Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 37

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 37
húss notað til íveru eiga að vera reykskynjarar á þeim hæðum. Hvar á reykskynjarinn að vera? Bæði reyk- og hitaskynjara á að festa i loftið í herbergjum, helst sem næst miðju og alltaf þar sem loftið er hæst — með því er mestu öryggi náð. Komið skynjurunum aldrei fyrir á veggjunum. Hiti og reykur frá eldi stígur fyrst upp í loftið, svo niður með veggjunum. Milli lofts og veggja myndast dautt horn, þar sem reykur og hiti nær hvað síðast út í. Skynjara á því að festa a.m.k. 15 sm frá veggnum og alls ekki í strikaða svæðið á myndinni. Svefn herbergi ___________ í^crr^ Loft Dautt horn Veggur SKÓLA TÖSKUfí Hin seinni ár hefur þeirri skuld, að böm verði þegar á skólaaldri fyrir varanlegum skemmdum á hrygg, yfir- leitt verið skellt á skólahús- gögn, borð og stóla. Það er þó sjaldgæft, að orsök hryggskemmda sé aðeins ein, yfirleitt eru þær fleiri. Austurrískur læknir hefur haldið því fram, að þungar skólatöskur séu ástæðan fyrir því, að 55% nemenda sem Ijúka gagnfræðanámi em með hryggskekkju, en aðeins 18% nemenda í fyrstu bekkjum barnaskóla. Skólatöskur nemenda í fyrstu bekkjum skólans geta hæglega vegið fjögur til fimm kíló og það er ekki óalgengt, að skólatöskur nemenda í lokabekkjum skólanna séu allt að tiu kíló að þyngd, eða meira. Öhörðnuð bein barna geta hæglega skekkst við rangan burð á skólatöskum. Það er því gáfulegt að láta bömin bera byrðar sínar þannig, að þyngd þeirra dreifist yfir allt bakið. í allt of mörg ár hefur það verið látið viðgangast, að tískan segði til um, hvernig skólatöskurnar ættu að vera. Værí ekki rétt að haga sér skynsamlega við val á skóla tösku? Þegar kaupa á skólatösku, mæla læknar eindregið með baktöskum — annaðhvort litlum bakpoka eða venju- legri baktösku með ólum yfir herðarnar. Það er þýðingarmikið, að ólarnar séu breiðar, svo þær særí ekki herðarnar og að þær séu þétt saman, svo þær renni ekki út af öxlun- um. Ef barnið á nú þegar skólatösku, sem enn er ótímabært að skipta um, er gott ráð að láta setja ólar á hana. Þá skyldu foreldrar hafa það í huga, að skólataskan sjálf vegur oft töluvert. Það er hægt að fá skóla- töskur, sérstaklega fyrir minni börnin, úr léttu efni eða næloni. Og enn eitt Mörg barn- anna fara daglega með allar skólabækurnar með sér í töskunni. Hjálpið börnunum við að setja í töskuna, þann- ig að þau fari aðeins með þær bækur, sem þau þurfa að nota þann daginn. Úr Rád og Resultater. Þýð.: 37. tbl. Vikan 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.