Vikan


Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 7

Vikan - 06.03.1980, Blaðsíða 7
„Ég skal skjóta því aö siðar.” segir Jón. ..Pabbi vann suður á Keflavikurfiugvelli og ég geri ráð fyrir þvi að bæði það og svo auðvitað ævintýralöngunin um leið hafi ráðið mestu um að við fluttum til Bandarikjanna. Upphaflega var ætlunin að vera aðeins 3 ár úti en eins og þu veist þá vill svona nokkuð breytast og það varð úr að við dvöldumst þarna í tæp 6 ár." ,,Þú ættir nú — áður en þú heldur lengra — að segja honum frá fæðingu þinni suðurfrá.” bætir Halla við. „Já, það var alveg kostulegt." segir Jón og hlær. „Þetta var 6. mars 1951 og það var kafaldssnjór þennan dag. Alls staðar var orðið ófært, en foreldrar minir bjuggu suður á Keflavíkurflugvelli þar eð pabbi starfaði fyrir herinn. Nú, siðan kom að því að mamma skyldi verða léttari. en þá voru góð ráð dýr. Allt orðið ófært. Þetta bjargaðist svo með því að ljósmóðurinni var ekið i hendingskasti heim til okkar, en það þurfti heilan snjóblásara til að ryðja leiðina og var að mestu ekið eftir flug- brautunum suðurfrá. Ég reyndist heljarmikill bolti við fæðingu — 22 merkur — og stefndi í að verða stór- vaxinn. Það varð nú ekki mikið úr þvi reyndar.” Rétt er að skjóta þvi inn i að Jón er vel meðalmaður á hæð en telst ekki hávaxinn á körfuknattleiksvisu. En áfram með söguna frá Bandarikj- unum. „Við fluttum i bæinn Markleville i Indiana-fylki og þar er einmitt höfuðvigi körfuknattleiksins i Bandaríkj- unum. Ég var 6 ára er við héldum út og þau ár sem ég dvaldi þarna voru ákaflega skemmtilegur tími. Eins og lög gerðu ráð fyrir gekk ég i barnaskóla staðarins og ekki leið á löngu þar til mér var fenginn körfubolti í hendur. Þar var okkur kennt allt það helsta sem máli skipti fyrir byrjendur. Það leið þvi ekki á löngu þar til áhuginn fyrir körfu- knattleiknum vaknaði af alvöru. Og nú kemur einmitt að frú Thornburg. Okkur var leyft að hafa með okkur körfubolta i skólann ef við vildum og ég átti einn. Við lékum okkur alltaf með hann i friminútunum en það var skylda að hætta öllum leikjum um ieið og bjallan glumdi og halda rakleiðis i röðina. Eitt skiptið þegar ég var að leika mér með boltann glumdi bjallan við. í stað þess að hlýða greip mig einhver óstjómleg löngun til þess að óhlýðnast og ég náði að skjóta þremur skotum i körfuna áður en ég hljóp i röðina. Ég náði rétt timanlega, en varð engu að síður síðastur. Það var greinilegt að frú Thornburg likaði þessi framkoma min ekki og i næsta tima kallaði hún mig fram á gang og þar var ég rassskelltur með þar til gerðum spaða. Ég man að pabbi hélt tnikinn reiðilestur yfir henni fyrir vikið, en þetta sýndi hvað áhuginn fyrir körfunni var mikill strax á þessum aldri. Reyndar geymi ég enn og á fyrsta körfuboltann sem mér var gefinn. Það var i raun alveg merkilegt hversu mikill körfuknattleiksáhugi var þarna i Markleville. Við byrjuðum að keppa við aðra skóla strax um 10 ára aldur og það fylgdu okkur að jafnaði nokkur hundruð — allt upp i 500 — manns á leiki. Við fengum mikinn stuðning og þetta virkaði geysilega hvetjandi á alla.” — Hvenær fluttuð þið svo heim aftur? „Það var árið 1962. Þegar ég kom hingað heim hélt ég að hér væri enginn körfubolti stundaður. En siðan fann ég rammskakka körfu úti á Klambratúni og þar hitti ég strák, sem var að skjóta á hana. Ég man svo vel þegar hann skoraði á mig í keppni. Ég var nokkuð rogginn með mig, en hann vann mig 10- 8. Þetta var Björn Christiansen, sem siðar varð einn minn besti félagi. Hann var i Ármanni og það varð úr að ég og Gummi bróðir fórum með honum á æfingu. Ég var ekki búinn að fara á nema fyrstu æfinguna er ég var boðaður i leik i iþróttahúsi Háskólans. Það var ekki nema cinn strákur sem eitthvað gat i hinu liðinu og af einskærri eðlisávisun dekkaði ég hann upp. Ég hafði aldrei lært neitt nema „maður-á- 10. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.