Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 45
þess að losa sig við bifreiðina og koma lífinu á sinn vanagang fyrir þann tima. Klukkustundum síðar, þegar hann fór um úthverfi Exeter, mundi Gary eftir konunni sem hafði verið að hjálpa stúlk- unni að skipta um hjólið á bílnum þegar hann kom á staðinn. Hún var hættuleg; hún gæti þekkt hann. Hann yrði að finna hana til að vera viss um að hún þekkti hann ekki. Gary seldi Ford Escort bílinn á bíla- sölu morguninn eftir. Hann keypti sér gulan Vauxhall og færði allar bækur sínar og tæki á milli. „Gleymdu ekki hönskunum,” sagði sölumaðurinn og rétti honum gúmmí- hanskana sem hann hafði tekið í íbúð dánu stúlkunnar. „0, — þakka þér fyrir,” sagði Gary og bætti síðan við, „ég hef þá þama ef ég skyldi þurfa að skipta um hjólbarða — ég verð að vera hreinn í mínu starfi.” Sölumaðurinn sýndi því engan áhuga. Hann myndi græða vel á Escortinum og vonaði aðeins að hann væri ekki bilaður. Þvi fyrr sem kaupin hefðu farið fram því betra, svo hann gæti farið að leita að nýjum eiganda fyrir hann. Hann fékk hann fyrir eldri bíl sem hafði verið ekið fleiri kilómetra og peningar voru greiddir á milli, vanalega var það öfugt. Gary eyddi síðdeginu við spilakassa og tapaði tuttugu pundum. Hann fékk sér herbergi á krá yfir nóttina og i vínstofunni þá um köldið lét hann í það skína að hann hefði verið á ferð um Vesturlandið síðustu viku. Þegar hann var kominn i rúmið hugsaði hann um konuna sem gæti tengt hann við látnu stúlkuna. Hún hafði boðist til þess að senda hjálp frá ein- hverjum stað þar sem væri bensínstöð, hún væri á leiðinni á hótel þar, hafði stúlkan sagt. Gary yrði að finna hana áður en lík stúlkunnar fyndist. Honum flaug það ekki í hug að eigin- maður stúlkunnar myndi hringja í hana. En jjað gerði hann og hann fékk aldrei neitt svar. Þegar Sandra svaraði ekki á föstudagskvöldið datt Jeremy i hug að hún hefði komið seint heim eða komið við hjá vinkonu sinni. Hann reyndi nokkrum sinnum á laugardaginn en þá gat verið að hún hefði verið i burtu yfir daginn; það var mögulegt að hún hefði reynt að hringja i hann áður en hún fór en ekki náð sambandi; slíkt gerðist þegar hann var að vinna. Hann reyndi aftur á sunnudegi. Hann beið til klukkan tíu ef hún ætlaði að sofa út, síðan reyndi hann aftur með nokkrum hléum. Það gat verið að hún hefði farið til móður sinnar, sem var ekki með sima. Á miðnætti sunnudagskvöldið var hann farinn að hafa áhyggjur en reyndi þ6 enn að bægja þeim frá. Hann hafði rcynt að hringja i Ogden fólkið, hjónin, sem bjuggu i íbúðinni á móti þeim en hann fékk ekkert svar. Sandra gæti hafa lent í slysi. Þó að hún hefði haft eitthvað á sér sem gæfi til kynna hvar hún ætti heima, þá benti ekkert til þess að hann væri í Skotlandi ef hún væri meðvitundarlaus. Snemma á mánudagsmorgun reyndi hann enn einu sinni að hringja og þegar hann fékk ekkert svar reyndi hann að hringja aftur í Ogden fólkið. Bill Ogden svaraði og meðan Jeremy beið fór hann yfir og hringdi dyrabjöllunni hjá Kings en enginn svaraði. Jean Ogden leit út og sá litla Fíatinn hennar Söndru á bíla- stæðinu fyrir utan þar sem ibúar og gestir þeirra lögðu bílum sínum. Hálfs metra hár veggur skildi það frá veginum. „Það hlýtur að vera allt í lagi með hana,” sagði Bill við Jeremy. „Ekkert slys. Bíllinn hennar er hérna. Kannske hún sé hjá vinkonu sinni.” En ef hún væri þar, eða í heimsókn hjá móður sinni, hefði hún farið á bílnum, nema hann hafi ekki farið i gang. Jeremy greip síðasta hálmstráið og hringdi í lögregluna. 