Vikan


Vikan - 13.09.1979, Page 25

Vikan - 13.09.1979, Page 25
Dásamlegt kvöld eftir Nell Lamburn Þýö.: Emi! Örn Krístjánsson c ^-''ARRIE leit niöur út um flug- vélargluggann og hugsaði með sér: Ég hlýt að vera brjáluð! Að fara I skíða- ferðalag eins og ég er lofthrædd! Hún skalf innra með sér. Langt fyrir neðan skein og sindraði á fjöllin og Carrie flýtti sér að líta undan. Móðir hennar sat við hlið hennar og las. Ef það hefði ekki verið vegna frú Faraday, þá hefði hún hætt við þetta á siðustu stundu. En ekki einu sinni móðir hennar vissi hve taugaóstyrk hún var. Þetta hafði allt byrjað vegna þess að hún gat ekki staðist áskorun. Einhver hafði komið með happdrættismiða á skrifstofuna. Fyrstu verðlaun voru skíðaferðalag fyrir tvo I austurrisku Ölpunum. Carrie hafði aldrei unnið neitt áður, en auðvitað þurfti hún að vinna þetta. Hún sat steini lostin við skrifborð sitt og allir höfðu þyrpst um hana. „Eg skal fara ef þú vilt það ekki! — Ég skal kaupa þá af þér á hálfvirði! — Ég skal fara fyrir þig! Hvern ætlar þú að taka með þér?" Og öfundin í andlitum þeirra gerði að engu áætlanir hennar um aðfara ekki. „Ég tek mömmu með mér!” Henni hafði dottið þetta í hug á þessu sama augnabliki. „Hún hefut ekki farið i frí síðan pabbi dó og hana hefur alltaf langaö til þess að sjá Alpana." En frú Faraday hafði sínar efasemdir. „Myndir þú ekki frekar vilja taka ein- hverja á þinum aldri með þér, vinan? Þú myndir skemmta þér mun betur.” Carrie fannst það fáránlegt að tala um skíðaferðir sem einhverja skemmtun, en hún nefndi það ekki. En þar sem hún hafði séð tilhlökkun móður sinnar, sagði hún: „Ef þú kemur ekki meðmér, þáferégekki.------------- Fólkið á ferðaskrifstofunni hafði lika sínar efasemdir. „Þér vitið að þetta er i rauninni ferð fyrir ungt fólk, ungfrú Faraday. Ég held að móðir yðar muni finnast hún vera nokkuð utanveltu.” „Það voru ekki nein skilyrði sett á happdrættismiðunum,” sagði hún há- tiðlega. „Og móður minni finnst hún aldrei vera utanveltu.” Þetta gerði hana enn ákveðnari í að fara. Svo hingað voru þær komnar, flug- völlurinn var langt fyrir neðan þau og maginn hennar var farinn að láta vita af sér. Flugvöllurinn var ein litadýrð, anórakkar og ullarkápur í öllum lit- brigðum. Spenningurinn sauð upp úr i hlátri, hópar mynduðust og sundruðust. Þær fylgdu fararstjóra sínum, ungfrú Tate, út að strætisvagninum. Hún var hávaxin og ljóshærð og hörundslitur hennar minnti á sterkt, kalt te. Carrie féll ekki við hana, þó hún gæti alls ekki skilið hvers vegna. „Ó, ég skemmti mér svo!” sagði frú Faraday og i fyrsta sinn var Carrie fegin því að þær hefðu farið. Á eftir var hún ekki svo viss. Um leið og þær voru komnar út úr bænum lá vegurinn upp í móti, í fyrstu aðeins lítillega, en svo varð hann brattari, með fleiri beygjum og krappari. „En dásamlegt útsýni!” hrópaði frú Fararday og horfði niður í dalinn. „Sjáðu Carrie, það er eins og leikfanga- þorp núna!” Carrie horfði og henni varð óglatt. Þau virtust aldrei vera á jafnsléttu. Ekki einu sinni þegar þau komu að hótelinu, það var byggt utan i fjallshliðina. Hótelið var nýtt og hlýlegt, málað fjörlegum litum. Fólkið safnaðist þvaðrandi við afgreiðsluborðið og beið eftir herbergisnúmerunum sínum. Þá kallaði ungfrú Tate: „Næst — Caroline Faraday.” Og með illa dulinni fyrir- litningu bætti hún við: „Hún er vinn- ingshafinn i Benson happdrættinu og hún tók móður sína með sér, Andreu.” Carrie hafði aldrei trúað á ást við fyrstu sýn. Ást var að kynnast einhverjum og þroska með sér tilfinning- ar sem entust alla ævi. En þegar hún sá manninn sem sat á bak við af- greiðsluborðið var hún undir eins full- viss um að hann væri sá, sem hún vildi eyða með því sem eftir væri af ævinni. Hann var hávaxinn. andlit hans lýsti kátínu og hún var yfir sig ástfangin af honum. „Það var fallega