Vikan


Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 13.09.1979, Blaðsíða 47
upp og niður stigana eins og vanalega sem refsingu fyrir það að hafa verið að skemmta sér. Hún bað um sérrí, sem hana langaði reyndar ekki í, en hún vissi að Kate hafði ekki keypt nýja flösku i stað þeirrar sem var nýbúin svo þar var fullkomið tækifæri til þess að finna að við hana. Síðan þurfti að hreinsa gler- augun hennar. Þar á eftir vildi hún láta lesa fyrir sig hluta af sunnudagsblaðinu. Reyndar gat hún vel lesið það sjálf; hún eyddi miklum tíma í lestur. En hún hafði samt sem áður fundið fremur leiðinlega grein um stjórnmálamann sem væri þreytandi fyrir Kate að þurfa að fara í gegnum. Hún nennti ekki að hlusta á Kate lesa og lét hugann reika; þetta var allt saman hluti af köldu stríði þeirra. „Ég þarf að fá nýjar nærtreyjur," sagði frú Wilson þegar þetta einvígi endaði án þess að annar hvor aðili færi með sigur af hólmi. „Þær sem ég á eru farnar að þynnast. Þú verður að kaupa þær hjá French.” French var fyrirtækið sem hafði keypt verzlun föður hennar og bætt henni við keðju sína. Nú hafði hún verið yngd upp og stækkuð og seldi allar vörutegundir. En Kate fór aldrei þangað svo að hún fyndi ekki til eftirsjár. Hún mundi þegar peningar viðskiptavinanna voru settir í litla viðarhólka og sendir eftir vírum í loftinu til gjaldkerans í gler- húsinu í miðri búðinni, endastöð fyrir virabrautirnar, sem lágu frá öllum af- greiðsluborðum. „Eg fer á þriðjudaginn,” sagði Kate. Eftir slíka helgi þurfti hún að sinna heimilisinnkaupunum næsta dag; hún sameinaði verslunarferðirnar því að skila bókunum á bókasafnið og útbúa hádegisverð fyrir móður sina. „Þú verður að hjálpa þér sjálf með bakkann.” Sjálf ætlaði hún að borða úti þegar hún væri búin að kaupa nærtreyjurnar; núna, þegar Richard greiddi fyrir hana helgarfríin, gat hún veitt sér slíkan munað. 5. KAFLI Timothy Berry, lögregluþjónn, var sendur frá aðallögreglustöðinni í Wattle- ton til þess að komast að því hvers vegna Sandra King svaraði hvorki simanum né dyrabjöllunni. Flestar ibúðir fjölbýlishússins voru tómar þegar hann kom stuttu eftir klukkan átta því flestir íbúanna voru hjón sem unnu úti. En frú Bradshaw, eldri kona á efstu hæð, sá bíl hans út um gluggann og horfði yfir stigahandriðið þegar hann hringdi bjöllunni hjá Kings fólkinu á annarri hæð. Þegar hann fékk ekkert svar kallaði hún niður til hans: „Frú King hlýtur að vera inni. Bíllinn hennar er fyrir utan.” Hún vissi að Sandra vann oft óreglulega því hún fylgdist með flestum þeim sem komu eða fóru frá byggingunni. Hún haltraði, þvi hún þjáðist af liðagigt, niður stigana. „Get ég nokkuð hjálpað?” Berry andvarpaði. Skínandi augun og áköf röddin komu upp um konu sem var leið og fagnaði tilbreytingunni, en hún gæti verið gagnleg. „Er nokkur húsvörður hér? Einhver sem er með lykil?” spurði hann. Það var enginn slíkur. Aftur á móti var brunastigi á bak við húsið. „Þakka þér fyrir frú,” sagði Berry og bætti svo ákveðinn við. „Ég kem upp ef ég þarf á frekari hjálp að halda.” Hann kleif upp brunastigann og leit inn um gluggana á íbúð nr. 6. Hann- kom ekki auga á líkið af Söndru en hann sá hvernig herbergið var leikið. Hann þurfti ekki að brjótast inn, eldhús- glugginn var í hálfa gátt og hann fór inn. Stuttu