði tekist það sem við ætluðum okkur og það er alltaf dálitið gaman. En þá kom fyrsta áfallið. Flugfreyj- an gekk á milli sætanna og bað alla um vegabréf, þetta var vegabréfsskoðun og eitthvað það alversta sem mögulega gat hent okkur undir þessum kringumstæðum. Við gripum til þess ráðs að þykjast vera sof- andi og umluðum bara einhverja vitleysu þegar freyjan hnippti i okkur í von um að hún sleppti þessum „sofandi” löndum sínum að sinni. En hún var ekki á því og hélt áfram að hnippa í okkur þangað til að við „vöknuðum”. Það varð fátt um svör hjá okkur þar til flugfreyjan sagði okkur á ensku að ef við værum amerískir ríkisborg- arar þá þyrftum við ekki að sýna passa og við hristum ákaft kollana og sögðum „yes, yes. . .” Þarna sluppum við rétt fyrir horn og verðlaunuðum sjálfa okkur með þvi að fá okkur meira að drekka. Ég veit ekki hvernig á því stóð en við þurftum aldrei að borga neitt fyrir allar þær veitingar sem við fengum í vélinni og þegar flugvélin lenti á 8 Vikan 37- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.