4. KAFLI. Seinni hluta sunnudagsins ók Gary á gula Vauxhall bílnum sínum inn í Risely. Svarti svanurinn, við árbakkann, var eina hótelið þar og þegar hann kom auga á það mundi hann eftir nafninu. Hann mátti ekki láta mikið á sér bera. Ef einhver sæi hann nálægt konunni og hún lenti síðan í slysi eða hyrfi þá yrði kannske bent á hann. Hann varð að finna hana, bíða þangað til hún yrði ein og elta hana síðan. Hann myndi þekkja hana um leið og hann sæi hana; hann mundi óljóst eftir einhverri hárri og Ijósri, engin fegurðardís en snotur. Athygli hans hafði.öll beinst að stúlk- unni með löngu og g'rönnu fótleggina. Hann hafði ekki einu sinni tekið eftir hvaða tegund af bifreið eldri konan hafði ekið. Hann þurfti ekki að flýta sér. Hann varð að muna það og halda rósemi sinni. Það gæti verið að hún fengi sér göngutúr með ánni og þá væri leikurinn auðveldur. Hann lagði bílnum hinum megin við götuna á móti hótelinu, lést vera að lesa eina af bókum sínum og út undan sér fylgdist hann með þeim sem komu og fóru frá hótelinu. Um þetta leyti voru þeir fáir; flestir helgargestirnir voru farnir, þar á meðal Kate. Klukkan sjö ákvað hann að breyta til og fór inn á vínstofuna. Gamall maður sat úti í horni og drakk bjór. Það var enginn annar inni. Gary bað fallega Ijósku, sem var fyrir innan borðið, um einn viskí. „Þakka þér fyrir, ástin," sagði hann. „Ertu nokkuð upptekin?” „Nei,” svaraði hún. Asnaleg spurning; það lá íaugumuppi. „Ég kem frá Exeter,” sagði Gary. „Ég þarf að fara á áriðandi fund á morgun.” Það var satt, á einhverju dyraþrepi, með einhverri húsmóðurinni. Og hann varð að snúa aftur til The Grange Residental Hotel í Wattleton, þar sem hann bjó, eins fljótt og auðið var þó að hótelstjórinn, frú Fitzgibbon, vissi að hann var stundum í burtu yfir nóttina; í viðskiptaerindum hélt hún. „Nú,” spurði stúlkan áhugalaus. „Var mikið af fólki hjá ykkur yfir helgina?” spurði Gary. „Þónokkuð.” Gary gat ekki spurt um hávaxna, miðaldra konu með ljósleitt hár; slík spurning gæti fest sig í minni stúlkunnar. Hann varð að nálgast hana á annan hátt. Það voru gestabækur í öllum hótelum. Hann lauk við drykkinn sinn, gekk út í fordyrið og leit i kringum sig. Slíkar bækur stóðu vanalega á skrif- borði eða afgreiðsluborði, tilbúna/ fyrir fólkið sem kom. 1 fordyrinu var afgreiðslulúga. Gler- skilrúmið var opið og þegar Gary leit inn á skrifstofuna sá hann að herbergið var tómt. Þarna var bjalla til þess að vekja á sér athygli. Gary rak höfuðið inn um gatið og sá gestabókina á borði fyrir neðan. Eftir örfáar sekúndur hafði hann dregið hana til sín og var byrjaður að fletta á blaðsiðum síðustu daga. Ef hann yrði spurður myndi hann snúa sig út úr þvi með þvi að segja að frænka hans hefði dvalið hér fyrir stuttu og hann væri ekki viss hvenær það hefði verið. En það reyndist ekki nauðsynlegt. Hann hafði nógan tíma til þess að