Vikan


Vikan - 13.09.1979, Side 35

Vikan - 13.09.1979, Side 35
Kornelíus K. Knudsen, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu fót- skemilsverksmiðjanna, var sér- lega önnum kafinn maður. Hann var sífellt á þönum á milli stjórnarfunda, ráðstefna, kaupmannafunda, funda í viðskiptaráðuneytinu og hvað þeir nú heita allir þessir fundir sem önnum kafnir menn sitja. Á meðan hafði ritarinn hans, hún fröken Fífa, nóg að gera við að taka við skilaboðum til fram- kvæmdastjórans önnum kafna, Kornelíusar K. Knudsen. „Nei, þvi miður, forstjórinn er ekki við sem stendur, — nei, því miður, forstjórinn þurfti að fara á áríðandi fund,” eða „nei, því miður, en get ég tekið nokkur skilaboð?” Þetta voru setningarnar sem fröken Fífa þurfti að romsa út úr sér allan liðlangan daginn og í raun var hún ekkert minna upptekin við það en Kornelíus við að sitja fundi. Og þegar Kornelíus svo loksins sneri til baka á skrifstof- una sína eftir marga, langa og stranga fundi var hann vanur að sjúga síðasta reykinn úr morgunvindlinum sinum og spyrja síðan hálf kæruleysislega: — Einhver skilaboð til mín, fröken Fífa? Og þá byrjaði frökenin að lesa upp langan lista sem hún hafði verið önnum kafin við að rita allt frá því hún kom í vinnuna þann morguninn: — Framkvæmdastjórinn er beðinn um að hafa samband við færeyska konsúlinn og hringja í Knud Petersen, útibústjóra í suðurjóska fótskemilsúti- búinu. Svo hringdi ritari Kaupmannasamtakanna og bað mig að skila að stjórnarfund- inum væri frestað til miðviku- dags klukkan 14.00 ef það hentaði yður. Karlsen Olsen hringdi og ætlaði að fá yður til að vera með í prófkjöri vegna stjórnarkosninga í nýja Fót- skemilsútflutningsráðinu, en hann ætlaði að hringja aftur klukkan 10 í fyrramálið. Auk þess hefur konan yðar hringt nokkrum sinnum en það var ekkert áríðandi svo hún reynir bara að hringja seinna. Svo hafa þeir hjá mánaðarritinu Fótskemillinn verið að reyna að Fimm mínútur með WILLY BREINHOLST „GET ÉG TEKIÐ SKILABOÐ ...?" selja okkur auglýsingar, eina litla í svart/hvítu og aðra heilsíðu í lit. Þeir hringja aftur eftir lokun. Víxladeild bankans hringdi að venju og ætlar að reyna aftur og svo var það hann Röneberg sem ætlar að fá yður í golf á laugardaginn ... Svona var þetta í hvert skipti sem framkvæmdastjórinn þurfti að bregða sér frá i einn til tvo tíma. Það er að sjálfsögðu ekkert skemmtilegt að þurfa að romsa út úr sér öllum þessum óaf- greiddu samtölum og því skulum við einbeita okkur að deginum þegar fröken Fífa, en hún var falleg, ástfangin og rétt ólofuð þegar þetta gerist, fór í bæinn með kærastanum sínum til að líta á svefnherbergishús- gögn. Þau ætluðu að hittast í miðbænum klukkan 14.00 og það var ástæðan fyrir því að á slaginu 13,45 greip Fífa heljar- taki um vinstri kinn sina og stundi: — Æææ, þessi tannpína er alveg að drepa mig! Æææ, hvað get ég gert? Kornelíus K. Knudsen leit undrandi upp úr skjölum sínum. — Hvað amar að, Fífa mín? — Þetta er örugglega vísdómsjaxl, ég fann fyrir þessu um daginn en þá var það ekki nándar nærri eins sárt. Guð minn almáttugur, ég er alveg að deyja! — Drífðu þig til tannlæknis alveg á stundinni. Af stað, það þýðir ekkert annað! — Já, en þér áttuð að mæta í kauphöllinni klukkan 14.00, hver á þá að taka á móti skila- boðum á meðan? — Ég sleppi þessum fundi í þetta sinn, hann er hvort eð er ekkert merkilegur. Komdu þér bara af stað, ég tek símann ef það hringir þá nokkur. — Þakka yður innilega fyrir herra framkvæmdastjóri! Þar með var fröken Fifa rokin úr vinnunni og eftir að hafa hitt kærastann í bænum byrjuðu þau strax að skoða svefn- herbergishúsgögn. Þau fundu ekkert sem kom heim og saman við óskir þeirra á þessu sviði og þegar fröken Fífa sneri aftur til skrifstofunnar var hún búin að vera hálfan annan tíma í burtu. — Hefur verið mikið að gera, herra framkvæmdastjóri? spurði hún. Framkvæmdastjórinn kinkaði kolli. Svo drap hann í vindl- inum, tók lesgleraugun úr gullbrydduðu gleraugnahulstr- inu, setti þau á nefið og byrjaði svo að róta í allra mikilvægustu skjölunum sínum þangað til hann fann þéttskrifaða pappírs- örk. Þessari pappírsörk hélt hann svo í leshæð gegnt digru andliti sínu og byrjaði að lesa: — Elísabet vinkona yðar hringdi og vildi fá að vita hvort þér ætluðuð í garðveisluna hjá Tona og Túttý um helgina. Hár- greiðslukonan yðar hringdi ennfremur og kvað það í lagi að þér mættuð á fimmtudaginn klukkan 15.00 eins og um hafði verið rætt. Móðir yðar hringdi og ætlaði að spjalla við yður, en það var ekkert sem lá á. Engin skilaboð. Systir yðar hringdi og vildi fá að vita hvaða óþverri þetta væri sem slettist niður í rauða siffonpilsið sem þér fenguð að láni um síðustu helgi. Hún þorir ekki að hreinsa það úr fyrr en hún veit hvað það er. Svo hringdi kven- maður sem kynnti sig sem Irmelínu og hún kemst ekki í blakið á föstudaginn vegna þess að hún er að fara í útilegu með tengdaforeldrum sinum. Þér eruð ennfremur beðnar um að hafa samband við frú Mikelsen sem er að sníða buxnadragt á yður og að lokum var ég beðinn fyrir innilegar kveðjur til yðar frá Klöru frænku sem vonast til ’að þér og unnusti yðar sjáið ykkur fært að mæta í afmælis- súkkulaði eftir hádegi á þriðju- daginn ef þér mögulega gætuð sloppið fyrr úr vinnunni en vanalega, og hún bætti því við að þar sem hún ætti aðeins afmæli einu sinni á ári ætti þetta að vera gerlegt. Ég var næstum búin að gleyma að rétt áðan hringdi ungur maður sem ekki vildi láta nafns síns getið en bað mig að skila að „Byron” hefði hringt og að hann væri búinn að útvega tvo miða á „Elskendur á Ofseyju” klukkan 9 annað kvöld ef þér hefðuð áhuga... 37* tbl. Vikan 35

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.