Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 50

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 50
SKILABOÐIN Kona var nefnd Margaret Gordon Moore. Hún var ensk og velmetin í heimalandi sínu, ekki síst fyrir óeigingjörn störf á sviðum liknarmála. Þótt hún vaeri ekki miðill í venjulegum skilningi var hún engu að síður gædd einkennilegum dulargáfum, sem hún virtist hafa tekið í arf frá móður sinni. Þegar i æsku tók að bera á dulheyrnum og skyggnigáfu i fari hennar og fyrir hana bar eitt og annað undarlegt, sem hún hvorki fékk skilið né skýrt. Lengi vel fór hún dult með þessa hæfileika sína. En er fram liðu stundir og það kom betur í ljós að skilaboð þau sem hún fékk að handan reyndust rétt og áreiðanleg og stundum harla mikilvæg, taldi hún rétt og skylt að gefa fleirum kost á að kynnast reynslu sinni á þessum sviðum. Fyrsta bókin sem hún gaf út undir fullu nafni um þessi efni bar nafnið Things I can't explain (Óskýranleg atvik) og snéri hinn góðkunni rithöfundur séra Sveinn Vikingur henni á islensku fyrir tæpum þrjátiu árum. Margaret var hamingjusamlega gift og átti tvö börn með þeim manni, en hann lést af hjartaslagi á heim- leið frá Indlandi og sá hún hann á sömu stundu heima hjá sér. Ég ætla nú í þessum þætti að gefa Margaret |Gordon Moore orðið, því ég vona að þið verðið mér tammála um, að það sem hún segir frá megi vissulega teimfæra undir UNDARLEG ATVIK. Hún segir ivo frá: „Nokkrum árum seinna giftist ég í annað sinn. Sá rttaður var það sem kallað er skynsamlega hugsandi < g skeytti lítt um það sem ekki varð þreifað á. Hann \ irtist líta á allt sem ekki varð höndum tekið eða skýrt náttúrlegan hátt sem vott um skort á skynsemi eða truflun á geðsmunum. Dag einn hraut það út úr mér í mesta sakleysi að ég sæi stundum og heyrði ýmislegt óvenjulegt. Þá varð hann mjög alvörugefinn á svipinn og sagði að fólk sem þættist vera skyggnt ætti í rauninni ekki annars staðar heima en á geðveikrahælum og það væri best að hafa sem minnst orð á sliku, sem ekkert væri annað en tóm imyndun. Mér var skemmt, en ræddi þetta ekki frekar við hann þá, cnda minntist ég þess, að ég hafði aldrei minnst á þetta viö hann áður en við giftumst. Nokkrum mánuðum síðar birtist mamma mér, líkt og oft áður hafði átt sér stað, benti mér á ákveðinn mánaðardag nærri ár frani i tímann og sagði: „Hann verður gleðidagur fyrir þig.” Ég skrifaði þegar mánaðardaginn og þessi orð á miða, stakk honum í umslag og innsiglaði það, fékk manninum minum og bað hann að geyma það vandlega uns ég leyfði honum að opna það, en varaðist að segja honum nokkuð um innihaldiö. Hann tók við því brosandi og hélt auðsýni- lega að hér væri um eitthvert glens eða stríðni að ræða. Þegar litla stúlkan okkar fæddist minnti ég hann á bréfið, sem hann var auðvitað búinn að steingleyma. En þegar hann opnaði umslagið og las miðann og sá. að dagsetningin stóð heima við fæðingardag bamsins, varð hann óneitanlega skrítinn á svipinn. Ég sagði honum þá aö þetta hefði komið tvisvar fyrir áður og jók þaö enn undrun hans. En eftir þetta varð hann ekki jafnefagjarn og áður þegar ég sagði honum frá ýmsu scm ég „sá” eða „heyrði”. Hann gerðist umburðarlyndari og varfærnari í dómum og tók að rannsaka þessi efni af þeirri nákvæmni og rökvísi sem honum var í eðlið borin og sannfærðist að lokum fylli- lega um tilvist hins ósýnilega veruleika. Þegar sonur minn var í Eton-háskóla kynntist hann þar ungum manni, Roy Kennerley Rumfod að nafni, og urðu þeir miklir vinir. I jólaleyfi kom sonur minn með Roy með sér og dvaldi hann um daginn á heimili okkar í Lundúnum. Þennan dag var þoka, en fremur hlýtt í veðri. Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá Roy. Hann var glæsilegur, ungur maður, hæglátur í fram- komu, liktist mjög móður sinni, ljúfur og aðlaðandi eins og hún. Ég hafði þá aldrei séð móður hans, frú Klöru Butt til þess að kynnast henni, en kannaðist hins vegar mætavel við hana þvi hún var þekkt söng- kona. Síðan kynntumst við fjölskyldu Roys ögn betur. Það vakti almenna hluttekning þegar þessi glæsilegi ungi maður andaðist snögglega um sumarið. Ég var pá að undirbúa ferð mína til Feneyja ásamt Greame syni mínum, en hann var að nema byggingarlist og þetta sumarferðalag til ltalíu átti að verða honum bæði til fróðleiks og skemmtunar. Okkur setti bæði hljóð við þessi sorgartíðindi. Einkum varð syni mínum mikið um lát hins unga vinar sins. Ég fann mjög til með Rumfordhjónunum og samhryggðist þeim innilega. En tími minn til fararinnar var orðinn mjög naumur og margt þurfti að gera áður en lagt var af stað. Hugurinn minn snerist því allur um það veraldarvafstur og um kvöldiö var ég steinuppgefin, valt út af og svaf I einum dúr alla nóttina. En klukkan rúmlega sex um morguninn — Roy var þá dáinn fyrir tveim dögum — hrekk ég upp við það, að einhver styður þétt á vinstri öxlina á mér. Ég reis upp I rúminu glaðvöknuð. Morgunsólin skein glatt inn um gluggann og svefnherbergið var baðað í birtu og sól. Þá sé ég Roy standa vinstra megin við rúmið nær fótagaflinum. Ég sá hann ekki nema niður að hnjárn þvi rúmgaflinn skyggði á, en ég sá hann jafn- greinilega og menn yfirleitt sjá fólk um hábjartan dag. Hann var klæddur dökkum jakkafötum, en af andliti hans ljómaði undursamleg birta. Það var eins og beinlínis lýsti eöa geislaði af ásjónu hans. Bros lék um varir hans og hann sagði skýrt og greinilega: „Segðu mömmu — fiðrildin ..." „Ég veit ekki hvað þú átt við, Roy,” svaraði ég í flýti, en þóttist þó um leið skilja að hér væri um einhver skilaboð að ræða. „Líttu á,” sagði hann, „því þú getur séð myndir sem brugðið er upp fyrir þér.” Þetta er rétt því ég sá stund- um einkennilegar myndir. Og svo bregður hann upp fyrir mér mynd af ferhyrndum, aflöngum bakka eða fjöl sem á var festur með vír fjöldi fiðrilda með þöndum vængjum. „Ég skil þetta ekki,” sagði ég og vissi hvorki upp né niður. „En mamma skilur það,” svaraði hann og bar hratt á. „Þú átt að segja henni þetta — fiðrildin.” I sama bili var hann horfinn. Ég leit á armbands- úrið mitt. Klukkan var sex. Bjartur sumarmorgunn. Maðurinn minn steinsvaf í rúmi sínu rétt við hliðina á mér. Ég tímdi ekki að vekja hann, en lá glaðvakandi til klukkan sjö. Þá vakti ég hann og sagði honum hvað fyrir mig hefði borið. Hann hlustaði á mig með athygli. Hann var ekki jafnvantrúaður og áður. Við morgunverðarborðið sagði ég börnunum mínum, Sylvfu og Greame frá þessu, en þau skildu ekkert i þvl fremur en ég. Ég fór að reyna að skrifa frú Klöru, móður Roys, en varð að hætta við það. Ég gat það ekki. Það sýndist ekkert