Vikan


Vikan - 13.09.1979, Qupperneq 17

Vikan - 13.09.1979, Qupperneq 17
Mér var farið að liggja á svo að ég flýtti mér að dyrunum. Þegar ég leit aftur sá ég Matildu signa sig. Ellefti kafli. Þessa sömu nótt, vaknaði ég allt í einu, full angistar og svitinn rann af mér. Ég hafði heyrt fótatak! Eða var þetta fótatak kannski aðeins hluti af martröð minni? Hjartað barðist ótt og títt í brjósti mér og ég álasaði sjálfri mér fyrir að hafa verið að kukla við dularfull fyrirbæri. Ef ég óttaðist þá látnu, hvers vegna lagði ég þá svona mikið á mig til að komast í samband við þá? Og hvað Jenny minni elskulegri viðvék þá var enginn mögu- leiki á að hitta hana nokkurntíma aftur. Ég gat ekki talað við hana í gegnum þriðju persónu sem myndi spyrja sömu spurningarinnar æ ofan i æ. Nei, Jenny gat aðeins haldið áfram að lifa í hjarta minu, einasamband mitt við hana yrði i gegnum minningarnar. Jafnvel þó að ég ætti þess kost vissi ég að ég vildi ekki vekja hana upp frá sínum eigin heimi, ég vildi að hún fengi að hvíla í friði. Og þó langaði mig til að heyra rödd hennar aftur. En ég varð einhvern veginn að horfast í augu við framtíðina og læra að lifa með sorg minni og missi. Við vorum fleiri við morgunverðar- borðið en venjulega. Ég varð frænda mínum þakklát því að ég bjóst við að þetta væri samkvæmt vilja hans, að hann vildi ekki að mér fyndist ég vera einmana. Þó varð félagsskapurinn ekki til að minnka dapurleika minn. Frændi minn, eins elskulegur og ég vissi að hann væri, myndi ekki leggja blessun sína á þessa tilraun mína til að ná sambandi við hina látnu. Ég vissi einnig að ef ég segði honum frá þvi sem gerst hafði myndi hann ekki láta reiði sina bitna á mér heldur hjúunum. Ég gat því ekki leitað huggunar úr þeirri átt. Ég leit yfir til Clive. Hann leit niður um leið og hann borðaði en það var sem einhver óróleiki og leiði hvildi yfir honum. Hann muldi brauðið með fingr- unum og hrukkurnar hurfu og birtust á víxl á enni hans og endurspegluðu hugs- anir hans. Hann myndi ekki hafa tíma til að hlusta á játningar mínar. Hann myndi frekar pakka niður og yfirgefa þennan stað sem hann átti svo erfitt með að þola. Öhamingjusemi frænku hans myndi ekki tefja hann, hún myndi öllu fremur flýta för hans. Við hliðina á honum sat Vaughan. Einhvern veginn virtist hann ekki vera eins fágaður, það var hægt að sjá að hann tilheyrði ekki aðlinum. Þó leit hann vel út og hann var töluvert betur gefinn en Clive. Ég leit á Simon og eins og alltaf þegar ég sá hann fylltist ég undarlegri tilfinn- ingu, það var sem hjarta mitt tæki að berjast um i hálsi mínum. Ég þráði svo heitt að faðma hann að mér, að bæta honum upp hina hörðu afneitun móður sinnar og skylduræknislega þolinmæði föður hans. Hvernig gat lífið verið svona öfugsnúið? Hvaða illgjömu örlaganomir sáu til þess að þessi blíðlyndi fallegi maður ætti við svo mikla örðugleika að stríða? Og eftir að hafa hlotið slíka bölv- un, hvers vegna þurfti hann að mæta slíkum kulda frá þeim sem gátu hann? Hvernig gat móðir snúist á móti barni sínu sem þarfnaðist hennar svo mjög? 0 Viola frænka, hugsaði ég, hvernig get- urðu komið þannig fram? Þú sem ert systir móður minnar elskulegrar? En siðan fylltist ég meðaumkun fyrir hönd Violu frænku. Hún var sjálf veik. vesa- lingurinn. Allt í einu greip mig hræðileg- ur grunur. Var geðveiki í fjölskyldu móður minnar? Gæti ég sjálf orðið þessum hræðilega sjúkdómi að bráð? Simon, sem tekið hafði eftir því hve niðurdregin ég var, brosti svo blíðlega til mín að tárin byrjuðu að koma fram í augu mín. Bros hans hvarf, hann virtist vera orðinn áhyggjufuliur en sagði ekk- ert. Að morgunverðinum loknum ákvað ég að fá mér gönguferð úti í náttúrunni þrátt fyrir grátt og leiðinlegt veðrið. Þegar ég kom að klaustrinu stansaði ég og sveipaði slánni betur utan um mig. Ég var að hugsa um hvort ég ætti að fara í gönguferðina eða skoða listaverkin i kirkjunni. Ég var einmitt búin að ákveða það síðara þegar Simon birtist hjá mjólk- Grensásvegi 11 - sími 83500. TASSOvegg- stríginn fráokkurer auðveldur ] i uppsetningu nsso Bouclé 37. tbl. Vikan 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.