Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 51

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 51
glöð i bragði. „Hvaða bók er betta?” Og ég tók minnis- blað upp úr töskunni minni til þess að skrifa hjá mér bókarheitið. „Það er Fiðriidasafnarinn eftir Marie Conway Oemler,” svaraði hann. Ég féll gjörsamlega í stafi. Samt sagði ég honum ekki frá þvi að ég hefði sjálf haft mikinn áhuga á að ná i þessa bók. Ég þakkaði honum aðeins fyrir að hann hefði bent mér á bókina, fór síðan rakleitt í næstu bókabúð og keypti hana. Bókin fjallaði um þjóf nokkurn sem fótbrotnaði á flótta undan lögreglunni. Eftir það hafði hann ekkert gagn af fimum höndum sínum til þess að stinga upp læsingar og opna peningaskápa, því fóturinn var orðinn bagaður og ófær til að forða sér undan, ef i harðbakka slægi. Þetta þótti þjófmum allillt, þvi hann taldi sig vera einn af snjöllustu þjófum landsins. Þá var það að sóknarprestur hans, góðgjörn og guðelsk- andi sái, fékk hann með þrautseigju og fortölum til þess að gerast skordýrasafnari. Nota sínar fimu hendur til þess að safna fiðrildum og flugum, þurrka þau, flokka niður og ganga frá þeim sem smekklegast á þar til gerðum brettum eða bökkum. Á þennan hátt tókst honum smám saman að veita áhuga og hæfi- leikum þjófsins í nýjan farveg, losa hann úr viðjum lægri hvata, vekja hið góða í sál hans og beina hug hans frá eigingirni og glæpum. Kenna honum að finna hinn lifandi Guð og hefja leit að ljósi og og sannleik. Þetta varð eins konar upprisa, endurnýjum hugarfarsins og endurfæðing sálarinnar til nýrrar þekkingar á Guði og lögmálum lífs og dauða. Nokkrum dögum síðar fékk ég boð frá frú Klöru um að heimsækja hana í Lundúnum. Ég kom heim til hennar og hitti þar fyrir frú F, sem var þar gest- komandi og hafði með sér páfagaukinn sinn, sem hún aldrei vildi við sig skilja. Við skröfuðum saman um stund og drukkum te. En mér fannst ég varla geta rætt um viðkvæm einkamál undir þessum kringum- stæðum og tók því að sýna á mér fararsnið. „I öllum bænum, þér megið ekki fara svona fljótt,” sagði frú Klara með sinni djúpu, hlýju rödd. „Ég ætlaði einmitt að fara að segja frú F frá því hvernig þér björguðuð mér frá fullkominni örvilnan í sambandi við sonarmissinn.” „Ég?” endurtók ég spyrjandi. „Já, þér. Vissuð þér ekki að ég var í flokki kristi- legra „scientista”? „Nei, ég vissi ekkert um yður. Ég fékk bara þcssi skilaboð frá Roy og sendi þau áleiðis til yðar.” „Jú, ég var það. Og þegar Roy dó, þá féll mér allur ketill í eld. Trú mín og traust hrundi til grunna. Mér fannst að enginn Guð væri til, ekkert framhaldslíf, engin upprisa, — bara myrkur, af því að Roy var dáinn. Þá kom bréfið frá yður. Ég skildi og fann að þar var hann að segja mér, að hann lifði þrátt fyrir líkamsdauðann og minnti mig á það, þegar við vorum að lesa saman um fiðrildasafnarann. Og trú mín öðlaðist nýjan styrk og vonin vængi. Ég get ekki með orðum lýst þeim umskiptum og þeim hljóða fögnuði sem fyllti sál mína. Þótt hann hefði birst mér í vöku eða draumi, þá hefði ég sennilega taliö það vera ofskynjun eða ímyndun. En boðin frá yður orkuðu svo sannfærandi á mig vegna þess að þér eruð okkur svo að segja gjörókunnug. Þess vegna er ég yður þakklátari fyrir bréfið en ég get oröum að komið. Það bjargaði mér bókstaflega frá því að missa vitið.” Mér þótti vænt um þessi orð. Ég hafði ekki minnsta grun um að þessi fræga söngkona, sífellt umsetin og önnum kafin, hefði gefið sér tíma til þess að lesa bækur um alvarleg og sálræn efni og ræða þær við son sinn. Mér var með öllu ókunnugt um trúarskoðanir hennar eða hvaða áhrif hið sviplega fráfall sonar hennar hefði haft á hana í því tilliti. Við þekktum hana og fjölskyidu hennar sama og ekki neitt. Þau hjónin voru sífellt á ferðalagi, bæði innanlands og utan og héldu hljómleika. Þau höfðu því mjög litinn tima til að kynnast fólki þá stuttu tíma sem þau dvöldu heima hjá sér í Lundúnum. Hér gat því ekki verið um hugsanaflutning eða fjarhrif að ræða. Ég hafði enga hugmynd um þessa bók, né heldur sonur minn, og því síður um það að þau mæðginin hefðu lesið hana saman og rætt um efni hennar og innihald. I maímánuði 1940 fórum við til Torpuay og vildi þá svo til að ég hitti G. bankastjóra sem sat þar að snæðingi við næsta borð. Ég kannaðist undireins við hann, þó ég hefði ekki séð hann í nokkur ár, þar sem hann hafði látið af stjórn bankans og tekið við öðrum störfum. Við tókum tal saman að afloknum miðdegis- verði og ég minnti hann á það sem hann hefði sagt við mig um bókina forðum. Hann mundi vel eftir þessu og kvaðst hafa verið hálfhikandi að segja rnér frá þess- ari vitleysu, en ég hefði aldrei getað horfið úr huga sínum á meðan hann las bókina og sér hefði fundist hann verða að segja mér frá þessu. Ég sagði honum þá upp alla söguna og varð hann ekki lítið hissa á frásögninni, þegar hann þá heyrði hana alla i fyrsta sinn. Svo var það nokkru seinna, að ég var í síðdegis- veislu með allmörgu fólki. Talið barst að draumum og dulrænum fyrirbærum. Þá tekur ein konan að segja frá þessari sögu. Að vísu fór hún ekki alveg rétt með, en það var auðheyrt að hún lagði trúnað á þessa atburði. Þeir sem á hlýddu komu fram með ýmsar athugasemdir og trúðu ekki meira en svo. Sá sem næstur mér sat við borðið sneri sér að mér og sagði: „Ekki trúi ég á þessa sögu. Trúið þér henni?” Og ég svaraði ofboð rólega: „Ég get ekki rengt að hún sé sönn.” „Og hvers vegna það?” spurði hann stuttur í spuna. „Vegna þess að það var ég sem fékk skilaboðin og kom þeim áleiðis,” svaraði ég. Endir 37. tbl. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.