Vikan


Vikan - 20.09.1979, Page 25

Vikan - 20.09.1979, Page 25
En allar þessar tilgátur voru of ótrúlegar. Ég gat ekki ímyndað mér að neinn i húsinu myndi hegða sér þannig. Svo virtist sem frændi minn hefði á réttu að standa, að þetta hefði aðeins verið slæmur draumur. Nema — Systir Josephine, full haturs vegna þeirrar röskunar sem við ollum henni með miðilsfundinum, gengi um og hefndi sín á hverri þeirri mannveru sem á vegi hennar varð? Það fór hrollur um mig. Þessar hendur höfðu ekki verið vofuleg- ar á neinn hátt, þær voru af holdi og blóði. Og þó.... Hvernig gat ég þekkt snertingu vofu? Fjórtándi kafli Tilfinningar mínar hvað varðaði komu frú Buller-Hunter voru mjög blendnar. Heimilislífið, sem ekki naut neinna kvenlegra áhrifa, var formfast og þunglyndislegt og nærvera hennar lífgaði upp á það. Þó fann ég ekki fyrir neinni hlýju í hennar garð. Ég óskaði þess ekki að hlaupa á móti henni og heilsa henni, ég gladdist alls ekki við að sjá hana aftur. Ég vissi fullvel að hún var mjög skyldurækin í starfi sínu og myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að gera mig að hefðarkonu, viðfangs- efni sem var langt frá því að vera auðvelt. En ég hafði engar tilfinningar gagnvart henni, aðrar en virðingu. Kannski var ástæðan fyrir þessu til- finningaleysi mínu fólgin í kringum- stæðunum við ráðningu hennar. Vesa- lings konan átti aö kenna mér hluti sem ég hafði ekki minnsta áhuga á að læra. Mig langaði ekki til að kunna að full- nægja kröfum höfðingja og þeirra sem reyndu að líkjast þeim né þykjast hafa framkomu sem ég alls ekki hafði. Þó vissi ég allt of vel að ég var ekkert annað en ómenntuð sveitastúlka sem þurfti á slíkri kennslu að halda og að ég ætti að vera henni þakklát fyrir skylduræknina. Ég andvarpaði vegna þess hver barna- lega ég hegðaði mér. Sennilega hefur frúin þurft að hvíla sig eftir ferðina því ég sá hana ekki fyrr en við kvöldverða'rborðið. Þá mætti hún í glæsilegum grænum flauelskjól meft blúndum og kögri. Hún var jafnlífleg og alltaf og áður en við vissum af voru glað- legar samræður komnar af stað við borðið. Það hlaut að koma að því að leiksýninguna sem halda átti bærí á góma. „Þetta er mjög góður leikflokkur og sýning þeirra á Keppinautunum ætti að vera vel þess virði að sjá hana,” sagði Clive. „Keppinautarnir! Það var vel valið. Samkvæmt mínu áliti er það eitthvert besta leikritið sem Sheridan hefur skrifað. Frú Malaprop er alveg stórkost- lega skemmtileg, finnst þér það ekki?” „Hvort hún er. Og ég held að þú munir verða sammála mér í því, frú Buller-Hunter, að leikkonan sem fer með hlutverk hennar er stórkostleg gamanleikkona.” „Nú, svo að þú þekkir leikflokkinn?” spurði frú Buller-Hunter. „Já. Þau hafa oft haldið leiksýningar hér og eru mjög vinsæl vegna hæfileika sinna.” „En hve þau eru heppin að geta notað salinn hjá ykkur. Hann er svo glæsilegur,” sagði hún við frænda sinn. „Eruð þið líka með eitthvað af sviðsút- búnaði?” Andlit Clives lýsti af áhuga. „Já, það erum við. Og svo getum við þakkað þessum frábæra iistamanni fyrir sviðs- skreytinguna.” Hann kinkaði kolli í áttina til Vaughans. „Það verður spennandi að sjá það, eftir að hafa verið síðustu vikurnar i Líttu inn hjá okkur og labbaðu heim með glæsilegt Hifi-tæki frá Verð frá kr. 180.600. Radionette SM 230 útvarpsmagnarinn er fallegt, vandað tæki, sem fer vel í hvers konar hillusamstæðum. SM 230 tækið geturðu einnig fengið með innbyggðu cassettutæki og þá einnig með spilara og cassettutæki með eða án Dolby. Kjarni SM 230 samstæðunnar er fullkomið útvarp með langbylgju, miðbylgju og FM- bylgju. Sterkur 2 X 20 watta sínusmagnari. Líttu inn og við hjálpum þér að f inna réttu samstæðuna. Ef þú átt 80.000 krónur — þá geturðu labbað heim með glæsilega Radionette-stereo samstæðu. e: EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A - Sími 16995. Árs ábyrgð Jölakjör js. tbl. Vlkaii *S

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.