Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 16

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 16
Mýkir, græáir og verndar hörundid. Handsan er handáburður í háum gædaflokki og ekki fitukenndur. Handsan er Wella vara og fæst í næstu búð. Hand san JESHHf Wí san san HAND CREAM SSSSSÍ Hand san SSSSSE iliw nisr SlF Hál 0 m iif sr i sœootlis, <ores, ptotwts, wiftovt í*i‘n9 greosy Heildsölubirgðir: Halldór Jónsson hf. Sími 8 60 66. levndardómar gumla klaustursins mína né skrifað i dagbókina. 1 staðinn gekk ég fram og aftur gólfið í herberginu og leit við og við út um gluggann niður á dökk trén og grasblettinn. Ég tók varla eftir því sem ég horfði á svo upptekin var ég af að hugsa um það sem nú væri að gerast hjá þjónustufólkinu og hve mikið það hlyti að þrá að komast í sam- band við látna ástvini sína. Auðvitað fór ég þá að hugsa um Jenny og varð allt í einu hrædd um að hún myndi reyna að komast i samband við mig og ég væri ekki til staðar. Þetta var nóg til að senda mig hlaupandi fram ganginn og niður stigann, alveg niður að tröppunum sem lágu til kjallarans. Hér voru engin teppi á gólfunum og tvöfaldar dyrnar skildu þjónustufólk frá húsbændunum. Ég hafði aldrei lagt leið mína þangað fyrr. Átti ég að þora það núna? Átti ég að opna dyrnar og tilkynna komu mína? Ég hikaði því að ég vissi að þess konar hegð- un yrði ekki litin blíðum augum hvorki uppi né niðri. Ég heyrði daufan óm af röddum, einstaka hlátur og svo skak eins og stólar væru dregnir um gólfin. Ég bjóst við að nú væru þau að koma sér fyrir við borðið áður en miðilsfundurinn hæfist. Ég yrði að taka ákvörðun fljót- lega, ekki gæti ég komið inn eftir að fundurinn væri hafinn. Skyndilega varð allt hljótt. Ég varð hrædd um að ég væri orðin of sein svo að ég hljóp niður tröpp- urnar og bankaði lauslega á dyrnar áður en ég gekk inn. Hringur af óttaslegnum andlitum leit upp. I hinum enda herbergisins sá ég stúlkuna sem hlaut að vera Matilda því að hún leit út fyrir að vera sígauni. Hör- undslitur hennar var dökkur og glitrandi augu hennar voru kolsvört. Hár hennar var einnig svart og mjög þykkt. Hún starði fjandsamlega á mig og mér var starsýnt á hana vegna þess hve stolt hún virtist vera. Mér fór að detta í hug að ef til vill væri hún í raun og veru miðill. „Éröken Della!” Rose gekk frá félög- um sínum i áttina til mín. Hún var áhyggjufull á svipinn. Ég svaraði henni ekki, því að augu mín voru enn sem límd við Matildu. „Má ég vera með á miðilsfundinum?” spurði ég. Hitt þjónustufólkið hreyfði sig óró- lega og leit niður, Matilda virtist ekki vilja egna það. Þá kom Rose mér óvænt til hjálpar. „Gerið það fyrir mig. Éröken Della hefur misst náin ástvin, ef hún fær að vera getur Matilda kannski hjálpað henni til að komast í samband við systur sína. Það gæti orðið henni til mikillar huggunar," sagði hún. Þegjandi og mótþróafullt byrjaði fólkið að færa sig þéttar saman. Rose náði í annan stól og setti hann við hlið- ina á sínum. Ég vissi að ég var óvel- komin en vegna þess hve þrá mín til að ná sambandi við Jenny var sterk lét ég sem ég tæki ekki eftir því. „Slökkvið öll ljósin,” skipaði Matilda. Eftir að það hafði verið gert var her- bergið aðeins upplýst af eldinum í arnin- um sem lýsti upp nokkur andlit en faldi önnur. Einhver flissaði og ung rödd hvíslaði: „Hættu þessu, Percy.” Rödd Matildu var kynlega ákveðin og skipandi. „Þetta er alvarlegt. Ef einhver er með kjánalæti munu andarnir ekki koma. Nú verðið þið öll að takast i hend- ur og leggja þær á borðið. Þið verðið að sitja alveg kyrr og það verður að ríkja al- gjör þögn. Ef ég fell í dá má enginn ykkar rjúfa hringinn eða vekja mig því það getur verið hættulegt.” Ákveðnir fingur Rose gripu um hægri hendi mína og einhver annar tók öllu óþyrmilegar í þá vinstri. Sekúndur, sem virtust jafnlangar og