skrifa hjá sér nöfn og heimilisföng þriggja kvenna sem skráðu sig á föstudag, skila bókinni og laumast óséður út um dyrnar. Ein af þessum þrem konum hiaut að vera konan, sem hann varð að þagga niður i. Nema þá að hún hefði aðeins verið matargestur á hótelinu og hann gat ekki hugsað þá hugsun til enda. Ein af þessum þrem konum hlaut að vera konan, sem hann varð að þagga niður í. Nema þá að hún hefði aðeins verið matargestur á hótelinu og hann gat ekki hugsað þá hugsun til enda. Það hafði ekki veriö erfitt fyrir Kate og Richard að hittast aftur á læknamið- stöðinni eftir fyrstu nótt þeirra saman. Það var vanalegur styr í kringum þau, Meadows hjúkrunarkona batt um smá sár og sprautaði í eyru og sjúklingar biðu eftir að röðin kæmi að þeim. Það lágu eyðublöð sem biðu þess að verða fyllt út, bréf til vélritunar og síminn hringdi. Kate hljóp til og frá í hvíta sloppnum sínum, hárið var nú orðið slétt aftur. Þó fannst Richard, sem horfði vel á hana, sem Ijómi léki um hana. Fyrir Kate var hann aftur orðinn vingjarnlegi, en eilítið viðutan, maðurinn sem hún hafði þekkt í mörg ár, maðurinn sem hvergi hlífði sjálfum sér þegar sjúklingur átti i hlut og sem henni var vel við og virti; það sem gerst hafði virtist ótrúlegt á mánudegi. Það myndi aldrei gerast aftur. Hann kom til hennar þegar hún var ein inni á skrifstofunni. „Er allt í lagi?” spurði hann og andlit hans lýsti sömu ástúðlegu umhyggjunni sem hún hafði séð á laugardag. Hún fann enn einu sinni fyrir þeirri tilfinningu, sem hún hafði í fyrsta sinn kynnst um nóttina, að bein hennar væru að leysast upp. Hún brosti til hans og hann hugsaði með sér hve sjaldan hún í rauninni brosti nema til þess að stappa stálinu í áhyggjufulla sjúklinga. „Mér líður ágætlega,” sagði hún, síðan bætti hún við: „Það þyrfti þó ekki að vera,” og varð nú hálfillkvittnisleg á svip; hún minnti hann á hve undarlega frú Havant hafði litið út eitt augnablik. „Jæja, þú lætur mig þá vita,” sagði hann og hugsaði með sér: Guð minn góður, hvað hef ég gert? Hvernig gat ég verið svona kærulaus? En það var allt í lagi með hana. Þá hélt Richard að hann hefði ekki i huga að endurtaka það sem gerst hafði. Kate hafði ekki spurt hvers vegna hann var í Risely og virtist halda að það væri frekar af tilviljun. En þegar styttast fór i næstu ráðstefnu sem hann sæti I Birmingham sá hann hve auðvelt væri fyrir þau að hittast aftur. Hann þyrfti aðeins að hringja I Cynthiu og segja henni að honum myndi seinka. Hann átti í nokkru stríði við samvisku sína; hann elskaði Cynthiu, son þeirra og fjölskyldulífið. Cynthia var alltaf hlý við hann og líkami hennar var honum dá- samlega kunnugur. Þegar hann var þreyttur, önnum kafinn eða áhyggju- fullur, skildi hún það og krafðist ekki af honum tima né eftirtektar. Hún var orðin vön neyðarköllum sem komu í veg fyrir að hann kæmist með henni á ýmsa staði, drógu hann í burtu þegar þau fóru út að skemmta sér eða aðeins nutu kvöldsins heima hjá sér og hún lærði að njóta lífsins með sínum eigin áhuga- málum án nokkurrar beiskju. Hann þekkti hana svo vel núorðið; en Kate þekkti hann ekki. Eins og aðrir höfðu áður komist að 37. tbl. Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.