Vikan - 13.09.1979, Side 23
það að hafa verið sýnt í London oftar en
öll önnur leikrit. Þó munu fáir
Islendingar hafa séð það og ættu því að
fjölmenna á Selfoss eftir að skyggja
tekur.
Um svipað leyti tekur Skagaleik-
flokkurinn á Akranesi til við sýningar á
Límu Langsokk, rauðhærða æringj-
anum. Sigurveig Scheving leikstýrir.
Nýtt leikrit eftir Hilmar Jónsson bóka-
vörð verður frumsýnt í Keflavík af leik-
félaginu þar, en nafnið var ekki tilbúið
þegar þetta er skrifað. Leikstjóri:
Gunnar Eyjólfsson.
Leikfélag Hornafjarðar ræðst i að
sýna leikritið Dagbók önnu Frank og
verður Ingunn Jensdóttir leikstjóri.
Leikfélag Húsavíkur mun halda
áfram að sýna Fiðlarann á þakinu eins
og sl. vetur. Á Húsavík er búsett mikið
af hæfileikafólki í leiklist þar á meðal
þrír leiklistarmenntaðir einstaklingar:
Man'a Kristjánsdóttir, Sigurður
Hallmarsson og Einar Þorbergsson. Auk
þess var einn af leikurunumí leikfélaginu
þar, Ingimundur Jónsson, tckinn inn í
leikarafélagið án prófs. Ekki ætti Hús-
víkingum að verða skotaskuld úr því að
koma upp nokkrum leikritum árlega
með allt þetta lið, enda mun það vera
stærsta og fjölmennasta leikfélagið
innan „Bandalagsins”. Minnsta leik-
félagið er aftur á móti staðsett í Borgar-
firði eystra, og þar er sýnt á hverjum
vetri eða svo til.
Leikbrúðuland er meðlimur í
„Bandalaginu” en það mun halda áfram
sýningum frá fyrra ári auk þess sem það
nú undirbýr viðamikla sýningu undir
stjórn Bríetar Héðinsdóttur sem ætlunin
er að frumsýna í apríl á næsta ári.
Leiklist um landið, hún lifi!
IÐNÓ:
Ofvitinn og konur við
Tjörnina
Leikfélag Reykjavíkur hefur leikárið
16. september með frumsýningu á
leikritinu Sambýli eftir Pam Gems. Leik-
stjóri verður Guðrún Ásmundsdóttir en
með aðalhlutverkin fara fjórar ungar
leikkonur, þær Ragnheiður Steindórs-
dóttir, Guðrún Álfreðsdóttir, Hanna
María Kristjánsdóttir og Sigrún
Valbergsdóttir. Guðrún Svava Svavars-
dóttir sér um leikmyndir og Gunnar
Reynir Sveinsson um tónlist.
Athyglisvert verður að sjá leikgerð
Kjartans Ragnarssonar á Ofvitanum
eftir meistara Þórberg Þórðarson en
ætlunin mun að sýna það í vetur.
Leikmynd: Steinþór Sigurðsson.
Kirsuberjagarðurinn eftir Anton
Tschekov verður á dagskrá þegar líður á
vetur, undir leikstjórn og í þýðingu
Eyvindar Erlendssonar.
Þegar þetta er skrifað var ekki hægt
að fá nánari upplýsingar um verkefni
Leikfélagsins á þessu leikári, en ýmislegt
fleira verður að sjálfsögðu á fjölum
gamla leikhússins við Tjörnina, þar á
meðal nýtt íslenskt leikrit. Hvað það
verður mun tíminn leiða í ljós.
Þangað til er hægt að gefa öndunum
— góða skemmtun!
37. tbl. Vikan 23