Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 26
gengu nokkrir liðir úr svörtu hári hans. „Skemmtir þú þér?” „Það var stórkostlegt. Ég get varla beðið eftir að komast hærra.” Lygari. Andstyggilegi litli lygari. Hún sá sjálfa sig í glerveggnum, ljóst hár hennar var eins og slæða á höfðinu, hálsmálið á sæ- blárri peysunni náði alveg upp að á- kveðnum hökusvipnum. Með hverri lygaræðu sökk hún dýpra i falsið og það varð sifellt erfiðara að koma sér upp úr því. „Farðu ekki of hratt i það,” ráðlagði hann. „Þannig verða slysin. Farðu þér hægt.” „Það skal ég gera!” sagði hún með til- finningu og hún var ánægð með að hann brosti til hennar þegar hún settist. Hún var óvenju óstyrk i fótunum og það var ekki vegna skíðaiðkananna. Við lok fyrstu vikunnar sagði frú Faraday spennt: „Andrew ætlar að fara með mig til næsta þorps — á sleða! Er það ekki stórkostlegt? Ö, ég skemmti mér svo sannarlega!” Carrie skelfdist afbrýðisemi sína. Var það ekki þess vegna sem hún hafði kom ið með móður sína, til þess að hún gæti skemmt sér? Full skammar gerði hún sér upp áhuga. „Það verður dásamlegt!” Þetta ' hljómaði hræðilega tómlega. „En er hann ekki aðvinna?” „Bara hálfan daginn núna. Það er leiðinlegt að þú getur ekki komið með okkur, en þú getur ekki misst af tímunum þínum.” Carrie hefði gefið hvað sem væri til þess að geta það, en það mátti hún ekki segja. „Nú, jæja. Mér var ekki boðið.” Þetta átti að hljóma léttilega, en einhvern veginn tókst það ekki alveg. Og eftir há- degi, meðan hún barðist við brekkur, beygjur og halla, sá hún litla kastaníubrúna smáhestinn brokka kröftuglega upp eftir snjóbrautinni, far- þegar hans létu fara vel um sig undir skarlatsrauðu teppi. Vonleysið lagðist yfir hana — var það of mikið að veita nokkra klukkutíma af heilli ævi? Um kvöldið ætluðu allir að koma saman á Shu kaffihúsinu. Caroline hlakkaði ekki hið minnsta til þessa, en hún var ákveðin í að gera það besta úr öllu saman. Allir hinir i hópnum voru að tala um í hverju þau ættu að vera, hvað ætti að gera við hárið og hvað þau myndu skemmta sér vel, eins og alltaf á þessum samkomum — eða eins og einhver hafði sagt þeim. Jæja, Carrie Faraday, hugsaði hún með sjálfri sér, — þú átt að skemmta þér í þessari ferð. Farðu þá og sýndu þeim að þú gerir það. Hún dró fram túrkisgræna kjólinn sinn — hann dró fram augnalit hennar. Hárið virtist sérstaklega gljáandi í kvöld og mjúkir liðirnir lágu yfir axlir hennar. Hún fór í hlýja kápu utan yfir og fylgdi hinu fólkinu niður að kaffihúsinu, snjórinn marraði undir fótum þeirra. „Móðir þín virðist aldeilis hafa komið sér i mjúkinn hjá Andrew Blair.” Það var ekki hægt að komast hjá því að heyra eitraða rödd ungfrú Tate og Carrie hugsaði reið með sér: — Hvað, hún er lika ástfangin af honum!” „Móðir mín kemur sér í mjúkinn hjá flestum,” sagði hún kuldalega. Þau gengu nú í gegnum dyrnar. Hitinn, hávaðinn og kaffiilmurinn um- lukti þau. Bekkir stóðu upp við veggina og við þá voru þung viðarborð. 