Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 19
Mér var brugðið. „Simon, þú mátt ekki hugsa þannig. Var það þér að kenna að þú fæddist eins og raun varð á? Ættirðu ekki heldur að kenna foreldrum þínum um en sjálfum þér? Ég skil ekki hvernig þú getur verið leiður vegna þess að þér hefur batnað þetta mikið. Nú get- urðu lifað hamingjusömu og nytsömu lifi, ekki satt?” mótmælti ég reiðilega. „Nytsömu og hamingjusömu lífi?” svaraði Simon og munnur hans var sem strik, augun eins og svartar tjarnir. Ég fann hvernig hann greip fastar um hönd mína. „Ég er karlmaður, Della. Held- urðu ekki að ég vilji lifa eðlilegu lífi? Geta kvænst konunni sem ég elska? Eignast fjölskyldu? En það er mér meinað. Ég get ekki einu sinni verið einn með ungri stúlku.” Hann stóð upp og ég sá að hann leit til Mannings sem nálg- aðist okkur eins og stórt naut. Allt í einu vildi ég komast í burtu. Mig langaði ekki að halda áfram gönguför okkar, kvaddi því Simon og gekk til baka. Ég reyndi að telja sjálfri mér trú um að það væri nærvera Mannings sem mér hefði þótt óþægileg og að þess vegna hefði ég flúið. En ég vissi sjálf að ástæðan var dýpri og veigameiri en svo. Ég fann að afbrýðisemin reif í mig og tætti og var að gera mig vitstola. Hver var þessi kona sem Simon vildi kvænast? Hvaða kosti hafði hún sem höfðu orðið til þess að hann féll fyrir henni? Var hún ung? Var hún falleg? Var hún af aðals- ættum? Spurningarnar þeyttust um höfuð mitt og tóku hug minn svo mjög að ég tók varla eftir umhverfi mínu. Það var ekki fyrr en ég kom að klaustrinu að reiði mín og biturleiki hurfu, eftir var að- eins djúp samúð með Simoni sem ekki gat kvænst konunni sem hann elskaði og var að eilífu dæmdur til einveru: Tólfti kafli Eftir hádegi tók Vaughan mig á eintal. Hann fór hálf klaufalega að þessu og mig fór að gruna að það sem ég hefði tekið sem kæruleysi gagnvart sorg minni hefði í rauninni aðeins verið gríma til að dylja feimni hans. Hann leit aðeins á mig en horfði síðan strax niður fyrir sig. „Fröken Della, gætir þú.. gætir þú setið fyrir hjá mér smástund nú í dag? Ég bið þig að fyrirgefa mér ef ég er of fljótur á mér. Ég vil ekki valda þér óþarfa leiða.” I stað þess að verða leið gladdist ég yfir að hann hefði beðið mig um þetta, það myndi stytta daginn og eyða ein- manaleika mínum. „Auðvitað mun ég sitja fyrir hjá þér hr. Mowbray. Og þakka þér fyrir hafa verið svo þolinmóður,” svaraði ég. Ég fór í flauelskjólinn, sem ég átti að vera í á myndinni og skoðaði sjálfa mig í speglinum. Mér fannst sem ég væri að horfa á ókunnuga stúlku, svo ólik var spegilmynd mín þeirri stúlku sem hafði blasað við mér fyrir nokkrum vikum síðan. Á meðan hann var að vinna horfði ég hrifin á það hve vel hann blandaði litunum og hve.niðursokkinn hann var í vinnu sína. Ég fann að ég öfundaði hann af þessum gáfum hans, sem gátu altekið hann á þennan hátt. Að lokum gekk hann eitt skref aftur á bak og horfði ánægður á verk sitt. „Finnst þér það ekki hafa batnað, frk. Della?” Ég var fegin að geta rétt úr mér og gekk að málverkinu. Ég sá mér til mikill- ar ánægju að unga sviplausa stúlkan var horfin. 