vit vera í þessum skila- boðum. Og ég vissi ekki hvernig hin harmþrungna móðir myndi taka þessu. Hún gæti haldið að ég væri ekki með öllum mjalla. Það varð því úr að viö fórum snögga ferð til Lundúna til þess að Ijúka þar síðasta undirbúningi undir Italíuferðina, sem átti að hefjast daginn eftir. En þegar vagninn á leiðinni heim átti skammt eftir ófarið, þá fann ég ailt í einu að einhver lagði hönd á vinstri öxl mér. Ég heyrði rödd sem sagði: „Þú ert ekki búin að senda boðin enn.” Ég hrödd dálítið við. Svo sagði ég manninum mínum hver væri hjá mér. „Blessuð láttu þetta ekki á þig fá,” sagði hann í aðvörunartón. Ég gerði það heldur ekki, en fór beint i rúmið. Ég fann að ég gat ekki flutt þessi skilaboð. Boðin frá þess- um unga manni með fiðrildin voru þannig vaxin, að ég hikaði við að koma þeim til skila. Hin heilbrigða skynsemi mín háði baráttu við mína einkennilegu dulskynjun og leikar fóru svo, að skynsemin varð afj lúta i lægra haldi. Ég hafði ekki frið í mínum beinum fyrr en ég hafði klætt mig, skrifað bréfið og farið með það sjálf um hánótt í póstkassann við garðshliðið, svo það kæmist til skila þegar næsta morgunn. Að þvi er ég best man var bréfið á þessa leið: Kæra frú Klara! Ég bið yður að fyrirgefa, að ég skuli gerast svo djörf að skrifa yður þetta bréf nú, þegar hin þungbæra sorg hefur sótt yður heim. Ef svo skyldi fara, að þér kannist ekkert við þau skilaboð sem sonur yðar hefur beðið mig að flytja yður, þá bið ég yður að minnast þess, að þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef verið beðin fyrir orðsendingar sem ég sjálf hef ekki skilið. En þær hafa þó ávallt haft einhverja þýðingu, þótt hún væri mér hulin, og þess vegna sendi ég yður þessar línur. Síðan skýrði ég henni í fáum orðum frá því, sem fyrir mig hafði borið. Ég fékk ekkert svar að svo stöddu, enda lögðum við af staö til Italiu þá um daginn. Við vorum burtu í mánuð. En þegar viö komum heim beið okkar bréf frá frú Klöru svohljóðandi: „Ég þakka innilega bréf yðar. Ég áttaði mig fylli- lega á skilaboðunum. Við Roy lásum saman bókina Fiðrildasafnarinn.” Ég var ekki miklu nær þótt ég fengi þetta bréf. Ég hafði aldrei heyrt Fiðrildasafnarann nefndan á nafn, en mér skildist nú betur, að Roy hefði verið að likja eftir háttum fiðrildasafnara til þess aö reyna að koma mér í frekari skilning um hvað hann ætti við með þvi að segja: „Fiðrildin — segðu mömmu — fiðrildin.” Auðvitað hafði ég hug á að ná í þessa bók, en ég vissi ekki hver höfundur hennar var. Þennan sama dag þurfti ég að bregða mér til Lundúna í bankaerindum. Ég hitti bankastjórann Mr. G. sem heilsaði mér vingjarnlega og afgreiddi erindi min sjálfur af sinni alkunnu lipurð og kurteisi. Hann segir við mig: „Ég þarf að segja yður, frú Gordon Moore, frá einkennilegu atviki sem kom fyrir mig í gærkvöldi. Ég sat heima og var að lesa bók. Og þá fer ég allt í einu að hugsa um yður. Þér fóruð bókstaflega ekki úr huga mínum. Þó gat ég ekki fundið að neitt i bókinni minnti mig sérstaklega á yður, en mér fannst einhvern veginn að þér mynduð hafa gaman af að lesa þessa bók. Þess vegna segi ég yður frá þessu og vona að þér takið því eins og það er talað.” „Ég hef alltaf haft gaman af bókum,” svaraði ég 50 Vikan 37. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.