síðar sá frú Bradshaw annan lögreglubíl og nokkra lögreglumenn koma, síðan þriðja bílinn, sem var án nokkurra opinberra merkja, og út úr honum steig þrekvaxinn maður um fer- tugt í venjulegum fötum. Þegar þessi maður kom síðar til að spyrja hana hvort hún hefði séð Söndru King koma eða einhvern til hennar um helgina varð frú Bradshaw að svara neitandi. En hún hafði farið í kvikmyndahús seinni hluta föstudagsins, klukkan fimm og þegar hún kom heim klukkan átta var bifreið Söndru á sínum stað. „Hún var þar alla helgina,” sagði frú Bradshaw við Bailey rannsóknar- lögregluforingja. „Ég er viss um það. Ég fór ekki aftur út.” Það var allt sem þeir höfðu þar til læknisrannsóknin leiddi eitthvað fleira i ljós og læknirinn segði til um hvenær dauðann hefði borið að, við fyrstu sýn sagði hann að það hefði verið að minnsta kosti sólarhring áður en líkið fannst og líklega mun fyrr. Bailey sneri aftur í íbúðina fyrir neðan og leit á andlit látnu stúlkunnar, sem breitt hafði verið yfir, og púðana allt í kringum hana. Gary hafði fleygt á gólfið þeim, sem hann hafði notað. „Ég vona að þú hafir ekki gengið á sönnunargagninu, Berry,” sagði Bailey og gekk frá. „Nei, herra. Ég gekk einungis úr skugga um að hún væri látin,” sagði Berry tómlega. I lögreglustarfi sínu hafði hann áður séð látnar stúlkur en honum fannst það ennþá mjög óþægilegt. „Það eru engin merki um innbrot. Hún hlýtur að hafa hleypt honum inn. Hann hefði þó getað komið inn um eldhúsgluggann eins og ég gerði. En hann hefði orðið að færa blóm og hluti úr gluggakistunni fyrst. Það er ekki líklegt að hann hafi sett það allt á sinn stað aftur, ef hann hefur gert það. Bailey samsinnti. „Hann hefði heldur ekki skilið gluggann eftir hálfopinn,” sagði hann. „Ekki eins og útgangurinn er hér. Það á ekki saman. Hann hefur gert þetta til að láta það líta út sem innbrot. Ég efast um að eitthvað hafi horfíð. Hvar er eiginmaðurinn?” „Á Hjaltlandseyjum,” sagði Berry. „Fáðu hann heim, strax,” sagði Bailey. Hann leit aftur á stúlkuna. Hún var rúmlega tvítug, að því er virtist, og hafði verið falleg. Hann kom auga á hvíta- gullshringinn með demantsskrautinu á vinstri hendi hennar. Neglurnar voru lakkaðar með fölrauðum lit og hann beygði sig til þess að líta nánar á höndina. Ein af þessum löngu nöglum var brotin. „Það var eiginmaðurinn sem hringdi í okkur vegna þess- að hún svaraði hvorki síma né dyraþjöllu,” sagði Berry. „Ég vona að hann geti sannað að hann hafi verið á Hjaltlandseyjum þegar hún var myrt,” sagði Bailey. Jeremy King kom fljúgandi heim. Honum var sagt að konan hans væri látin en fréttin kom það seint að hann náði ekki fyrstu flugvél frá Lerwick og kom því ekki á Heathrow fyrr en kl. 4.15 e.h. Þegar hann kom til Wattleton var læknir búinn að rannsaka lík Söndru. Honum var sýnd hún hulin lökum í líkhúsinu, það sást aðeins i andlit hennar og búið var að láta aftur augun. Þetta var eins og að horfa á vax- mynd af hlýrri og líflegri stúlkunni sem hann hafði verið kvæntur í fjögur ár. „En hvað gerðist? Hvernig getur hún verið látin?” hafði hann spurt og nú fékk hann að vita sannleikann. FULUl fUUJI’ FULM' imil í'ÍUl HJUl’ I* VUjf af skólavörum HAFNARSTRÆTI 18#LAUGAVEGI 34>#HALLARMÚLA 2 37. tbl. Vlkan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.