1 staðinn sá ég unga sorgmædda konu. Varir hennar voru létt aðskildar og hún virtist mun meira lifandi en sú sem hafði verið þarna fyrir. Maðurinn var snillingur! Hann málaði mig eins og mér leið og sorg mín var sem skrifuð á andlitið. Þetta var engin tilfinningalaus brúða heldur kona sem hafði reynt sínar þjáningar. „En hvað þú hefur mikla hæfileika hr. Mowbray! Þetta málverk hlýtur að hljóta jafnmikla viðurkenningu og hitt málverkið þitt, heldurðu það ekki?” Vaughan hristi höfuðið. „Nei, því miður. Andlitsmálverk eru dæmd eftir því hve mikið þau líkjast fyrirmyndinni að útliti, engu öðru. Hin myndin mín, þessi af frökeninni, var hugdetta, vel gerð og í öllum aðalatriðum vel heppnuð. Þó að þú hafir verið upphaf- lega frökenin, getur það alveg eins hafa verið einhver önnur, það skiptir engu máli. Svo hefur heppnin líka sitt að segja. Ef vel þekktur og viðurkenndur gagnrýnandi hrósar verkum þínum, fylgja smáfiskarnir og ríkisbubbarnir á eftir. Þetta er frægðin! Raunverulega ekkert annað en sápukúla sem auðvelt er að blása upp og sprengja.” „Hr. Mowbray, þú ert kaldhæðinn!” mótmælti ég. Hann brosti dauflega. „Já, fröken Della. Lífið getur gert mann kaldhæðinn, finnst þér það ekki líka?” Ég fann að ég roðnaði því að ég var hrædd um að hann væri að tala um þá meðferð sem hann hafði hlotið hjá pabba. Hann lagði frá sér penslana í könnu með þynni og fleygði áklæði yfir málaragrindina. Um leið og hann þerr- aði hendur sínar sneri hann sér að mér, það var eitthvað í andliti hans, sem minnti mig á kvöldið góða fyrir löngu. „Og ég, frk. Della, er nákvæmlega jafn spilltur og þeir sem ég er að níðá, því að ég mála núna til að vinna hylli og álit fólks sem mér er alveg sama um. Fólks sem ég ætti ekki að reyna að láta dást að mér. Og ég mála fyrir peninga. Þetta eru allt röngu ástæðurnar og ég fyrirllt sjálfan mig. En þrátt fyrir jsað hef ég hugsað mér að halda áfram á þessari illu braut minni.” Hann brosti drengjalega til min. Ég fann til með honum, því mér fannst ég vera i svipaðri aðstöðu. „Stundum erum við öll fórnardýr aðstæðnanna, ekki satt? Ég er á leið inn í aðalinn þó mér sé nákvæmlega sama um það fólk sem þá mun taka mér opnum örmum. Þetta geri ég fyrir föður minn, til að fullnægja metorðagirnd hans, þvl hann vill ná langt og jrað sem ég get gert, verður metið við hann.” Vaughan benti mér á að koma að glugganum, niðri á grasfletinum sýndi páfugl litadýrðsína ogfegurð. „Sjáðu, fröken Della,” hann hló. „Jafnvel fuglarnir vilja sýna hvers þeir eru megnugir.” Hann hætti að hlæja og sneri sér aftur að mér „En er jietta joess virði að fórna hamingjunni fyrir? Kvöld- ið sem við skemmtum okkur saman fann ég að ég var hamingjusamur. Tónlistin, gleðin, frelsið og félagar mínir áttu allt sinn þ>átt í því.” Þetta kvöld mun einnig verða mér lengi minnisstætt,” sagði ég. „En daginn eftir, jtegar pabbi móðgaði þig, hvarf gleði minningarinnar og í staðinn kom biturleiki og skömm.” Orð min gáfu ekki til kynna hve djúpar þessar tilfinningar hefðu verið, en hann leit undrandi á mig. „Hvernig vissir þú þetta? Þegar ég ■gekk í burtu sá ég þig fyrir mér í einhverj- um glugganna, jafnvel brosandi að ó- förum mínum, og þar sem ég gekk áfram stiginn óx reiði mín við hvert skref. Síðan fór ég heim og málaði myndina af ungu stúlkunni sem var svo fjarlæg og ósnertanleg, sem hæfði svo illa gleði kvöldsins áður og eftir því sem særðar tilfinningar mínar sögðu mér, sjálfum mér. Stúlkan á myndinni var sköpuð í biturleika og hefnigirni, þaðerekki hægt að finna neina bliðu í andliti hennar eins og á þessu málverki. En jtessi mynd varð til joess að ég varð frægur, svo að ég hef föður þínum eitthvað að jtakka þrátt fyrirallt.” Ég gat ekki fundið svar við hæfi og létti jíegar einhver bankaði varlega á dyrnar. Stofustúlkan birtist til að til- kynna að teið væri tilbúið inni í bláa her- berginu. Þegar ég skipti um kjól varð mér hugsað til föður míns og hver hefði orðið árangurinn af gerðum hans. Hefði framtíð mín og Vaughans orðið