Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 9

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 9
Kennedyflugvelli í New York áttum við enn 10 dollarana okkar óskipta og þóttumst góðir með það. Svo var lent í New York og þar komust þeir félagar að raun um að það er enginn barnaleikur að komast pappíralaus í gegnum bandarískt vegabréfseftirlit svo þeir tóku sig út úr hópnum, sem búinn var að stilla sér upp i langa biðröð með alla pappíra til reiðu, og röltu þess í stað til baka út á flugvöll í leit að auðveldari útgöngu- leið. Og viti menn, þarna var girðing og með því að vippa sér yfir hana voru Guðmundur Víglundsson. vélstjóri og vinur hans komnir inn í New York borg fram hjá öllu eftirliti vel haldnir eftir skemmtilega flugferð. — Nú fórum við að velta því fyrir okkur hvernig við helst gætum komist niður í miðborgina þvi nú var sú hugmynd komin upp að reyna að komast niður á höfnina í New York og ráða sig á eitthvert skip. Við komum þá auga á rútu sem virtist í fljótu bragði vera líkleg til að vera á leið í bæinn og hoppuðum upp í hana. Við vorum þó fljótir að hoppa út aftur þegar við komumst að því að fargjaldið var næstum þvi jafn- mikið og allur samanlagður gjaldeyrir okkar — 10 dollarar. Eina ráðið var því að ganga í bæinn og við lögðum af stað. 20 tíma göngutúr Og nú hófst einhver sá lengsti göngutúr sem þeir félagar höfðu nokkurn tíma farið í. Það var enn nótt er þeir lögðu af stað og þeir byrjuðu á því að fara í gegnum ósköp snyrtilegt einbýlishúsahverfi. En þegar birta tók af degi varð þeim ljóst að þeir voru staddir í svertingjahverfi, sáu ekki einn einasta hvitan mann og umhverfið var allt hið ömurlegasta. — Við gengum lengi og virtumst aldrei ætla að komast út úr þessu hverfi en vorum samt hressir því 10 dollararnir voru ekki enn uppurnir og við gátum fyrir bragðið keypt okkur einn og einn bjór i matvöru- verslunum en þar eru þeir ódýrari en annars staðar. Svo sáum við mann koma út úr húsi með tösku sem merkt var MD og slógum við því föstu að þarna hlyti læknir að vera á ferð og við spurðum hann hvort mögulegt væri að fá að sitja í eitthvað i átt- ina að Manhattan. Maðurinn tók þessari ósk okkar furðanlega vel, kannski mest vegna þess að við vorum hvitir og það mætti segja mér að hvítur maður væri ekki daglegur gestur í þessu hverfi. Við settumst upp í bíl læknisins og svo var keyrt af stað. En ökuferðin varð styttri en ráð var fyrir gert því að maðurinn henti okkur umsvifa- laust út þegar við fórum að mælast til þess að hann gæfi okkur einhverja peninga því nú voru 10 dollararnir búnir eða svo gott sem. Maðurinn hefur líklega haldið að við ætluðum að ræna hann og lái ég honum . . . an þeir félagar fengu lítið að njóta lystisemda hennar þvi þeir ráfuðu allan tímann um Hariem en þar býr fólk eins og t.d. það sem við sjáum hér é myndinni. það ekki. Þrátt fyrir að við hefðum ekið góðan spöl með doktornum þá vorum við þó samt í sama svertingjahverfinu og það væri synd að segja að við hefðum verið ráðabetri eftir en áður. Þarna stóðu þeir félagarnir þreyttir, blankir og vegalausir og tóku það nú til bragðs að fara niður i neðanjarðarlest sem varð á vegi þeirra og þar svindluðu þeir sér inn. Keyrðu þeir alllengi með lestinni eða þangað til að þeim fannst nóg komið og héldu að nú væru þeir örugglega komnir í það minnsta í nýtt hverfi. Vonbrigði þeirra urðu mikil þegar þeim varð ljóst að allt sem þeir höfðu afrekað var að keyra einn hring með lestinni því er þeir stigu út sáu þeir að þetta var sama stöðin og lestin hafði lagt upp frá. Það var þó bót í máli að þeir fengu skiptimiða þegar þeir yfirgáfu lestina sem þeir gátu notað i aðra lest sem blessunar- lega flutti þá nær Kennedyflugvelli. Þeir voru búnir að fá nóg af New York dvölinni og vildu fara aftur heim. Brunastiginn — Þegar við komum út úr lestinni sem hafði flutt okkur fyrir skiptimiðann sáum við byggingar sem við könnuðumst við og var þar kominn Kennedyflugvöllur aftur. Við gengum síðasta spölinn en þegar við komum að girðingunni þar sem við höfðum stokkið yfir nóttina áður komumst við að því að hún var öllu verri yfirferðar að utan en innan því flugvöllurinn er allur upphækkaður og girðingin því hærri öðru megin. Það var ekki á færi nema fuglsins fljúgandi að komast yfir þessa girðingu. Nú vorum við loksins komnir í meiriháttar klípu. En fátt er svo með öllu illt . . Þeir félagar lögðu því næst leið sína inn í biðsal Loftleiða á flugvellinum en þar var verið að breyta öllu og bæta. Eftir stutta vettvangs- rannsókn lá ljóst fyrir að með því að fara í gegnum eitt herbergi í biðsalnum og þar niður brunastiga voru þeir enn einu sinni komnir út á flugbraut fram hjá öllu eftirliti. Nú var ekkert annað að gera en bíða eftir því að Loftleiðaflugvél á leið til Keflavíkur yrði tilbúin til flugtaks. — Við tókum því rólega og lögðumst fyrir á bekkjunum í biðsalnum eins og ferðalangar gera gjarnan og við höfðum svo sannarlega þörf fyrir hvíldina. Ég fór úr 37* tbl. Vikan 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.