mínútur, liðu. Það brast í viðnum í arn- inum og blár logi reis upp úr eldinum. Einhverstaðar andaði einhver þungt og jafnt. Þó var þarna sterk tilfinning sam- veru og samheldni, allir voru komnir þarna í sameiginlegum tilgangi og það hafði þægilega róandi áhrif á mig. Allt í einu hrópaði Matilda skerandi röddu: „Er einhver hérna? Ef svo er þá bankiðeinu sinni.” Ég fann hvernig fingur mínir stirðn- uðu þegar ég heyrði að bankaö var greinilega. Síðan kom hræðilegt hljóð, eins og einhver væri að kafna, og I myrkrinu sá ég að Matilda reri fram og aftur í stólnum. Mér brá svo við að ég gerðist reiðubúin að binda endi á þetta. Allt í einu féll höfuð Matildu aftur svo að við gátum öll séð glimta í hvítuna í augum hennar. Síðan heyrðist einhver hvisla og þetta nálgaðist þar til ég heyrði að einhver var að raula Ave María og hrista hlekki. Það fór hrollur um mig, ég greip þéttar um hönd Rose. „Hver ert þú?” Rödd Matildu var þvoglumælt eins og hún talaði í svefni. Ég hélt niðri í mér andanum á meðan ég beið eftir svari. Þegar það kom virtist það koma langt að. „Ég er Systir Josephine. Ég var múruð inni í klefa og látin deyja þar. Grafið bein mín í vígðri mold, gerið það fyrir mig, grafið bein mín.” „Hvar er klefinn?” spurði Matilda. Allt í einu heyrðum við þungt fótatak i tröppunum og það varð til þess að við flýttum okkur að standa upp og sleppt- um handtakinu. Rose flýtti sér að kveikja ljósin, við hin störðum sakbitin á dyrnar. Hver myndi koma inn? Ég vissi að' ég hafði engan rétt til að vera á þessum stað hvorki í augum þeirra sem bjuggu uppi né þeirra sem bjuggu niðri. En það var ekki bankað á dyrnar, eng- inn kom inn. Við litum skelkuð hvert á annað. Rose gekk ákveðin fram og eftir að hafa hikað augnablik opnaði hún dyrnar. Ég reyndi að herða upp hugann en tröppurnar voru auðar og einnig gangurinn sem lá bak við þær. Ég vissi að í þessu vorum við öll að hugsa það sama. Ef engin manneskja var þarna þá hlaut það að hafa verið Systir Josephine. Við snérum okkur öll sem eitt að Mat- ildu erj hún virtist enn vera í móki. Hvað höfðum viðgert? Ég gekk i áttina til hennar og hrollur fór um mig. „Matilda, Matilda, er allt i lagi með þig?” spurði ég um leið og ég greip um axlir hennar. Hún virtist líflaus með öllu og ein þjónustustúlkan fór að gráta. „Ö, fröken Della,” sagði Rose skjálf- rödduð. „Matilda sagði að við mættum hvorki rjúfa hringinn né tala við hana ef hún félli i dá. Hún sagði að það væri hættulegt.” „Vitleysa,” sagði ég, rödd mín var öruggari en hugur minn. „Við gátum ekki gert annað þegar við heyrðum einhvern nálgast. Matilda! Vaknaðu.” Ég hristi hana. Hún gaf frá sér langdregið andvarp, augnlok hennar titruðu og augu hennar opnuðust. Eyrst varð henni litið á mig, síðan á hópinn sem stóð í kringum hana. Hún virtist rugluð og lagði hendurnar á ennið um leið og hún hristi höfuðið eins og til að losna við eitthvað. Því næst settist hún upp. „Hvað skeði?” spurði hún rugluð. „Þú talaðir við Systur Josephine og hún bað um að verða grafin í vígðri moldu,” svaraði Rose á ákaflega drama- tískan hátt. Matilda kinkaði kolli. „Já, en hvað skeði eftir það?” „Við heyrðum fóta- tak í stiganum og að einhver nálgaðist. Auðvitað rufum við hringinn og kveikt- um öll Ijósin. En hvernig svo sem á því stóð þá var enginn frammi þegar Rose opnaði dyrnar. Svo virðist sem gestur okkar hafi skipt um skoðun,” svaraði ég. Matilda beit hræðslulega í vörina á sér og augu hennar voru full angistar. „Þá mun hún ekki fá að hvíla í friði úr þessu. Hún mun ganga aftur hér í Cunn- inghamklaustrinu,” hrópaði hún og rödd hennar varð að óttaslegnu væli. Ég hleypti aðvarandi í brýrnar. „Þeg- iðu Matilda. Gerðu það fyrir mig að vera ekki að hræða hina þjónana. Við skulum ekki vera með neina vitleysu.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.