öðruvísi ef hann hefði brugðist öðruvísi vii? Um kvöldið, þegar við snæddum kvöldverð, var Clive mjög upptekinn við að skipuleggja leiksýninguna, sem halda átti eftir tvo daga. Hann bauð mér og Vaughan með sér inn í salinn og sýndi okkur djúprauð tjöldin sem áttu að hanga fyrir sviðinu. Einnig sýndi hann okkur búningsherbergin og annað her- bergi sem notað var til geymslu á nyt- sömum hlutum er nota mátti við leik- sýningar. „Sérð þú um búningana fyrir leikarana?” spurði Vaughan. „Nei, yfirleitt sjá þeir fyrir því sjálfir. Ég hef jjó nokkuð vel útbúinn klæða- skáp sem jteir geta notað ef joeir vilja.” „Verða joeir hér um nóttina?” spurði ég. Clive hristi höfuðið. „Ekki i þetta skiptið. Mér skilst að þeir eigi pöntuð herbergi í Canterbury jxir sem joeir eiga að sýna næsta kvöld. Sjáið þið, hér eru stólar fyrir áhorfendur.” „Þú býst við töluverðu fjölmenni,” sagði Vaughan. „Hverjir koma.” „Vinir mínir frá London. Einnig hef ég sent boðskort til nágranna okkar og kunningja hér í grenndinni. Nokkrar fjölskyldur koma í hópum, því að svona skemmtun er vinsæl. Við leyfum líka þjónustufólkinu að sitja aftast og fylgjast með þegar jtað hefur ekkert að gera.” „Og þessi borð?” spurði Vaughan. „Þau eru notuð fyrir hressingar. Erú Hodges mun sjá um joá hlið málsins. Hún er mjög dugleg, ég þarf ekki að hugsa um það.” Ég fann áhugann vakna hjá mér þrátt fyrir allt. Það yrði gott að heyra hlátur og glaðar raddir i húsinu. Að vera innan um fólk og hlusta á tónlist, þó svo að ég yrði aðeins áhorfandi. Áhugi Clives var smitandi og ég gekk seinna til náða en venjulega. Því var ég fegin, ég áleit að jafn þreytt og ég var, yrði ég ekki lengi að sofna. Rúmið mitt var dásamlega þægilegt, það hafði verið hitað upp með steinum því um kvöldið var kalt. Ég blés út Ijósin og lá með opin augun, þrátt fyrir nætur- myrkrið gat ég greinilega séð umhverfi mitt. Allt var hljótt og rólegt, ég var ein- mitt að sofna jjegar hræðilegt óp fyllti hljóðhimnur minar. Hljóðið kom að utan, úr áttinni að glugganum. Ég var varla búin að ná mér j>egar annað og nýtt óp hljómaði að utan. Ég lá nærri lömuð af skelfingu, skreiddist því næst út úr rúminu og að glugganum, verið gat að ráðist hefði verið á ein- hverja þjónustustúlkuna. Ég dró glugga- tjöldin frá með titrandi höndum. Garðurinn var baðaður tunglskini og það var næstum eins bjart og að degi til. £g horfði út yfir runnana og flatirnar en sá ekkert lífsmark. Ég fór að skjálfa án þess að ráða neitt við það. Ég var viss um að hljóðið var raunverulegt og að það hefði komið úr garðinum. Ef að það var ekki manneskja sem hafði gefið þetta hljóð frá sér, hver gat það þá verið? Mér varð hugsað til Systur Josephine. Gekk hún um garðana og hrópaði á einhvern að jarða sig í vigðri mold? Höfðum við truflað hana svo með kukli okkar að hún myndi ekki hljóta frið framar? Nú kom ópið aftur og ég hrökk við. Ég lagði andlitið þétt að rúðunni og leitaði ákaft að einhverju lífsmarki. Ótti minn hvarf eins skyndilega og hann hafði vaknað, ég varð ■máttlaus og óviss um hvort ég ætti að gráta eða hlæja, því að nú sá ég hver var valdur að þessum óhljóðum. Það var páfuglinn. sem kallaði á maka! Ég fór aftur i rúmið, köld og skjálf- andi og álasaði sjálfri mér fyrir ímyndunarveikina. Ég var að verða að taugaveikluðum aumingja vegna þess að ég hafði tekið þátt í kukli þjónanna niðri í kjallaranum og ég skammaðist mín fyrir það. Eftir að hafa lagt á- breiðurnar vel yfir mig sofnaði ég að lokum. Framhald í næsta blaði. 37. tbl. Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.