Vikan


Vikan - 08.11.1979, Side 22

Vikan - 08.11.1979, Side 22
Stórkostleg fjölskylda KENWOOD heimilistæki bjóóa upp á ótrúlega fjölbreytni í framleióslu, sem öll hefur þaó sameiginlegt, aó þar fara saman fullkomin gæói, fallegt útlit og mjög hagkvæmt veró. THORN KENWOOD Eigum f yrirliggjandi Hrærivélar Gufugleypa Blendera Strauvélar Kaffivélar Þurrkara HEKLA he Kæliskápa Frystiskápa Frystikistur LAUGAVEG1170-172 — SlMAR 21240-1168^ „Gerir þú ekki fullmikið úr þessu, Richard? Drepa okkur, drepa hálfa þjóðina. Ég á við, i allri hreinskilni, hvernig vitum við það? Hvað vitum við? Við vitum það sem við sáum, en við vitum ekki þýðingu þess." „Della. ég gefst upp," sagði Richard. „Sko. þegar þú ert farin að efast um þínar eigin tilfinningar, vinan, þá ertu búin að vera sem fréttamaður. Þú ert bara — ” „Samkvæmt C. G. & E„” sagði Jacovich hvasst, „þá voruð þið ekki í neinni hættu á þessum tíma. Við höfum fullvissu þeirra fyrir því." „Nú, auðvitað segja þeir þetta.” Richard var aftur byrjaður að hrópa, en Kimberly tókst að stöðva hann. „Þegiðu, Richard," sagði hún skræk- róma. „Hún sneri sér að Jacovich. „Ég skil hvað þú ert að segja, Don, og þú sérð að ég er að reyna að vera sanngjörn í þessu máli. En Richard hefur lika tölu- vert til sins máls. Það er erfitt að Imynda sér að það hafi engin hætta verið þegar maður var þarna. Þegar maður hefur gengið í gegnum það sem við gengum í gegnum. Viðsáum hræðsl- una á andlitum þeirra. Við fundum hvemig þessi risastóra bygging titraði eins og það væri jarðskjálfti. Og að lokum þá heyrðum við hátalarakerfið skipa öllum að fara á öryggissvæði. Og það var endurtekið: .Þetta er ekki æfing.' Nú, þegar maður leggur þetta allt saman saman við filmuna þá er erfitt að trúa því að það hafi ekki verið eitt- hvað óvenjulegt á seyði. Við þurfum að fá fleiri skoðanir á þessu. Ég held að það ætti aðsýna sérfræðingi þessa filmu.” „Kemur ekki til greina,” sagði Jaco- vich. „Þessi filma verður i geymslunni. Ég ætla ekki að gera það mögulegt að kæra ykkur né þessa sjónvarpsstöð fyrir lögbrot.” „Hvað ætlar þú að gera?” spurði Richard og rödd hans var þrungin andúð. „Þetta er kallað að sópa undir teppið. Þið eruð með efni sem snertir málefni almennings, að maður tali ekki um öryggi hans. Og þú, hinn ábyrgi sjónvarpsfulltrúi, ætlar að segja, ,skítt með almenning, ég ætla að passa upp á minn eigin rass. Ég hylmi yfir þetta'.” „Veistu að þú ert farinn að angra mig reglulega, Richard,” sagði Jacovich. „Þolinmæði min gagnvart þér er á þrotum. Það er ekki verið að hylma yfir neitt!" „Það er það sem Nixon gamli sagði. Sagði það við alþjóð. Einmitt meðan hann var að hylma yfir hlutina. ,Ég skal útskýra þetta fullkomlega — „Ég sagði,” hélt Jacovich áfram, „að það væri ekki verið að hylma yfir neitt. Það er ekkert samsæri milli þessarar stöðvar og C.G. & E. Orkuverinu bar engin skylda til þess að tilkynna fjöl- miðlunum um eigin málefni. Þeir gerðu það sem þeim ber að gera samkvæmt lögum. Þeir lokuðu fyrir orkuverið og þeir höfðu samband við kjarn- XX Vikan 45. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.