1 öðrum enda hússins léku tveir menn á harmoníkur, það fékk fætur Carriear til að hreyfast, þrátt fyrir það hvernig henni leið. — Svona nú, stúlka mín, hugsaði hún með sér. Komdu þér þá á hreyfingu. Hún brosti breitt til náung- ans, sem sat næst henni. „Viltu dansa?” spurði hann. Hún kinkaði kolli, fulláköf að henni fannst. Hálftíma síðar, þegar hún gekk frá dansgólfinu að borði sínu, sá hún Andrew Blair koma inn um dyrnar. Há- vaði, fólk, allt hvarf eins og alda, hún stóðein ogköld. Andrew hafði ekki komið auga á hana. En ungfrú Tate hafði komið auga á hann og í bleikum kjól dró hún hann að borði sinu eins og i gildru. Carrie horfði á þegar hann gekk úr sjónmáli. Hjarta hennar stansaði. En hún sneri sér aftur að náunganum sem hún hafði verið að dansa við. „Komdu,” sagði hún, eins léttilega og hún gat, „við getum ekki setið þennan dans!” Og hún vissi að það var falskur hljómur i rödd hennar. Hún reyndi svo sannarlega, en það eina sem hún heyrði var hlátur hans, það eina sem hún sá var að hann dansaði við hinar stúlkurnar. Að lokum þoldi hún þetta ekki lengur. Það tók enginn eftir því þegar hún fór. Fyrir utan stóð hún kyrr andartak og andvarpaði mæðulega. „Carrie?” Hún sneri sér svo snögglega við að hún rann. Andrew Blair greip hana. „Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að gera þér bylt við!” „Það — Það er allt í lagi — það — ég bara heyrði þig ekki koma út.” Mikið hljómaði þetta kjánalega. Hún reyndi að stynja upp einhverju gáfulegu, en gat þaðekki. „Þú ferð snemma.” Hann sleppti takinu, hún fann ennþá fyrir því á öxl- um sínum. „Það — það var svo heitt — hvað um það, ég ætti ekki að skilja mömmu eftir eina of lengi.” Hann hló. „Ég efast um að hún sé það. Ein, á ég við. Hún á mjög auðvelt með að kynnast fólki. er það ekki? Við áttum saman skemmtilegt ferðalag núna í dag á sleðanum.” „Ó, ég veit. Þakka þér fyrir, þakka þér kærlega fyrir.” I þakklæti sínu gleymdi Carrie allri geðshræringu. „Hún skemmti sér stórkostlega. Hún var alveg I loftinu þegar hún kom til baka.” „Ég skemmti mér líka. Það var vel gert af þér að koma með hana hingað. Það hefðu ekki allar stúlkur gert slíkt.” „Flestar stúlkur eiga ekki mæður sem eru eins og móðir min. Hún er ekki ein af þeim sem sitja heima allan daginn og prjóna, hún vill vera innan um ungt fólk.” Hann andvarpaði. „Ég öfunda þig. Móðir mín dó þegar ég var tíu ára.” „En þú átt þína eigin fjölskyldu núna.” „Já, já, auðvitað, en það er ekki alveg þaðsama.” Hann andvarpaði aftur og Carrie sagði kuldalega: „Þú hlýtur að sakna þeirra mjög mikið.” „Ef satt skal segja, þá er ég á vakt svo að segja tuttugu og fjóra klukkutíma á sólarhing, fyrir utan þetta hlé, svo að ég væri hvort eð er ekki mikið með þeim." Hann stansaði við hliðargötu. „Þetta er eina fríkvöldið mitt og ég eyði alltaf ein- hverju af því með Alfred og fjölskyldu hans. Hinir kennararnir koma líka. Hvers vegna kemur þú ekki með?” „Ó, nei! Ég á við, að ég vil ekki vera boðflenna. Alf er búinn að fá nóg af að kenna mér í dag, það er ég viss um.” „Alf hefur mikið álit á hæfileikum þinum — en ef þér myndi leiðast — við tölum bara um skíði.” „Nei, ég hefði mjög gaman af því." í þetta sinn var það dagsatt. Henni var sama þó þeir töluðu japönsku. svo framarlega sem hún gæti verið hjá honum. Heimili Alfreds var fullt af hlýju og vináttu og hún var eins velkomin eins og hún væri gamall heimilisvinur. „Þau eru indæl!”andvarpaði hún þeg- ar þau gengu aftur heim á hótelið. FUNA rafhitunarkatlar GÓÐ LEIÐ TIL ORKUSPARNAÐAR Rafhitunarkatlar af öllum stærðum mpö og an noysluvatnsspírals. Gott vorð og hagkvæm kjör. Uppfylla kröfur Öryggiseftirlits og raffangaprófana ríkisins. Eingöngu framleirlöir með fullkomnasta öryggisutbúnaði. C531FUNA OFNAR HVERAGERÐI AUSTURMÖRK 9 — SlMI 4454 26 Vlkan 37. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.