gert!" Rödd hans var full hlýju. „Ég er viss um að þér skemmtið yður konunglega, frú Fara- day. Okkar er ánægjan að hafa yður hér.” Hann hafði ekki litið á hana, hann hafði ekki einu sinni talað við hana, en Carrie fannst eins og þau hefðu þekkt hvort annað í langan tíma. En á næsta augnabliki varð draumurinn að engu. Um leið og hún fylgdi móður sinni að lyftunni heyrði hún kuldalega og skýra rödd ungfrú Tate segja: „Hefurðu frétt eitthvað um komu konunnar þinnar, Andrew?” „Ekki enn. Sá í miðiðer núna kominn með mislinga. Það virðist alltaf vera eitthvað.” Hann var kvæntur! 0, hve lífið var miskunnarlaust! Hvað þetta var óréttlátt! Að hafa fundið manninn sem hún elskaði — alltof seint! „Er allt í lagi með þig, vinan? Þú ert svo föl.” Frú Faraday virti hana fyrir sér og einhvern veginn tókst Carrie að brosa. „Mér líður ágætlega. Það er bara hit- inn hérna inni eftir kuldann úti. Ég jafna mig á stuttri stundu." Hún vissi að þá átti hún tvo möguleika. Hún gæti setið í fýlu og látið sig veslast upp og þannig eyðilagt friið fyrir þeim báðum. Eða hún gæti notið hverrar mínútu af nálægð Andrews áður en hún færi heim og byrjaði sitt piparjónkulíf. Hún hugleiddi ákveðin að það væri á- stand sem hún yrði að venja sig við og því fyrr sem hún byrjaði á því, þvi betra. Skíðaferðirnar byrjuðu strax eftir há- degi. Sumir þeirra allra áköfustu voru þegar komnir út. „Skemmtu þér vel!” Frú Faraday var einnig klædd í útiföt og Carrie sagði önuglynd, þar sem hún þrammaði um, óvön þungum skiðaskóm: „Það skal ég gera. Ætlar þú líka út?” „Aðeins í stutta gönguferð. Hr. Blair er búinn að segja mér frá nokkrum bestu gönguleiðunum.” „Hr. Blair?” „Þessi indæli, ungi maður sem lét okkur fá lyklana. Við röbbuðum þó nokkuð saman. Hann er fyrrverandi unglingameistari á skiðum. Núna er hann að læra hótelrekstur áður en hann opnar sitt eigið skíðahótel I skosku hálöndunum.” Með konu sinni og börnum, hugsaði Carrie biturlega. Ekki var hann aðeins kvæntur heldur ofan á allt saman var hann skíða„idjót”. Ef hún ætti nokkra skynsemi til að bera, þá myndi hún koma honum úr hjarta sér og hætta að hugsa um hann. Samkvæmt sögunum þá áttu skiðakennarar að vera hávaxnir, liprir og myndarlegir. Kennarinn hennar Carrie var lágur vexti, ekki ungur og með langt, mæðulegt andlit. Hann hét Alfred. „Skemmtið ykkur vel!” Andrew Blair, fremstur í flokki fólks sem rann áfram með þaulæfðum tíguleika, renndi sér fram hjá þeim, þar sem þau gengu hægt og bitandi í átt að byrjendabrekkunum. Carrie þvingaði fram skínandi bros. „Það skal ég sannarlega gera! Ég er viss um að þetta verður dásamlegt!" Hann átti ekki að fá að vita hve hrædd hún væri. Né, hve áhugalaus hún væri. Hann átti að eiga virðingar- verðar minningar um hana. Ef hann myndi á annað borð nokkuð eftir henni. Þegar dagur var að kvöldi kominn var hún aum, köld og rök, en hún gat hreyft sig áfram nokkuð auðveldlega. Á jafn- sléttu. Hún var mjög ánægð með sjálfa sig. Það var Alfred líka. „Þú ert seig!” sagði hann og skyndilega ummynduðust allar hrukkurnar hans I eitt bros. „Þú verður brátt komin þangað upp, heldurðu það ekki?” Hann benti upp I hæstu brekkurnar. „Einhvern tíma, kannske.” Carrie kyngdi. Móðir hennar var á svölunum með tebakka sér við hlið og bók á hnjánum. Carrie skreið í stólinn næst henni. „Ekki vissi ég að ég væri með svona marga vöðva,” stundi hún. „En Afred segir að ég sé seig.” „Alfred?” Frú Faraday hellti í annan tebolla. „Skíðakennarinn.” „Það er gaman. En ég hefði getað sagt honum það.” 1 staðinn sagði hún Andrew Blair það. „Hrós, og það frá Alfred.” Hann var að afgreiða við vínborðið þetta kvöld og Carrie sá hnakka hans speglast í gler- veggnum á bak við hann. Það var fallegur hnakki, sterklegur, og niður eftir honum 37- tbl. Víkan 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.